Feykir - 10.01.1996, Blaðsíða 5
1/1996 FEYKIR5
Gengið úr kirkju í Ketu.
Eftir að fullhugar höfðu
hlaupið um syllur og skúta efst í
bjarginu, flykktumst við aftur í
bílinn. Næsti áfangi var ekki
langt undan - aðeins út að Ketu.
Þegar sessunautur minn, Bjöm
Egilsson, renndi augum að kirkj-
unni og yfir sviðið, varð honum
að orði að hér væri snyrtilegt
umhverfi við kirkjuna þennan
friðhelga stað.
Hér er húsuni haldið við,
hér er snyrtistaður.
Drottni veita vaskir lið,
veit og sér hver maður.
Engir munu efa það,
allt íföstum skorðum,
hér í þessum helga stað,
úr hefluðum viðarborðum.
Sumir settust undir kirkju-
vegg, í skjóli með kaffibrúsa, en
stundin varð eigi næðissöm fyrir
vindinum, og feginn varð hver
skjólinu í bílnum.
Húsmóðirin í Ketu, Hrefna
Gunnsteinsdóttir, leiddi aðra í
kirkju. Margir gengu í garðinn
til að huga að leiðum horfmna
ástvina og enn aðrir höfðust ekki
út úr bíl. Var því ákveðið að
halda áffam ferðinni, að Hrauni,
ef þar gæfist betra tóm og næði
til snæðings. Var svo gert.
Síðari hluti greinarinnar
birtist í blaðinu á næstunni.
Gengi Tindastóls í úrvalsdeildinni:
Grimmir eftir jólin
Tindastólsmenn hafa komið
grimmir til leiks í úrvalsdeild-
inni að loknu jólafru. Þeir voru
aðeins hársbreidd frá því að
leggja hið firnasterka lið Hauka
að velli í leik syðra sl. fimmtu-
dagskvöld og völtuðu síðan yfir
Akurnesinga á Skaganum á
sunnudagskvöldið. Tindastóll
er nú í 6. sæti deildarinnar jafii
KR með 22 stig, jafhmörg stig
og liðið fékk á síðasta keppnis-
tímabili. IR-ingar og Skalla-
grímsmenn eru á næstu grös-
um, IR með 20 og Skallagrímur
26. Tíu umferðir eru eftir af
deildarkeppninni.
Framan af leiknum gegn
Haukum leit út fyrir að sunnan-
liðið ætlaði að innbyrða sigurinn
ömgglega. Staðan í leikhléi var
41:30 fyrir Hauka og þeir juku
síðan forskotið í 18 stig í byrjun
seinni hálfleiks. Þá var það sem
Tindastólsmenn tóku við sér og
með John Torrey í broddi fylk-
ingar minnkuðu þeir muninn jafnt
og þétt og komust yfir, og það
vom Haukamir sem máttu þakka
fyrir að ná ffamlenginu. Þar kom
reynslan Haukamönnum að góð-
um notum og úrslit leiksins urðu
86:82 þeim í vil. Torrey var lang-
atkvæðamestur Tindastólsmanna
með 39 stig, Ómar Sigmarsson
gerði 11, Láms Dagur og Hinrik
Gunnarsson 10 hvor, Pétur Guð-
mundsson 9 og Atli Þorbjömsson
3.
Láms Dagur fór síðan á kost-
um strax í upphafi leiksins á
Skaganum og skaut heimamenn í
kaf. Hann skoraði fimm þriggja
stiga körfúr í röð og var búinn að
setja 22 stig fyrir leikhlé. Tinda-
stóll hafði mikla yfirburói í leikn-
um, staðan í leikhléi var 55:37 og
sigurinn var aldrei í hættu. Loka-
tölur urðu 89:77 fyrir Tindastól.
Torrey var stigahæstur með 25
stig, Láms Dagur gerði 23, Hinrik
12, Pétur 10, Oli Barðdal 6, Ómar
5 og Baldur Einarsson 2.
„Þessi sigur eykur til muna
líkumar á sæti í úrslitakeppninni.
Nú er bara að taka einn leik í einu
og tryggja sætið“, sagði Páll Kol-
beinsson þjálfari. Aðspurður
sagði hann það ekki skipta höfúð-
máli hvaða liði Tindastóll lenti á
móti ef úrslitasætið næðisL „Fjög-
ur efstu liðin em það jöfn“, sagði
Páll.
Hlé verður nú gert á deildar-
keppninni vegna undanúrslita í
Bikarkeppninni. Næsti leikur
Tindastóls í úrvalsdeildinni verð-
ur gegn Skallagrími á Sauðár-
króki fimmtudagskvöldið 18. jan-
úar.
Álfar á ferli í Varmahlíð
Fjölbreytni skemmti- og
menningarlífs Skagfirðinga
jókst um hátíðarnar, þegar
Ungmenna- og íþróttafélagið
Smári stóð fyrir því að endur-
vekja skemmtun sem Ung-
mennafélagið Fram stóð fyrir
í Varmahlíð um árabil og
jafnan var haldin á þessum
tíma. Það er álfadans og
brenna, sem nú var haldin að
nýju laugardagskvöldið 30.
desember og voru þá 18 ár lið-
in frá því síðast var haldin
skemmtun þessarar tegundar
í Varmahlíð.
Fjölmenni var mætt við fé-
lagsheimilið Miðgarð á laugar-
dagskvöldið þegar skemmtunin
hófst og er talið aó um 600
manns hafí fylgst með og urðu
einhverjir frá að hverfa þegar
seinni hluti álfadansins hófst, en
hann fór fram inni í félagsheim-
ilinu.
Veður var hið fegursta,
stjömubjart og logn, en 10 stiga
ffost og nokkuð kalt. Eftirvænt-
ing ríkti þegar álfamir og fylgd-
arlið þeirra, ýmsar kynjavemr
s.s. púkar og ljósálfar komu úr
skógræktinni á íþróttavöllinn þar
sem brennunni hafði verið kom-
ið fyrir. I hlutverki álfakóngs og
álfadrottningar vom þau Stefán
Indriðason og Hjördís Tobías-
dóttir, en auk þeirra dönsuðu tólf
Hersingin komin inn í félagsheimilið Miðgarð þar sem seinni hluti
álfadansins fór fram, en alls stóð skemmtunin yfir í tæpa tvo
tíma. Myndir/Soffia Kristjánsdóttir.
pör sem þau hjónin Sigurður
Karl Bjarnason og Jóhanna
Karlsdóttir höfðu þjálfað frá
nóvemberbyrjun. Kristján Stef-
ánssonar ffá Gilhaga lék á harm-
onikku undir dansinum.
Búningar dansaranna voru
hinir skrautlegustu. Enn var til
talsvert af búningum frá því
skemmtanimar vom haldnar fyr-
ir um 20 ámm. Vom þeir endur-
bættir og bætt við fleiri búning-
um. Forráðamenn Smára eru
mjög ánægðir með hvemig til
tókst með skemmtunina og því
hreint ekki ólíklegt að svona
skemmtun verði haldin aftur.
Þjóðdansafólkið lét ekki þar
við sitja heldur hélt hópurinn
skemmtun fyrir vistmenn á
Hjúkmnar- og Dvalarheimilinu
á Sauðárkróki sl. laugardag. Og
fékk eins og í Varmahlíð góðar
móttökur og skemmti gamla
fólkið sér mjög vel.
BORGARAFUNDUR
um aðalskipulag
Sauðárkróks 1994-2014
Borgarafundur verður haldinn í Safnahúsinu á
Sauöárkróki mánudaginn 15. janúar kl. 20,30.
Kynnt verða drög aö aðalskipulagi fyrir
Sauöárkrók 1994-2014.
Byggingarfulltrúi.