Feykir


Feykir - 08.11.1995, Blaðsíða 1

Feykir - 08.11.1995, Blaðsíða 1
© rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Hafnaáætlun fyrir árin 1996-'99: Stærstu framlögin til Siglufjarðar og Blönduóss Seinni árin hafa steypubflar verið sjaldséðari á götum bæjarins en á uppbyggingartímanum á sjöunda og áttunda áratugnum. Myndin er tekin á dögunum þegar steypu var rennt í mót við- byggingar rækjuvinnslunnar Dögunar. Byggingaframkvæmdir á Sauðárkróki: Talsvert byggt af einbýlishúsum Samkvæmt hafnaáætlun ríkis- ins til ársins 1999, sem nú ligg- ur fyrir Alþingi, mun ríkið veita 231,7 milljónum til nýrra halnarmannvirkja í kjördæm- inu á þessum tíma. Af þessu fé kemur langmcst í hlut Siglu- Qarðarhafnar, 65,3 milljónir, Blönduóshöfti fær 38,7 milljón- ir, Hvammstangi 34 milljónir, Sauðárkrókshöfn 20,3 millj. Skagaströnd 16,8 og Hofsós 4,7 milljónir. Siglufjarðarhöfn: Miklar framkvæmdir eru á döfinni strax á næsta ári og þá unnið fyrir tæpar 40 milljónir. Gert er ráð fyrir dýpkun við löndunarbryggju. Það verk er upp á 20,3 milljónir og greitt að 90% af hafnafé. Þá verð- ur gengið frá lögnum, sett lýsing og steypt 1200 fermetra þekja. Kosmaöur vegna þessa er áætlað- ur 13,5 miljónir, ríkisframlag er 60%. Einnig verður steyptur 80 metra langur kantur á löndunar- bryggjuna við SR-mjöl. Kostnað- ur er áætlaður 5,5 milljónir, ríkis- framlag 60%. Ekkert verður síðan framkvæmt við Siglufjarðarhöfn á árinu 1997 en 1998-’99 er fyrir- hugað að ráðast í gerð skjólgarðs við enda Brjótsins. Kostnaður vió það verk er áætlaður 34,5 milljón- ir og er styrkt að 90% af haíhafé. Þá eru söma ár áætluð ýmiss verkeíni við smábátakví upp á 7,5 milljónir, ríkisframlag 60%. Blönduós: Ráógerðar eru miklar framkvæmdir við Blöndu- óshöfti á næsta ári, en ekkert hin þrjú árin. A döfinni er gerð við- legukants við norðurhlið bryggju, 80 metra langur. Það verk er áætl- að að kosti 18 milljónir, ríkis- framlag 60%. Þá verður gerð svokölluð stáltunna viö bryggju- enda og er það verk upp á 31 milljón, styrkt að 90% af hafriafé. Sauðárkrókshöfn: Engar framkvæmdir eru á næsta ári sam- kvæmt hafnaáætlun. Arið 1997 veróur sandfangari lengdur um 30 metra og í það varið 8 milljónum. I lengingu grjótsgarðs við báta- höín er áæúað aó fari 3,6 milljónir og á árunum 1998-99 er áætluð gerð þvergarðs á Norðurgarðinn og aö það verk kosti 11 milljónir. Allar þessar framkvæmdir eru styrktar að 90% af haftiarfé. Hvammstangi: Engar fram- kvæmdir á næsta ári. Arið 1997 er gert ráð fyrir endurbyggingu á Norðurgarði, niðurrömmun stál- þils og steypu 70 metra kants. Aætlaöur kostnaður er 36,5 millj- ónir, ríkisframlag 60%. Á ámnum 1998-’99 verður unnið við stálþil á Norðurgarði, lagnir og þekja steypt. Áætlaður kostnaður 10,9 milljónir, ríkisframlag 60%. Þá er gert ráð íyrir dýpkun. Kosmaður áætlaóur 6,2 millj., ríkió greiði 90%. Skagaströnd: Á næsta ári verða framkvæmdir við skúffugarð, vegna lýsingar og malbikunar 900 fermetra þekju. Kosmaður er á- ætlaður 4 milljónir, ríkisframlag 60%. Þá er á ámnum 1998-’99 á- ætluð styrking grjótgarðs við enda Vesturgarðs og dýpkun snúnings- rýmis við ytri kant. Kostnaður við þessi verk er áætlaður 16 milljón- ir, 90% greidd af hafnafé. Hofsós: Á næsta ári verður ráðist í 4000 rúmmetra grjótgarð við enda Árgarðs. Áætlaður kosmaður 5,2 milljónir, greiddur að 90% af hafnafé. Að sögn Guðmundar Ragn- arssonar byggingarfúlltrúa á Sauðárkróki hefur töluvert verið byggt af einbýlishúsum í sumar. Fjögur hús eru þegar orðin fokheld, og fram- kvæmdir að hefjast við bygg- ingu tveggja til viðbótar. Lík- ur á að annað þeirra verði orðið fokhelt fyrir áramótin. Þá var parhús sem byrjað var á í fyrra gert fokhelt í sumar og framkvæmdum við annað parhús verður haldið áfram og það gert fokhelt í vetur. „Þctta er svo sem ekki mikið á okkar mælikvarða miðað við síðustu ár, en mjög gott ef tekið er mið af stööum af svipaðri stærö út um landió”, segir Guð- mundur byggingarfulltrúi. Hann segir ekkert hafa verið byggt af iðnaðarhúsnæði í bænum á þessu ári, en talsvert hinsvegar um bílskúrsbyggingar við eldra húsnæði og ekki séð fyrir end- ann á þeim framkvæmdum. Lít- ið hafi verið um lóðaúthlutanir að undanfömu. Einungis verió úthlutað tveimur einbýlishúsa- lóóum við Eyrartún. Guðmund- ur álítur að byggingarmenn hafi haft næg verkefni í sumar og haust. Þeir hafi sumir hverjir lát- ið af því að það væri brjálað að gera í ýmsu viðhaldi og nýsmíði vió smærri húsbyggingar. □ Sigurður ffá Húsabakka og Hrólfúr frá Kolgröf að spjalli, eflaust að ræða um Iandsins gagn og nauðsynjar. —ICTch^iII i»|DI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, bílas. 853 1419, fax 453 6019 Almenn verktakaþjónusta, Frysti- og kœliþjónusta, Bíla- og skiparafmagn, Véla- og verkfœraþjónusta j/FMfTbílaverkstæði Æ J.JLMJM. Sími 453 5141 Sœmundargötu 16 Sauöárkróki íax: 453 6140 Bílaviðgerðir Hjólbarðaverkstœði Réttingar Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.