Feykir


Feykir - 10.01.1996, Blaðsíða 1

Feykir - 10.01.1996, Blaðsíða 1
© rafsjá hf RAFVERKT AKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Forráðamenn Kaupfélags Skagfirðinga: Vilja mynda starfshópa um úrræði í atvinnumálum Ingibjörg Sigurðardóttir og Páll Jóhannesson með fyrsta Skagfirðing ársins 1996. Fyrsti Skagfirðingur ársins: Lét ekki bíða lengi eftir sér Fyrir helgina gekkst Kaupfé- lag Skagfirðinga fyrir fundi þar sem kynnt voru atriði sem forráðamenn félagsins vilja leggja áherslu á og telja að hugsanlega gætu leitt til bættr- ar stöðu atvinnumála í Skaga- firði. Minnispunktar þessir voru teknir saman á stjórnar- fiindi KS í Iok síðasta árs og til fundarins fyrir helgina var boðið fulltrúum Sauðárkróks- bæjar, héraðsnefndar og verkalýðsfélagsins Fram. A fundinum var samþykkt aö skoða málin frekar í þeim anda sem um var rætt á fúndinum, en þar voru m.a. reifaóar hugmynd- ir um stofnun starfshópa sem skipaðir yrðu fulltrúum þeirra aðila sem sátu fundinn auk fleiri aðila úr atvinnulífinu. Hugmyndirnar sem stjórn kaupfélagsins hefur sett fram lúta að eflingu atvinnulífs bæði í dreifbýli og þéttbýli. KS-menn telja raunhæft að efla hefðbund- inn landbúnað að nýju í hérað- inu með þvi að auka fram- leiðslurétt í mjólk og steffia beri að aukningu hans í Skagafirði á árunum 1996-’97 um 0,5 millj- ón lítra. Þá er því beint til hags- munaaðila í sauðfjárrækt að taka virkari þátt í mótun framtíóar- stefnu í greininni og fylgt verði ffam hugmyndum Skagfirðinga um að virkja markaðsþekkingu fisksölufyrirtækjanna erlendis, samhliða eflingu innlends mark- aðar. Stefna ber að aukningu loð- dýraræktar í Skagafirði, sem byggði á þekkingu og fjárfest- ingum sem fyrir hendi eru. Þá þarf að vinna markvisst aó því að Skagafjörður fái aukna hlut- deild í ferðaþjónustunni sem er mjög vaxandi atvinnugrein. I því sambandi ber að nýta sér sögu héraósins og menningu og tengja feróaþjónustunni. Sumar- bústaðabyggðir, Ld. í Varmahlíð og að Hólum verði efldar meó markvissu samstarfi sveitar- stjóma og launþegasamtaka. Fiskeldi verður vaxandi at- vinnugrein á næstu árum, því ber að huga sérstaklega að möguleikum hennar í sveitum Skagafjarðar. Auka ber verð- mætasköpun í hrossarækt og gera þarf ítarlega, faglega úttekt á þeim möguleikum, sem felast í nýtingu jarðvarma til atvinnu- aukningar í sveitum Skagafjarð- ar. í þéttbýlinu ber að leggja sér- staka áherslu á skólamálin á næstu árum. Efla þarf Fjöl- brautaskólann og stækka hann. Huga þarf að nýjum verknáms- brautum og atvinnutengdu starfsnámi, þar sem nokkuð er ljóst að þar verður vaxandi áhersla í skólakerfinu á næst- unni. Skoóa þarf með skipulögð- um hætti stofnun nýrra skóla á Sauðárkróki og styðja við áður fram komnar hugmyndir um Ut- flutningsskóla. Opinbera þjónustu þarf að efla á Sauðárkróki. Sérstaklega ber aö skoða möguleika á að nýjum stofnunum ríkisins verði valinn staður hér, þar sem erfitt hefur reynst aó flytja núverandi stofnanir út um landið. Bæjaryfirvöld, Verkalýðsfé- lagið Fram og atvinnufyrirtæki þurfa að koma á fót samráöshópi með ríkisvaldinu, er hefði það hlutverk að skoða og leita að nýjum iðnaðarfyrirtækjum fyrir Sauðárkrók. „Vió fögnum því að menn skuli sýna frumkvæði og erum alltaf tilbúnir til samvinnu. Kaup- félagsmenn hafa um hríð haft frumkvæði í útgerð og fisk- vinnslu hér á svæðinu, en fmnst ekki nóg að gert á öðmm sviðum atvinnulífsins. Við emm tilbúnir til að aðstoða eftir föngum, og bæjarsjóður hefúr vissulega stutt við atvinnulífið á undanfömum árum og áratugum, með upp- hæðum sem skipta tugum og hunduðum milljóna“, segir Bjöm Sigurbjömsson formaður bæjarráðs Sauðáricróks. Það þurfti ekki að bíða Iengi eftir fyrsta barni ársins á fæð- ingardeildinni á Sauðárkróki. Það kom í heiminn kl. 10,40 þriðjudaginn 2. janúar, þá fæddist þeim Ingibjörgu Sig- urðardóttur og Páli Jóhann- essyni sonur og reyndist drengurinn rúmar 15 merkur að þyngd og 55 sm. að lengd. Þetta er fyrsta barn þeirra Ingibjargar og Páls sem búa á Sauöárkróki. Ingibjörg er frá Víðinesi í Hjaltadal og Páll frá Akureyri, en hann á einnig ættir sínar að rekja austur fyrir Héraðsvötn, ffá Enni í Unadal. Ingibjörg sagði að fæðingin hefði gengið vel. „Þetta var allt samkvæmt áætl- un“, sagði hún. Mun fleiri börn fæddust á fæðingardeildinni á Sauðáricróki á síðasta ári en árið á undan, en þá voru barnsfæðingar meó fæsta móti. í fyrra fæddust 69 böm á Króknum en vom aðeins 42 árið á undan. Á Blönduósi fæddust 23 böm á síðasta ári, vom 24 árið á undan. Á Sjúkra- húsinu á Siglufirði fæddust 17 börn á síðasta ári og eru það heldur færri bamsfæðingar en í meðalári. Skagstrendingur hf. á Skagaströnd: Góð afkoma á síðasta ári Mikil umskipti urðu á rekstri Skagstrendings hf á Skaga- strönd síðustu mánuði síðasta árs. Tíu mánaða uppgjör sagði 53 milljóna hagnað á fyrirtækinu og hafði afkoman þar með sveiflast upp á við um 74 milljónir frá sex mán- aða uppgjöri. Óskar Þórðar- son framkvæmdastjóri er bjartsýnn á að afkoman fyrir síðasta ár verði ekki verri en 10 mánaða uppgjörið sýndi. Óskar þakkar þessari breyt- ingu á rekstrinum þær róttæku aðgerðir sem gripið var til á liðnu sumri með sölu á gamla og nýja Amari og kaupum á ódýrari skipum, auk þess sem gengismál vom hagstæð og skip félagsins í góóum rekstri. Unnið er aó því að gera skip þau sem félagið keypti ffá Græn- landi og Rússlandi klár á veiðar. Rækjufrystiskipið Helga Björg HU-7 fer væntanlega á veiðar í næstu viku en norski togarinn sem keyptur var af Rússum verður væntanlega ekki tilbúinn til veiða fyrr en í mars-apríl. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, bflas. 853 1419, fax 453 6019 Almenn verktakaþj ónusta, Frysti- og kœliþjónusta, Bíla- og skiparafmagn, Véla- og verkfœraþjónusta AKl bílaverkstæði Sími 453 5141 Sœm undargötu 16 Sauðárkróki tax: 453 6140 Bíloviðgerðir Hjólbarðaverkstœði Réttingar Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.