Feykir


Feykir - 08.11.1995, Blaðsíða 2

Feykir - 08.11.1995, Blaðsíða 2
2FEYKIR 39/95 Þverárfjallsveginn á dagksrá Umræður um samgöngumál í kjördæminu hafa ekki verið áberandi undanfarið, utan núna upp á síðkastið að Siglfirðingar hafa hreyft nokkuð hugmyndum um bættar samgöngur við stað- inn og meira að segja nú nýverió stofnað samtök um það málefhi. Hugmyndir Siglfirðinga virðast ganga mest út á það að komast í góða tengingu við Akureyri, með tveimur jarðgöngum, frá Skútudal yfir í Héðinsfjörð og þaðan yfir á Kleifahorn við Olafsfjörð. Þessi framkvæmd er talin kosta á þriðja milljarð króna. Þaö er kannski vel skilj- anlegt að Siglfirðingar vilji tengjst í þessa átt, með því móti komast þeir í tengingu við stórt atvinnu- og þjónustusvæði, nokkuð sem ekki er inni í mynd- inni í vesturáttina. Hinsvegar er spumingin hvenær svo risavaxið verkefiii sem þetta komist á dag- skrá fjárveitingavaldsins. Fyrir nokkrum ámm var tals- vert rætt um fyrirhugaðan Þver- árfjallsveg, sem mjög hag- kvæma tengingu atvinnusvæða í Skagafirði og Austur-Húna- vatnssýslu. Síðustu misseri hefúr þessi umræða legið niðri að mestu, en vel kann að vera að tímabært sé að vekja hana að nýju. Þaö er altént íhugunarefm hvort tilkoma þessa vegar gæti ýtt undir það að atvinnulíf á svæðinu taki að glæðast á ný og nýsköpun komi í stað þeirrar stöðnunar sem ríkt hefur um talsvert skeið. Það er ekkert efamál að það gæti breytt ýmsu ef vegalengdir milli Sauöárkróks og þéttbýlis- staðanna við austanverðan Húnaflóa, Blönduóss og Skaga- strandar, styttist úr 70-85 kíló- metmm í 42-45 kílómetra. Þetta svæði er líka að ýmsu leyti vel fallið til þess að byggjast upp sem sterkt atvinnusvæði, til að mynda er svæðið talið nokkuð öruggt gagnvart eldvirkni eða jarðskjálftahættu, tryggara en t.d. suðvesturhomið þar sem stærstu atvinnufyrirtækin og stóriðjan hefur byggst upp. Það er einnig í ljósi tíóinda þessa árs sem full ástæða er til að hyggja að uppbyggingu sterkra atvinnu- og búsetusvæða úti á landsbyggðinni. Hér er átt við þá miklu vá sem snjóflóó og snjóflóðahættan er. Það er nokk- uð augljóst mál að einhver til- flutningur fólks muni eiga sér stað á næstu ámm af snjóflóða- •hættusvæðum, og það liggur í augum uppi að hann mun liggja á suðvesturhomið. Abyggilega er það samt svo að ekki kæra sig allir um að flytja þangað, mundu ffekar vilja flytja á annan staó á landsbyggðinni. Vel má hugsa sér að Norðvesturland gæti tekið við þessu fólki með tilkomu Þverárfjallsvegar. Þá mun skap- ast það stórt atvinnusvæði að stóriðjuver við austanverðan Húnaflóa væri vel inni í mynd- inni. - Hvemig væri að ráóa- menn í Skagaflrði og Húnaþingi sameinuðust um aó knýja á um Þverárfjallsveginn og hreyfa við því máli að nýju. ÞÁ. MMC Galant GLS.I 2000, hlaðbakur 4x4, árg. '91, ekinn 70 þús.km.Verö 1.270.000. Subaru Justy J 10 4x4, árg. '87, ekinn 121 þús. km. Verð 290.000. Lipurbíll. Toyota Corolla DX 1300, árg. '87, ekinn 140 þús. km. Verð 285.000. staðgr. Range Rover Vouge árg. '87, ekinn 139 þús. km. Verð 1.390.000. Snotur bíll. MMC Pajero disel, stuttur, árg. '83, ekinn 187 þús. km., nýupp- tekin vél. Verð 480.000. BÍLASALA/BÍLALEIGA SKAGAFJARÐARSF. Löggild bílasala Borgarflöt 5, Sauðárkróki, sími 453 6050 og 453 6399. Heimasími sölumanns 453 5410. Þegar Árni Jónsson bóndi á Sölvabakka var að svipast um eftir fé sl. laugardag í svoköll- uðu Hellnagili syðst í Ósvík þar sem Laxá í Refasveit renn- ur til sjávar, varð hann þess var að kindur voru þar grafii- ar í fönn. Það ótrúlega gerðist að úr fönninni gróf Árni átta lifandi kindur. Þá voru liðnir um 10 dagar frá óveðrinu mikla sem gróf þær í fönnina. Segja má að þessi fundur hafi verió aó sumu leyti sárabót fyrir Ama bónda sem missti drjúgan hluta fjárstofhs síns í óveðrinu. Þegar Árni kom í Hellnagil á laugardaginn, vom tvær kindur þar í fjömnni sýnilega nýkomnar úr fönn. Sex kindur gróf Ámi dauðar úr fönninni og ein af þessum átta sem var lifandi, náði sér ekki eftir aó hún var komin á hús. Hinar sjö braggast hinsveg- ar vel og em komnar á beit aftur eins og ekkert hafi í skorist. Það var líf og fjör í fclagsmiðstöðinni Friði á Sauðárkróki fyrir helgina, en þá þrcyttu nemendur 10. bekkjar maraþon til að afla tekna fyrir skólaferðalagðið í vor. Krakkarnir voru að í einn sólarhring samflcytt og á þeim tíma tókst það sem stefht var að, að bæta mctið á þrekhjólinu og hjóluðu nú vegalengd sem dugað hefði til að komast til Spánar. Þá gerðu þau listaverk mikið úr fátatölum og pottrétturinn scldist upp á einum klukkutíma. Alls safnaðist í áhcitum rúmlega hálf milljón, en kvöldið fyrir maraþonið gáfu þau 50 þúsund úr ferðasjóðnum til Flateyrar- söfhuninnar. Brimvörnin neðan Strandvegar gaf sig víða í óveðrinu á dögunum. I síðustu viku var unnið að því að koma mestu af grjótinu, sem hreyfst hafði til í veðrinu, á sinn stað. Fjölliðamót 10. flokks Tindastóll hafnaði í þriðja sæti í fjölliðamóti 9. flokks karla, A-riðli sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Keflvíkingar sigruðu og Njarðvíkingar urðu í öðru sæti. Tindastóll vann ÍR 68:43, Val 62:33, KR 65:46, en tapaði fyrir Keflavík 71:107 og Njarðvík 85:78 eftir ffamlengdan leik. Um helgina fer fram fjölliðamót í 10. flokki karla í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Keppni hefst kl. 13,00 á laugar- dag. Krakkar af leikskólanum Furukoti ásamt fórstrum sínum á göngu við Skagfirðingabraut. Það hefur viðrað til gönguferða upp á síðkastið. Kindur lifandi eftir 10 daga í fönn Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 45 35757. Myndsími 45 36703. Ritstjóri Þór- hallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Eggert Antonsson og Om Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 137~íTrónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sásthf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.