Feykir


Feykir - 01.11.1995, Blaðsíða 2

Feykir - 01.11.1995, Blaðsíða 2
2FEYKIR 38/95 Þannig var Strandvegurinn á Sauðárkróki útlítandi eftir brimið sem fylgdi óveðrinu í síðustu viku. Miklar skernmdir urðu á veginum og flettist klæðningin af á Iöngum kafla. Brimið var slíkt að spýtnabrak barst úr sjónum langt upp á Hegrabraut. Sigurður Ágústsson rafveitustjóri flytur ávarp við afliendingu gjafarinnar til sjúkrahússins. Hilmi Jóhannessyni formanni veitustjórnar virðist skemmt, Páll Pálsson veitustjóri er þung- búnari, en hinum megin borðs er Snorra Birni bæjarstjóra litið á Bjarna Brynjólfsson. Rafveita Sauðárkróks 70 ára: Gefur Sjúkrahúsi Skagfirðinga lýsingu í tilefni 70 ára afmælis Rafveitu Sauðárkróks hefur veitan gefið nýja lýsingu við Sjúkrahús Skagfirðinga. Gjöfin var afhent formlega í síðustu viku. Þar kom fram að það hefur verið venja forráðamanna veitnanna að útdeila gjöfum á stórafmælum. Þannig gaf veitan nýja útidyrahurð á 50 ára afmælinu og þegar hún varó sextug var gefin lýsing við Sauðárkrókskirkju. MMC Galant GLS.I 2000, árg. 1988, ekinn 146 þús. km. Verð 790.000. Lada 1500 station, árg. '92, ekin 72 þús. km. Verð 320.000. Upplagðurvinnubíll. BÍLASALA/BÍLALEIGA SKAGAFJARÐAR SF. Löggild bílasala Borgarflöt 5, Sauðárkróki, sími 453 6050 og 453 6399. Systurnar að ná sér Flugeldasýning í Síkinu Tindastóll vann stórsigur á Þór í gærkveldi ,Jú það má segja að þetta hafi farið betur en það leit út í fyrstu. Stelpumar cru að ná sér, byrjaðar í skólanum aftur en þurfa dálitla umönnum. Síðan er vonandi að engin eftirköst komi í ljós og þær geti haldið áfram í íþróttunum“, MMC Pajero V6 3000, langur 4x4, ekinn 103 þús. km. Verð 2.100.000. Fallegurbíll. Daihatsu Feroza EL-II. EFI, árg. '91, ekinn 45 þús. km. Verð 1.100.000. Góðurbíll. segir Kristín Lúðvíksdóttir amma systranna þriggja sem lentu í rútu- slysinu í Hrútafirði á dögunum. Sjálf lenú Kristín í slysinu og við- beinsbrotanaði og tognaði bæði á höndum og fótum. Kristín er einnig að ná bata. Systumar heita Fríða Dögg 15 ára, Katrín Sjöfn 12 ára og Eyrún Osp 11 ára og era dætur Hauks Friðrikssonar og Sigríðar Önnu Ragnarsdóttur. Katrín slasaðist mest af stúlkunum og var llutt til aðgeróar á Akureyri þar sem gert var að fótbroti. Katrín var stödd í Reykjavík íyrir helgina ásamt for- eldram sínum, en hinar systumar voru á Hvammstanga hjá Kristínu. Systumar þrjár vora að koma frá sundkeppni í Rcykjavík ásamt fleiri unglingum frá Hvamms- tanga þegar slysið varð. Kristín amma þeirra er búsett í Reykjavík en hún varð samferða stúlkunum norður, þar sem hún ætlaói að taka aö sér að sjá um hcimilió meðan foreldramir Haukur Frið- riksson og Sigríður Anna dveldu syðra við nám í nokkrar vikur. Haukur faðir stúlknanna kom strax norður og hann frétti af slysinu og íylgdist með framvindu mála. Þeir voru flestir sem reiknuðu með hörkubaráttu þegar Tindastóll fékk nágranna sína í Þór á Akureyri í heimsókn í gærkveldi. En það var einung- is á fyrsta fjórðungi þessarar „derbyviðureignar“ sem jafn- ræði var með liðunum. Tinda- stóll var kominn með 15 stiga forustu í hálfleik og þegar leið á seinni hálfleikinn keyrðu Stólarnir yfir gestina. Gátu meira að segja leyft sér að hvfla allt byrjunarliðið í lokin og bættu samt við forustuna. Lokatölur urðu 98:66. Bandaríkjamaðurinn Fred Williams lék mjög vel til að byrja meó hjá Þórsuram og það var fyrir hans tilstilli sem jafn- ræði var meö lióunum fyrstu mínútumar. En það var erfitt að ráða við Tindastólsmcnn eins og þeir spiluðu í gærkveldi. Vamar- leikurinn var sterkur, boltinn gekk og skyttumar vora heitar. Undir körfunni hirti síðan Hinrik ófá fráköstin. Þau vora alls 13 þriggja stiga skotin sem rötuðu ofan í hjá Tindastóli og þar reið Láras Dagur á vaðið með góðri hittni í fyrri háfleiknum. Ómar fór að hans framkvæói og síðan bættust þeir Arnar og Atli í skyttuliðiö í seinni hálfleiknum. Þórsar náðu að minnka mun- inn í byrjun seinni hálfleiks og klóra í bakkann annað slagðið. En er á leió leikinn riðlaðist leik- ur þeirra. Bandaríkjamaðurinn fékk sína fimmtu villu þegar 5 mínútur vora til leiksloka og eít- ir þaö var um upplausn aö ræða. Williams hafði ekki sagt sitt síð- asta orð eftir að leik lauk og fékk brottrekstrarvíti. Hinrik var bestur í liði heima- manna að þessu sinni en í heild lék allt liðið vel. Hjá Þór voru Williams og Kristinn Friðriks- son bestir og þeir Konráð og Birgir Öm komust ágætlega frá leiknum. Stig Tindastóls: Amar K. 22, Láras D. 20, Tprrey 18, Hinrik 11, Atli Þ. 11, Ómar S. 9, Pétur G. 5 og Halldór H. 2. Stig Þórs: Kristinn F. 26, F. Williams 15, Konráó Ó. 15, Birgir Ö. B. 4, Kristján G. 2, Hafsteinn L. 2, Bjöm S. 2 og Davíð H. 2. Gangur leiksins: 5:2, 12:11, 19:19, 24:19, 28:22, 35:25, 44:25 (46:31) 52:33, 54:40, 56:46, 66:51, 72:53,83:59,88:61 (98:66) Dómarar: Leifur Garðarsson og Georg Þorsteinsson, ágætir. Áhorfendur 490. Maður leiksins: Hinrik Gunn- arsson Tindastóll. Tindastólsmenn hittu illa í íyrri hálfleik gegn Val og voru oft fljót- færir í sóknaraðgerðum sínum. I síðari hálfleiknum hittu þeir betur og voru þá að taka opin og góð skot. Allir leikmenn Tinda- stóls skoruðu í leiknum og eru greinilega efnilegir leikmenn að koma upp, segir Sverrir Sverr- isson í DV um Valsleikinn. Torrey skoraði 23 stig. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 45 35757. Myndsími 45 36703. Ritstjóri Þór- hallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Eggert Antonsson og Om Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur HeiTnannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.