Feykir


Feykir - 10.01.1996, Blaðsíða 6

Feykir - 10.01.1996, Blaðsíða 6
6FEYKIR 1/1996 Heilir og sælir lesendur góðir. Enn er vísnaþættinum ýtt úr vör á þessu nýbyrjaða ári. Þar sem þetta er nú 200. þátturinn má með sanni segja að enginn veit sína ævina íyrr en öll er, eins og máltækió segir og hefði mig ekki órað íyrir því í upphafi þessa starfs við Feyki að það ætti eftir að standa svo lengi. Nú á haustdögum hafði hvarflað að mér að setja markið á það að hætta þessu starfi ef mér tækist að vinna 200. þáttinn. Nú um jólaleytið áttum við tal saman undirritaður og ritstjóri blaðsins og eru niðurstöður úr þeim viðræðum þær aó ég mun sjá um vísnaþáttinn í blaðinu að minnsta kosti næsta ár ef mér endist líf og heilsa til þess, og þá vonandi einnig í góðu samstarfi við ykkur kæru vinir sem eruð lesendur blaðsins. Þá verð ég einnig að vona að áfram verði til vísur kannski án þess að höfundar átti sig nákvæmlega á hvemig það gerist, eins og Hafsteinn Stef- ánsson orðar svo vel í eftirfarandi vísu. Ýmislegt ég ekki skil og engan veginn þekki. Hvernig vísa verður til veit ég bara ekki. Þrátt fyrir marga nístingskalda daga nú um hátíðamar er ekki annað hægt að segja en að vetrartíðin hafi verið góð. Það er Jón Gissurarson bóndi í Víðamýrarseli sem orðar þetta svo vel í næstu vísu, sem mun vera gerð í hlýindakaflanum sem ríkti svo blítt í svartasta skammdeginu. Ennþá tíðin yljar blíð, ei mig níðir vandinn. Ajram líður œvin blíð, engum kvíða blandinn. Önnur vísa kemur hér eftir Jón sem gerð er í svartasta skammdeginu. Húmið svart þó hylji slóð, haldinn vart mun pínu. Lcet ég bjartan andans óð, ylja hjarta mínu. Margir munu lengi minnast þess ill- viðris sem dundi á landsmönnum í lok október sl. með tilheyrandi hörmungum íyrir menn og skepnur. A sama tíma var verið að rétta sauð- fjárbændum enn einn kaleikinn vegna þeirra lífsstarfs, sem að margra dómi er beiskari en flestir hinir. Jóni í Víðimýrar- seli eru ljósar staðreyndir þess síðar- nefnda þegar hann yrkir svo. Allt er hulið ís og snjó, andar gusti köldum. Harðindin við höfum þó helst afmanna völdum. Þá langar mig til að biðja lesendur að gefa mér upplýsingar um höfund að næstu vísu og þá líka leiðrétta hana ef hún er ekki rétt með farin. Enga blíðu úti finn, alltaf hríðarkliður. Ætlar tíðar andskotinn allt að ríða niður. Ekki hefur undirritaður dulið lesend- ur þess að skammdegismyrkur þolir hann illa. Svo mun vera um fleiri eftir þessari vísu Sveins Hannessonar ffá Elivogum að dæma. Nú er hljótt um hlýjan söng, hjartað sljótt afvökum. Vetrarnóttin nauða löng níðir þrótt úr stökum. Önnur vísa kemur hér í svipuðum dúr eftir Svein. Dísin óðarfrá erfœld, fátt afgóðum svörum, œskuglóðin orðin kœld, engin Ijóð á vörum. Þrátt fyrir svo dimma hugsýn í skammdeginu birtir til þegar sólin fer að fikra sig aftur upp á himininn. Þaö orðar Sveinn á eftirfarandi hátt. Þó að fjólan felist ís og jjúki í skjólin dala, aftur sól úr sœvi rís, signir hól og bala. Það mun hafa verið á einhverju skáldaþingi sem Sveinbjöm Beinteinsson gerði svofellda athugasemd. Margurflytur jullan skanunt, fer í stritið kraftur. Mesta vitið sýnir samt sanmnbitinn kjaftur. Gott er þá að enda með annarri vísu eftir Sveinbjöm. Máninn hátt á himni skín, hann erjullur núna. En hann virkar vina mín vel á þig og kúna. Þakka lesendum samstarfið á liðnu ári og bið ykkur þar meó að vera sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 452 7154. Þyrslusveit á ystu mörkum við spennuþrungna björgun Fyrsta hífingin. í björgunarstólnum sitgja Ómar Sigtryggs son, Níels Hansen og Jesse Goers sigmaður. Um klukkan ellefú að kvöldi 9. janúar 1994 hafói Kristbjöm Guðlaugsson, háseti á björgun- arskipinu Goðanum, verið að hlusta á útvarpslýsingu frá landsleik í handbolta og gekk upp í brú til að ræöa við Kristján Sveinsson skipstjóra og Geir Jónsson stýrimann sem var tengdasonur skipstjórans. A- höfnin, sjö menn, hafði verið að reyna að ná togbátnum Bergvík frá Vestmanneyjum á flot en báturinn hafði strandað í Vöðla- vík á Austfjörðum þann 18. des- ember. Kristbjöm var lögreglu- maður í Reykjavík en fór með Goðanum til Vöðlavíkur eftir áramótin þegar hann var beðinn um að leysa af einn túr. Fram að þessu hafði enn ekki tekist að ná bátnum af strandstað enda hafði veður verið óhagstætt og mikil ótíð um og eftir jólahá- tíðimar. En nú leit betur út meö að skipið næðist á flot. Taug hafði verið komið yfir í skipið ffá Goðanum sem hélt sjó í vík- inni. Kristbimi var sagt að hann gæti farið að taka á sig náðir og hvíla sig fyrir næsta dag. Skipverjar vom í nær stöðugu sambandi við björgunarmenn í landi sem vom með sín tæki og tól á sandinum í Vöðlavík. Þeg- ar líða tók á nóttina tókst Goðan- um aö snúa Bervíkinni og draga hana um 60 metra ffá fjömborð- inu. Eftir það var ákveðió að láta frekari aðgerðir bíða til morguns vegna veðurs. Sterkur vindur stóð beint inn á víkina. Gísli Guðjónsson frá Eski- firði var einn björgunarmanna í fjörunni í Vöðlavík og var sum- arbústaður í hans eigu notaður sem bækistöð þeirra. Með hon- um vom þrír bræður hans, Jón Trausti, Sævar og Stefán, en þeir eins og Gísli, vom allir á staðn- um á vegum björgunarsveitar- innar Brimrúnar á Eskifirði. Einnig vom með í för Sigurður Ingibergsson ffá Tryggingamið- stöðinni, tryggingafélagi Berg- víkur, þrír skipstjómarmenn af Bergvíkinni, Hallgrímur Guð- mundsson, Hörður Magnússon og Ingólfur Þórhallsson, og Bragi Þórhallsson, jarðýtustjóri ffá Eskifirði. Eins og skipið steytti á vegg Gísli var nokkuð vongóöur um að Goðanum tækist aö draga Bergvíkina á flot daginn effir. „Við vorum þarna niðri í fjöm til klukkan fjögur um nótt- ina. Þá fómm við heim í sumar- bústað sem er í rúmlega eins kílómetra fjarlægð frá sandinum. Við vomm áfram í talstöðvar- sambandi við Goðann eftir að við komum upp í bústað. Áður en við fómm að sofa klukkan rúmlega hálffimm var talað við Geir stýrimann sem var á vakt- inni í brúnni. Hann lét ekki illa af sér og áhöfninni úti á víkinni. Hann sagði að skipið héldi upp í og allt gengi vel. Hann ætlaði að heyra í okkur aftur undir hádegi daginn eftir. Við höfðum opið fyrir talstöðina og sögðum Geir að kalla í okkur ef eitthvað væri að. Við lögðumst svo til hvílu.” Eftir að aðgerðum var hætt um nóttina voru tveir menn á vakt í Goðanum, Geir og Ómar Sigtryggsson vélstjóri. Kristján skipstjóri, Níels Hansen yfirvél- stjóri, Sigmar Björgvinsson mat- sveinn. Marijan Krajacic háseti og Kristbjöm vom í kojum sín- um. Kristbjöm hafði sett kodd- ann sinn til fóta og lagst þeim megin með höfuðió í þetta skipt- ið vegna hallans á skipinu. Þegar klukkan var langt gengin í sex hrökk hann upp: „Það var eins og skipið steytti á vegg. Ómar kom þjótandi niö- ur stigann og vakti okkur alla. Hann bað Níels um aó koma strax niður í vél til að gangsetja varaljósavél því við hefðum fengið á okkur brot. Skipið var að leggjast yfir á bakboróshlið- ina. Eg fór fram úr. Þegar ég fór að leita að fötunum mínum fann ég ekki neitt því ekkert var lengur þar sem ég hafði lagt það frá mér. Skipið var myrkvað. Ég hugsaði með mér að það væri best að koma sér strax upp, því ef þetta mundi enda með því að skipið sykki væri betra að vera í brúnni en þama niðri. Auk þess væri líklegra að maður fyndist. Þegar ég var á leióinni upp stig- ann upp í brú komu neyðarljósin á. Ég var á nærbuxunum einum fata enda hafði ég ekkert fundið í myrkrinu. Ég hugsaöi bara um að komast upp. Þegar ég kom inn í brúna sá ég Kristján skip- stjóra standa stjómborðsmegin, Geir stýrimann bakborðsmegin og Marijan háseti og Sigmar matsveinn voru líka komnir upp. Skipið hallaðist enn mikið yfir á bakborða. Þama var ljótt um aö litast. Allt meira og minna brotið og sjór flæddi um allt. Bæði talstöð og farsími höfðu orðið óvirk þegar brotið reið yfir og því var útilokað aö senda út neyðarkall. Þeir sögðu mér að fjórar rúður hefóu brotn- að og hurðin bakborðsmegin far- ið úr þegar brotið reið yfir. Rétt í þessum svifum kom annað brot með miklu höggi ffarnan á skip- iö. Brúin hálffylltist um leið og ég sá Geir hverfa út um dymar bakborðsmegin. Á eftir fylgdu fleiri fyllur. Við gátum ekkert gert til að koma Geir til bjargar. Rætt við Guð Kristján sagði mér að fara í björgunargalla sem var inni í herberginu hans. Síðan fómm við niður í káetur og náðum í fleiri galla. Þangað var enginn sjór kominn ennþá en þegar Ömar og Níels komu upp úr vél- arrúminu sögðu þeir að mikill sjór væri þar niðri. Sjór flæddi niður um loftstokkana. Þeir klæddu sig líka í flotgalla og við ákváóum að fara upp í brú. Þeg- ar við komum að stiganum sem lá upp aó brúardyrunum var kominn svo mikill halli á skipið að stiginn var nánast orðinn lóó- réttur. Hinir fóm á undan mér og ég ákvað að verða eftir niðri og ýta á eftir þeim. Við

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.