Feykir


Feykir - 02.07.1997, Síða 4

Feykir - 02.07.1997, Síða 4
6 FEYKIR 24/1997 hagyrðingaþáttur 333 Heilir og sælir lesendur góðir. Nóg hefur verið af hretum á þessu vori og er mál að linni. Um eina slíka sendingu yrkir Kristján Amason á Skálá svo. Nú er grátt um grœnan völl, gnauða áttir kunnar. Samt við gáttuð erum öll á öfgum náttúrunnar. Nóttu gerast einni á ís ogfreri döggin. En þetta eru íslensk strá sem afsér bera höggin. Blóm á gilsins grœnni tó geislaylsins bíða. Mega til að reyna í ró reglum spilsins hlýða. Lífið margt þó lúta má, leikið hart við unga. Lítið hjarta hœtti að slá er hretið snart með þunga. Það er Júlíus Jónsson áður bóndi á Mosfelli sem er höfundur að næstu vísum. Andleg tök um aldahaf eiga vök í straumum, fagrar stökurfœðast af frjálsum vökudraumum. Þegar eitthvað illa fer og örðug reynist vakan, fyllsta unaðfœra mér fákurinn og stakan. Tvær vísur koma hér í viðbót sem ég held að séu einnig eftir Júlíus. Antia veldi ungmeyjar oft á kveldin þráum logar eldur æskunnar undir feldi gráum. Seyðir vífið viðmót hlý víða í stríða leiknum, þar til lífið endar í ösku áfífukveiknum. Er þáttur þessi er í smíðum heyrast látlausar frásagnir af ráðslagi presta á prestastefnu. Það mun hafa verið Bjami frá Gröf sem orti svo eitt sinn er prestar deildu ákaft í blöðum. Prestar hafa höndum tveim hrifsað blaðapennann. Þeir vita allt um annan heim enn ekki neitt um þennan. Önnur prestvísa kemur hér og mun hún vera efdr gamla Káinn. Prestinn migfýsir aðfinna, fara ég œtla til messu. Mundu nú efiir að minna mig á að gleyma ekki þessu. Theódór Gunnlaugsson kenndur við Bjarmaland mun hafa velt fyrir sér fortíð og nútíð þegar hann orti svo. Fyrrum klerkar kunnu að beita kjamyrðum úrgömlum skrœðum. Nú er að mestu horfið heita helvíti úr þeirra rœðum. Pétur Sigurðsson lengi skósmiður á Seyðisfirði talar svo til manns sem fest hafði ráð sitt eins og stundum er sagt. Það er gott þú giftir þig, gráta kjaftamellur. Þetta fannst þeimfyrir sig fiandi vondur skellur. Önnur vísa kemur hér sem ég held að sé einnig eftir Pétur. Hraustir nóg og mœtir menn margirdóu ívetur. Lengi þó mun lifa enn Leitis Gróu tetur. Sveitamaður einn sem gerst hafði bílstjóri í Reykjavík var spurður hvort ekki væri þægilegt að komast í samband við konur í slíku starfi. Hann svaraði svo. Ekki glaður ek minn veg upp þó stúlkur hirði, einkum þœr sem eins og ég ekki eru mikils virði. Jónas Jónsson kunnur hagyrðingur í Reykjavík um 1940 yrkir svo um bónda nokkum sem hann þekkti. Aldrei Magnús eignast grip sem er að neinu mcetur. Hans er allt með sama svip synir, kýr og dætur. Tvær vísur koma hér í viðbót eftir Jónas. Eina hefég alltafhaft aðferðina tama. Þeim sem byrja að brúka kjaft býð ég upp á sama. Efmér gerir einhver mein í orðsins fyllsta máta, hefég oftast einhvem stein upp í hann að láta. Sveinbjöm Bjömsson, sem einnig mun lengst af sinni ævi hafa verið búsettur í Reykjavík, yrkir svo. Tál er selt við tildurs þys tískumelt og borið. Flónskan eltirfánýtt glys fram á veltisporið. Sveinbjöm leggur okkur einnig til lokavísuna. Nóttin lœðist hljóð og hlý himins upp á salinn, rökkur slœðum reifar í rósum skreytta dalinn. Veriði þar með sæl að sinni. GuðmundurValtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Frá aðalfundi Memiingarsamtakanna Neisti vann Hvöt Tindastóll tapaði stigum á Grenivík Tindastólsmenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir misstu unninn leik niður í jafntefli gegn Magna á Grenivík sl. föstudagskvöld. Neistamenn unnu Hvöt 2:1 í baráttuleik á Hofsósi og KS vann góðan sigur á Nökkva, 4:0 á Akur- eyri. Tindastóll var mun betra lið- ið gegn Magna á Grenivík en það dugði ekki til. Tindastóls- menn léku undan allsterkum vindi í fyrri hálfleik, en náðu aðeins að nýta eitt færa sinna er Kristmar Bjömsson skoraði. Ingi Þór Rúnarsson bætti öðm marki við fyrir Tindastól í upp- hafi seinni hálfleiks. Magna- mönnum tókst að minnka mun- inn úr umdeildri vítaspymu og síðan að jafna nokkm eftir að venjulegum leiktíma lauk. Mikil harka var í leiknum, þrem leik- mönnum vikið af velli og fjöld- inn allur af gulum spjöldum. Steinbimi Logasyni var vikið af velli og tveimur Magnamönn- um. Sverrir Hákonarson meiddist illa og er reiknað með að hann verði frá æfingum og keppni í nokkrar vikur. Hvatarmenn komust yfir snemma leiks gegn Neista á Hofsósi. Neistamenn vom ekki með fyrsta korterið og Gísli Gunnarsson kom Hvöt á bragð- ið. En heimamenn komust vel inn í leikinn og ekki leið á löngu þar til Peter Masrek jafh- aði leikinn eftir góða sókn. Það var síðan í upphafi seinni hálf- leiks sem Jón Bjamason kom Neistamönnum í 2:1. Neisti barðist mjög vel í leiknum og verðskuldaði sigur, þótt jafntefli hefðu e.t.v. verið sanngjömustu úrslitin. Hvöt var mun meira með boltann, en leikur liðsins var ekki árangursríkur, færin létu á sér standa. KS-ingar höfðu algjöra yfir- burði gegn Nökkva. Hafþór Kolbeinsson, Ragnar Hauks- son, Agnar Sveinsson og Gísli Valsson skomðu. Næsta umferð Norðurlands- riðils 3. deildar verður leikin annað kvöld, fimmtudagskvöld. Þá verður stórleikur á Siglu- firði, KS og Tmdastóll, og verð- ur leikið á grasvellinum við Hól. Hvöt sækir Nökkva heim og Neisti Magna. Tindastóll er enn í efsta sæti, með 19 stig, KS er með 18, Hvöt með 9, Neisti 7, Nökkvi 6 og Magni 2. Aðalfúndur Menor, Menn- ingarsamtakaNorðlendinga, var haldinn að Hrafnagilsskóla Eyjaijarðarsveit laugardaginn 14. júní sl. Samtökin em 15 ára núna á þessu vori, en þau vom stofnuð að Stórutjömum S.- Þing. 18. júm' 1982. f filefni þess var gestur fundarins Áskell Ein- arsson fyrrv. framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlend- inga, en hann var mikill hvata- maður að stoínun samtakanna. Auk venjulegra aðalfundar- starfa var í hléi flutt menningar- dagskrá með blönduðu efni. Fram kom listafólk úr Eyjafirði. Ung söngkona Ema Ólafsdóttir söng nokkur lög við undirleik Reynis Schiöth. Ólafur Theó- dórsson las upp. Hjalti Finnsson og Sigríður Schiöth fluttu ljóð. Þrír nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðar komu fram og léku á píanó og trompet undir stjóm kennara síns, Guðjóns Pálsson- ar. Hlaut dagskrá þessi góðar viðtökur. í skýrslu formanns kom fram að Menor stóð fyrir menn- ingarvökum á Hvammstanga 23. nóvember og á Sauðárkróki 16. mars. Á vökunum var flutt blönduð dagskrá með þátttöku heimamanna í Húnavatnssýsl- um, Skagafirði og Siglufirði, tónlistaratriði og talað orð. í tengslum við vökumar voru settar upp viðamiklar sýningar í myndlist og handunnum list- munum af ýmsu tagi. Báðar vökumar þóttust takast vel. Þá stóðu samtökin fyrir samkeppni í ljóðagerð r' fjórða skipti í sam- vinnu við Dag-Tímann. Um 90 ljóð bámst að þessu sinni efifir 43 höfunda. Verðlaunahafar vom Erlingur Sigurðarson menntaskólakennari á Akureyri, sem hlaut 1. og 2. verðlaun, og Anna María Þórisdóttir Reykja- vík sem hlaut 2. verðlaun. Menor íféttir, fréttablað sam- takanna, er að koma út þessa dagana.í því em fféttir af menn- ingarlífi á Norðurlandi, viðtöl o.fl. Ritstjóri blaðsins er Þórður Ingimarsson blm. Aðalfundurinn samþykkfi eítírfarandi ályktanin, Aðalfund- ur Menningarsamtaka Norðlend- inga (Menor) haldinn að Hrafna- gilsskóla lýsir andstöðu við tíl- lögu nefndar á vegum mennta- málaráðherra, þar sem lagt er tíl að enska verði fyrsta erlenda málið í íslenskum gmnnskólum í stað dönsku eins og verið hef- ur. Fundurinn telur að vegna uppmnans sé okkur íslending- um nauðsyn að efla sem mest tengslin við frændþjóðimar á Norðurlöndum í stað þess að draga úr þeim, eins og fyrr- nefndar tillögur gætu haft í for með sér. Fundurinn álítur að ensk áhrif séu nú þegar orðin óeðlilega mikil meðal íslenskra bama og ungmenna, m.a. fyrir áhrif fjölmiðla. Þá beinir aðalfundur Menor því tíl íslenskra sjónvarpsstöðva að þær auki vægi innlends dag- skrárefhis í dagskrám sínum ffá því nú er. Einnig veiði leitað leiða tíl að auka ffamboð sjónvaipsefn- is ffá Norðurlöndunum. Þá skor- ar fundurinn á sjónvarpsstöðv- amar að draga úr flutningi ofbeld- ismynda og skylds efnis í dag- skránni, svo sem kostur er”. Ólafur Þ. Hallgrímsson sókn- arprestur á Mælifelli var endur- kjörinn formaður Menor tíl eins árs. Úr aðalstjóm áttu að ganga Helga Erlingsdóttir Landamóts- seli og Roar Kvam Akureyri, Helga gaf ekki kost á sér til end- urkjörs og í hennar stað var kjör- in Svanhildur Hermannsdóttir skólastjóri Bárðardal. Aðal- stjóm skipa nú auk Ólafs á Mælifelli: Elínborg Siguigeirs- dóttir Hvammstanga, Guðrún Þóranna Jónsdóttír Hvamms- tanga, Svanhildur Hermanns- dóttír Bárðardal og Roar Kvam Akureyri. Roar Kvam hefur jafnframt verið starfsmaður samtakanna í hlutastarfi undan- fama tvo vetur.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.