Feykir - 10.01.1996, Blaðsíða 3
1/1996 FFYKIR 3
Kvenfélag Sauðárkróks:
Stendur fyrir dægur-
lagakeppni í Sæluviku
Valgeir Kárason, Pétur Þorsteinsson, Þorsteinn Kárason, Álfur Ketilsson og Ágúst Guð-
mundsson, staddir skammt ofan Kálfárdals, á leið úr Þrettándagleðinni í Trölla.
Þrettándagleði í Trölla
Kvenfélag Sauðárkróks hetur
ákveðið að efna til dægurlaga-
keppni í komandi Sæluviku,
fimmtudaginn 2. maí 1996.
Hljómsveitarstjóri og umsjón-
armaður með útsetningum
verður Magnús Kjartansson
hljómlistarmaður, sem einnig
mun sjá um upptökur Iaganna
sem í úrslit komast.
Öllum laga- og textahöfund-
um landsins er heimil þátttaka en
aðeins verða tekin til greina vcrk
sem ekki hafa komið út á hljóm-
plötum eóa verið flutt opinber-
lega. Þátttakendur skulu skila inn
verkum sínum undir dulnefni og
láta rétt nöfn og heimilisföng
fylgja með í vel merktu og lok-
uóu umslagi.
Síðasti skilafrestur hefur verið
ákveðinn 1. febrúar 1996 og er
miðað við að kassettur eða nótur
hafi verið póstlagðar fyrir og/eða
á þeim degi. Senda skal tillögur
merktar „Dægurlagakeppni
Kvenfélags Sauðárkróks", póst-
hólf 53,550 Sauðárkrókur.
Þau 10 lög sem valin verða af
dómnefnd, sem skipuð verður að
hluta til af fagfólki, verða síðan
útsett í samráði við höfunda og
tekin upp í fullkomnu hljóðveri
með hljómsveit, sem til þess
verður sett saman og leikur undir
og með öðrum flytjendum, sem
höfundar leggja til. Lögin verða
síðan flutt opinberlega fyrir
áliorfendur og dómnefnd á sér-
stökum hljómleikum, sem haldn-
ir verða í Sæluviku Skagfirðinga
á Sauðárkróki fimmtudaginn 2.
maí 1996. Á þeim hljómleikum
mun sérstoíhuð hljómsveit flytja
lögin ásamt þeim flytjendum
sem höfundar leggja til. Þar
verður sigurlag keppninnar valið
og úrslit kynnt. Sigurvegari
keppninnar hlýtur vegleg verð-
laun.
Kvenfélag Sauðárkróks áskil-
ur sér allan rétt til þess aö gefa
lögin út á hljómplötu og
kassettu, sem kemur út fyrir úr-
slitakvöld og einnig til þess að
heimila útvarp og sjónvarp frá
keppninni.
Dægurlagakeppni Kvenfélags
Sauðárkróks hefúr unnið sér fast-
an sess og er nú árlegur viðburö-
ur í Sæluviku. í fyrra sigraði lag
Geimundar Valtýssonar „Þegar
sólin er sest“ og hefur það notið
mikillar athygli og vinsælda um
land allt. Hér er því til mikils að
vinna og sjálfsagt fyrir alla höf-
unda að taka þátt í léttum og
skemmtilegum leik.
Það er orðinn árviss viðburður að
félagar úr Ferðafélagi Skagfirð-
inga komi saman til Þrettánda-
gleði í Trölla, skála félagsins upp
við TröUabotna. Svo var einnig sl.
laugardagskvöld og var þetta í 10.
skiptið sem Þrettándagleðin er
haldin. Þetta er fjölskyldusam-
koma og þarna mæta b:eði ungir
og aldnir. Þátttakan fer sífellt
vaxandi og að þessu sinni var fjöl-
mennara en oftast áður. Svefn-
pláss skálans var gjömýtt aðfara-
nótt sunnudagsins, sofið á öllum
16 dýnunum sem til em í skálanum.
Flestir komu á vélsleðum til
gleðinnar, og þræddu stíga upp frá
Dalsá yfir Kolugafjall og Bakdals-
skarð, en snjór er með minnsta
móti. Nokkrir komu gangandi á
skíöum eða lausfóta upp Kálfárdal,
7 km leið um Selhóla að Trölla.
Þrettándagleðin fór vel fram að
vanda. Eftir að kvöldmáltíðinni
hafói verið gerð góð skil, hófst
skemmtidagskrá með lestri ferða-
annáls ársins, sem jafnan er í léttum
dúr, síðan var sungið og trallað,
skotið upp flugeldum, sagðar sögur
og meira sungið og étið.
FFS er 25 ára um þessar mundir
og hefur þegar gefið út og kynnt
veglega ferðaáætlun á afmælisárinu.
Næst á dagskrá ferðanefndar er
þorrablót á Þúfnavöllum.
Félagið á eitt og með öðrum
fjögur sæluhús, það er auk Trölla,
Þúfnavellir í Víðidal, Ingólfsskáli í
Lambahrauni og skálann að Hildar-
seli í AustunJal á móti landeigendum
og fleiri. Þess utan hefur það staðið
fyrir bæði vega- og brúargerð.