Feykir


Feykir - 08.11.1995, Blaðsíða 5

Feykir - 08.11.1995, Blaðsíða 5
39/1995 FEYKIR5 Skagf irsk söngveisla Mikið tónaflóð fyllti hió nýja og glæsilega íþróttahús í Varma- hlíð í Skagafirði í gærkveldi þegar Skagfirska söngsveitin, Söng- sveitin Drangey og söngflokkur- inn Veirurnar, ásamt sjö ein- söngvurum fluttu minningartón- leika um Jóhann Pétur Sveins- son lögffæðing ffá Varmalæk í Skagafirði. Allt þetta sönglið tel- ur fast að 140 manns, að sögn formanns Skagfirsku söngsveit- arinnar Sigurbjargar Stefánsdótt- ur. Stjómendur vom þau Björg- vin Þ. Valdimarsson og Snæ- björg Snæbjamardóttir en undir- leikari Vilhelmína Olafsdóttir. Tónleikamir vom haldnir til tekjuöflunar fyrir Menningarsjóó Jóhanns Péturs og verða endur- teknir í lítió breyttu formi í Fella og Hóladómkirkju eftir viku og veróur þá haldið upp á 25 ára af- mæli Skagfirsku söngsveitarinn- ar. Snæbjörg var stjómandi söng- sveitarinnar fyrstu 13 árin og stjómar nú Söngsveitinni Drang- ey, en Björgvin hefur stjómað Skagfirsku söngsveitinni síðustu 12 árin. A söngskránni vom 22 lög öll eftir kunna skagfirska höf- unda. Atti Jón Bjömsson 8 þeirra, Grímur Gíslason. Eyþór Stefánsson 8, Pétur Sig- urðsson 4, Kristján Stefánsson 1 og Geirmundur Valtýsson 1. Mikil fjölbreytni var í söng- skránni og hvorki meira né minna en 7 einsöngvarar: þær ffænkumar Helga Rós Indriða- dóttir og Margrét Stefánsdóttir, Friðbjöm G. Jónsson, Asgeir Ei- ríksson, Guðmundur Sigurðs- son, Oskar Pétursson og Sigur- jón Jóhannesson. Auk einsöngs- ins sungu þau tvísöng og þrí- söng, og lagið Vorið kom í nótt eftir Jón Bjömsson flutti ein- söngvarakvartett skipaður Helgu Rós, Margréti, Ásgeiri og Sigur- jóni. Skagfirska söngsveitin og Söngsveitin Drangey sungu saman Ætti ég hörpu eftir Pétur Sigurðsson við ljóð Friðriks Hansen og lagið Björt nótt eftir Jón Bjömsson við ljóð Davíðs Stefánssonar. Kom söngur einsöngvaranna inn á milli flutnings kóranna og setti léttan blæ á heildar söng- skrána sem öll einkenndist að samhug flytjenda og gleði. Hæst reis þó tónaflóó þessa fjölmenna söngliðs er að sameinaðist allt og söng að lokum Skín við sólu Skagafjörður, og hinn mikli fjöldi áheyrenda reis úr sætum í virðingarskyni við söngfólkið og héraðið. Hér verður ekki gerö tilraun til þess að leggja listrænt mat á umrædda tónleika en ekki fer það á milli mála að það er mikið afrek að uppfæra slíka söng- veislu í byrjun vetrarstarfs og undmn að flutningurinn tók ekki nema ufn hálfa aðra klukku- stund, sem tókst lyrir agað skipu- lag og stjómun en ekkert af efii- inu var endurtekið þrátt fyrir ákafar tilraunir áheyrenda þar Kvartett skipaður ungum og efnilegum einsöngvurum: Sigur- jón Jóhannesson, Margrét Stefánsdóttir, Helga Rós Indriða- dóttir og Ásgeir Eiríksson. um. Mátti þó ljóst vera að með því var komið í veg fyrir að gert væri upp á milli flytjendanna. Meðal áheyrenda í Varma- hlíð í gærkveldi var ekkja Jó- hanns Péturs og móðir hans ásamt fjölda skyldmenna og vina. Er ástæða til að samfagna þessu fólki svo og söngfólkinu sjálfu með þetta vel heppnaða kvöld. Tónleikamir vom haldnir til þess að heiðra minningu Jó- hanns Péturs og afla þeim sjóði tekna sem tengdur er naíni hans og ætlað það hlutverk að styrkja fatlaða til náms. Hvorutveggja tókst vel og eiga allir er að stóðu þakkir fyrir. 22. október 1995 Grímur Gíslason. FATASKÁPUR 80 x 205 cm VERÐFRÁ 26.400,- stgr. BAÐINNRÉTTING VERÐ FRÁ 56.100,- stgr. KOMIÐ OG LEITIÐ TILBOÐA FAGLEG RÁÐGJÖF Á STAÐNUM ELDHÚ SINNRÉTTTN G VERÐFRÁ 161.000,- stgr. AFGREIÐSLUTÍMIER1 - 3 VIKUR FRÁ STAÐFESTINGU PÖNTUNAR.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.