Feykir


Feykir - 01.11.1995, Blaðsíða 8

Feykir - 01.11.1995, Blaðsíða 8
Öháð fréttablað á Norðurlandi vestra 1. nóvember 1995, 38. tölublað 15. árgangur. Auglýsing í Feyki fer víða! A6 nema... ber ávöxt L NAMAN Landsbanki fslands Banki allra landsmanna Sími 453 5353 „Sýnum samhug" í bóknámshúsinu á Króknum í kvöld Fjölmargir tónlistarmenn í Skagafiröi standa ásamt Leik- félagi Sauðárkróks og Kvenfé- lagi Sauðárkróks að kvöld- stund „Sýnum samhug“ í bók- námshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki í kvöld, miðvikudaginn 1. nóvember kl. 20,30. Að- gangur er krónur 1000 þús- und og rennur óskiptur í sjóð til styrktar fórnarlömbum snjóflóða. Allt dagskrárefni er flutt endurgjaldslaust. Ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta. Húsió verður opnaó kl. 20,00 og þá verður Kristján Stefánsson frá Gilhaga mættur meö nikk- una. Samverustundin hefst síðan með hugvekju séra Gísla Gunn- arssonar. Kirkjukórinn syngur því næst sálminn Bæn eftir Hilmi Jóhannesson og Sigríður Elliðadóttir syngur lag eftir Hilmar Sverrisson sem sérstak- lega er samið vegna hörmung- anna á Flateyri. Ársæll Guð- mundsson aðstoðarskólameistari hefur gert texta við lagió. Fjölmargir lista- og tónlistar- menn koma fram. Auk leikara úr Leikfélagi Sauöárkróks: Rökk- urkórinn, hljómsveitin Herra- menn, Hljómsveit Geimiundar Valtýssonar, Norðan þrír + Ás- dís, Karlakórinn Heimir, Blás- arasveit Tónlistarskólans og Jó- hann Már Jóhannsson. Jón F. Hjartarson skólameist- ari og Eyþór Einarsson forseti nemendafélags FNV flytja ávörp og Kvenfélag Sauðár- króks sér um kaffiveitingar. Líkur á að Fiskiðjan og HG sameinist „Ég tel líklegt að af þessari sameiningu verði. I»að er verið að skoða þessa hluti og ég reikna ekki með niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi um miðjan nóvember, en þá koma stjórn- ir fyrirtækjanna saman. Það sem augljóslega mundi vinn- ast með þessu væri að þarna hefðum við úr stærri kvóta- potti að spila“, segir Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings um þá hugmynd að fyrirtækið verð’ sameinað Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar, en FISK er meirihlutaeigandi í HG. Aðspurður sagði Einar að frekari sérhæfing vinnslnanna væri eitt af þeim atriðum sem væri til skoðunar, en aó öðm- leyti vildi hann ekki tjá sig um fyrirhugaða sameiningu, kosti hennar og galla, enda hefði stjómum fyrirtækjanna ekki ver- ið kynnt málið frekar. HG er um helmingi minni rekstrareining en Fiskiðjun Skagfirðingur en sameiginlega yrðu fyrirtækin fjórða stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. HG á tvo togara, Drang og Klakk, og rekur frystihús, rækjuvinnslu, skelfiskvinnslu og mjölverksmiðju. Grænlenski togarinn afhentur Grænlenski rækjutogarinn sem Skagstrendingur festi kaup á í sumar verður afhentur um næstu helgi. Að sögn Jóels Kristjánssonar hjá Skagstrendingi mun skipið fara í slipp þar sem genðar verða á því endurbætur, en síðan er reiknað með að það fari til veiða strax í byrjun nýs árs. Jóel sagði að enn lægi ekki fyrir ákvörðun um það hvort skipið færi í slipp hér heima eða erlendis og afhendingarstaður skipsins væri því einnig óákveðinn. Dorgveiði á lóni Blönduvirkjunar er meðal þess sem boðið er upp á í ævintýraferð þeirra Glaða- heimamanna á Blönduósi. Mynd/PIB. Góð nýting á sumarhúsunum í Brautarhvammi á Blönduósi „Rekstur húsanna hefiir geng- ið mjög þokkalega þetta árið og mikil aukning orðið frá fyrra árinu. Nú þegar er þetta orðið þónokkuð atvinnuskap- andi fyrir sýsluna. Fólkið sem hérna dvelur skilur eftir tals- verða fjármuni sem allar greinar atvinnulífsins njóta góðs af. Mér finnst þetta lofa góðu“, segir Hafþór Sigurðs- son hjá Trésmiðjunni Stíg- anda á Blönduósi um rekstur sumarhúsanna í Brautar- hvammi. Þetta er annað rekstrarár Glaðaheima hf. hlutafélags sem stofnað var um húsin, en það er í eigu fyr- irtækja, félaga og einstaklinga í Austur-Húnavatnssýslu, auk þess sem norskur framleið- andi húsanna er einnig hlut- hafl. Hafþór segir að vel hafi gengið að leigja húsinu út í sum- ar, bæði til erlendra feröamanna og Islendinga. Sum húsin hafi verið leigð til langs tima, til verkalýósfélaga sem þá hafi leigt húsin í 12 vikur í einu. Húsin í Brautarhvamminum em sex að tölu og fjögur þeirra eru meó heitum potti og gufubaði auk annarra þæginda. „Við erum eins og aðrir að reyna að lengja ferðamanna- tímabilið í báða enda. I haust hafa t.d. komið þrír hópar í veiði og náttúmskoóun og við eigum von á fleiri hópum í vetur. Við stílum upp á ævintýraferðir inn á hálendið. Ferðinni verður heitið á jeppum eftir fannbreiðunni til Hveravalla og farið þar í laug- ina. Það em fimm ferðaskrifstof- ur erlendis aó kynna þessar ferð- ir fyrir okkur og maður vonar að eitthvað komi út úr því. Þær em í Danmörku; Noregi og Þýska- landi. En þetta er sem sagt smám saman að hlaða utan á sig‘% sagói Hafþór Sigurósson á Blönduósi. Erfitt með hráefni Hráefnisöflun hetur verið erf- iðleikum bundin hjá Fiskiðj- unni að undanförnu. Tekist heftir að halda uppi vinnslu í frystihúsinu á Sauðárkróki, en uppihald var í tvær vikur á Hofsósi. Þegar síðan hráefni barst til Hofsóss á þriðjudeg- inum í síðustu viku fór raf- magnið og vinnslan komst ekki í gang aftur af þeim sök- um fyrr en liðið var á fímmtu- daginn. Einar Svansson framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar er bjartsýnn á að hráefnismálin fari aó ganga betur á næstunni, og vonir standi Ul að tvöföldunin hjá línubátum, sem byrjar núna um mánaða- mótin, skili auknu hráefni til húsanna. „Línubátamir fara að koma inn núna, svo framarlega sem gæftir verði. Annars er þetta alltaf versti tíminn með hráefnis- öflun, þessir síóustu mánuðir fyrir áramótin", segir Einar. Siglingar togaranna og sölur í erlendum höfnum fara nú að byrja að nýju. Hegranes og Skagfirðingur em aö afla í sigl- ingu. Hegranes á söludag nk. mánudag 6. nóvember, Skag- firðingur þann 13. og Skafti 27. nóvember. !

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.