Feykir


Feykir - 08.11.1995, Blaðsíða 3

Feykir - 08.11.1995, Blaðsíða 3
39/1994 FEYKIR 3 Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins: Spyr um skeifur, þorrablót og veiði „Tíðkaðist að hengja upp skeifur til verndar eða lukku? Hvar voru slíkar skeifur helst hafðar? Hverju áttu þær að varna ef þær voru til verndar? Hvernig áttu þær að snúa? Hvað táknaði það ef op skeif- unnar snéri upp? En niður? Kannast menn við eitthvað fleira sem tengist trú á skeif- um?“, þannig hljóðar auka- spurning um skeifur sem þjóð- háttadeild Þjóðminjasafnsins hefur nýlega sent frá sér ásamt tveimur nýjum spurninga- skrám. Spumingaskrámar fjalla ann- ars vegar um þorrablót fyrr og nú og hinsvegar um veiðar í ám og vötnum. Er vonast eftir svör- um ffá hinum ýmsu „sérfræðing- um“ varðandi þessi mál hingaó og þangaó um landið. Varðandi þorrablótin er m.a. spurt um breytingar sem orðið hafa á þorrablótum og tilhögun þeirra á síðustu áratugum. Hverj- ir standi fyrir blótunum, um hús- næói, skemmtiatriði og fastar siðvenjur, trogfélög og trog- fundi, hvemig og hvaðan matur- inn sé og hvemig hann sé fram borinn, um nýnri rétti sem unnið hafa þegnrétt á þorrablótum, drykki, viðhorf til þorramatar, um sögur af matmönnum og um myndir af þorramat eða þorra- blótum. „Veiðar í ám og vötnum“. Þar er m.a. spurt um ýmsar gerð- ir veiðarfæra og beitu, veiðihús, sportveiðar, veiðistaði, veiðiferð- ir, veiðar útlendinga, veiðiþjófh- að, veiðisögur, áhrif virkjana og mengunar á veiði, og fiskrækL Ef menn vilja leggja þessari söfnun lið eða vita um einhverja sem kynnu aö vera ffóðir um of- angreind efni em þeir vinsam- legast beðnir um að hafa sam- band við Hallgerði Gísladóttur í síma 552 8888. Jafnframt er alltaf þörf fyrir fólk sem er reiðubúið að vera á skrá hjá þjóóháttadeildinni að svara reglulega spumingum um ýmis- legt varðandi eldri tíð. Þjóðháttadeild Þjóóminja- safiisins var stoftiuð 1963 á 100 ára afmæli safnsins. Þá hafði Þjóöminjasafnið um nokkurra ára skeið sent út spumingaskrár um lífshætti í gamla daga til eldra fólks. Svörin við þeim urðu stofn í skjalasafn deildar- innar en nú hafa verið sendar út 88 spumingaskrár á hennar veg- um ásamt fjölda aukaspuminga. Skráð handrit á skjalasafhi deild- arinnar em nú um 11700. Auk þess em þar nokkur sérsöfn. Hegranesið seldi vel Hegranes seldi í Bremerhaven í fyrradag tæplega 115 tonn fyrir 18,8 milljónir. Aflinn var mestmegnis karfi og fyrir hann fékkst um 168 króna meðalverð. Fjögur tonn af löngu voru í farminum og drógu þau meðalverð farms- ins niður í 164 krónur. Að sögn Gísla Svans Einars- sonar útgerðarstjóra Skagfirð- ings er þetta ágætis veró en magnið hefði mátt vera meira. Otíð og aflaleysi að undanfömu hefur sett strik í reikninginn, t.d. misstu skipin úr tvo sólarhringa í óviðrinu á dögunum. Skagfirð- ingur á söludag ytra nk. mánu- dag. I fyrradag var hann kominn með 110 tonn og því ekki útlit fyrir að hann fari með mikið meira magn en Hegranesiö. Skagfirðingur og Málmey vom þá að fiska fyrir sunnan land í slæmu veðri, og svo mikll var sjógangurinn nóttina áóur að Skagfirðingur gat ekki tekið trollið. Skafti var hinsvegar að gera ágætistúr. Landaði á mánudag 110 tonnum á Sauðárkróki eftir níu daga að veiðum, þar af 50 tonnum af grálúðu. Tap hjá kvennaliðinu Kvennalið Tindastóls tapaði stórt fyrir IR syðra um helg- ina, 52:79. Tindastólsstúlk- urnar náðu sér aldrei á strik í leiknum og háði það liðinu nokkuð að bandaríska stúlkan Audry Codner gekk ekki heil til skógar. Bandaríska stúlkan var engu að síður langatkvæðamest í liði Tindastóls, skoraói 28 stig. Hún þurfti að fara að velli um miðjan fyrri hálfleik og virtist ekki hafa náð sér þegar hún kom inná að nýju í seinni hálfleiknum. Þetta sló Tindastólsstúlkumar út af laginu. Eftir leikinn var Codner flutt á sjúkrahús þar sem hún gekkst undir rannsóknir og dvaldi hún á sjúkrahúsinu í um einn sólarhring. Niðurstaða er ekki fengin í veikindum hennar, en vonir standa til að hún verió tilbúin í slaginn þegar Tindastóll mætir KR í Síkinu á laugardag. □ Hús Stephans í Markerville í Alberta hefiir verið gert að safni um skáldið og landnám íslendinga. íslendingar komu saman í nafni Stephans G. í Kanada Síðustu helgina í október var haldin ráðstefna á Islendinga- slóðum á hásléttum Kanada, skammt frá Markerville þar sem skáldið Stephan G. Step- hansson bjó. „Skáld, heims- pekingur, landnemi, bóndi“, var viðfangsefhi ráðstefiiunnar um Stephan G. Með Kletta- fjöllin í baksýn hittust á Red Deer Islendingar frá Islandi og Kanada og skiptust á skoð- unum. Injú barnabama skálds- ins voru þarna mætt, þau Edwin Stephansson, Stephan Benediktsson og Helga Boume. Urðu þau þarna margs vísari um afa sinn og sonur Helgu, Bill; sem er þekktur þjóð- lagasöngvari, söng fyrir ráð- stefiiugesti. Stephan G. flutti ásamt hópi Islendinga til Markerville í Alberta árið 1889 og bjó þar til dauðadags 1927. Flestir afkom- enda hans búa þar enn og í ná- grenninu. í Markerville hefur verið sett upp safn til minningar um skáldið. Húsið sem Stephan G. byggði hefúr verið varðveitt ásamt húsbúnaði og öðm úr eigu hans. Er húsið fallegur minnisvarói um skáldið og gefúr góða mynd af heimilishaldinu á bænum og lífi íslendinganna í Kanada um aldamótin síðustu. I listakálfi Morgunblaðsins sl. laugardag er ráðstefnunni gerðágæt skil. Ted Dyck einn aðalskipuleggjari ráðstefnunnar segir áhrifa skáldsins gæta víða í Alberta. Hann segir að af ráð- stefnunni að dæma teygi ís- lensku ræturnar sig víða. En þama vom haldnir margir fyrir- lestrar um skáldið og heims- spekinginn. Finnbogi Guó- mundsson fyrrverandi lands- bókavörður flutti upphafserindið um landnám Islendinga og um skáldskap Stephans G. Haraldur Bessason fyrrum rektor Há- skólans á Akureyri flutti fyrir- lestur um kvæðið Skagafjörður og goðsöguleg tákn þess“. Haraldur sagði að ráðstefnunni lokinni aó hún hafi verið mikils- verð og sýnt Albertabúum að Islendingar virði minningu Steph- ans. „Það væri gaman að við gætum haldið aðra svipaða ráð- stefhu heima - kannski á bemsku- slóðum hans í Skagafirði“, sagði Haraldur. Baldur Hafstað bókmennta- fræóingur og fyrrum ritstjóri Feykis fjallaði um skáldskap Stephans G. og tengsl hans viö íslenskar miðaldabókmenntir. Aðrir fyrirlesarar á ráðstefnunni vom: Kristján Kristjánsson dósent við Háskólann á Akureyri, Páll Skúlason prófessor við Háskóla Islands, Þorsteinn Gylfason prófessor við Háskóla Islands, Gísli Sigurðsson íslensku- fræðingur og Vióar Hreinsson bókmenntaffæðingur. Opnum Bílasölu og Bílaleigu Borgarflöt 5 Sauðárkróki! Góður sýningarsalur og gott malbikað útisvæði. Vantar bíla á skrá og til aö standa inni eóa úti. Góó aóstaóa. Auglýsum bílinn þinn meó mynd þér að kostnaóarlausu. Tökum aö okkur þrif á bílum. Bílaleigubílar á staönum. Kíkið á aóstöóuna. Heitt á könnuninni. Bílasala / Bílaleiga Skagafjaröar sf. Löggild bflasala, Borgarflöt 5,550 Sauóárkróki, sími 453 6050,453 6399, fax 453 6035. Heimasími sölumanns 453 5410 (Gylfi).

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.