Feykir


Feykir - 02.07.1997, Page 5

Feykir - 02.07.1997, Page 5
24/1997 11-YKIK 3 Mikið fjölmenni sótti Atvinnu- lífssýninguna á Hvanunstanga Það var gestkvæmt á Hvammstanga um síðustu helgi, en þar var haldin atvinnulífssýning þar sem um þijátíu fyrirtæki af svæðinu kynntu framleiðslu sína og afurðir. Talið er að 1500 manns hafí komið á sýninguna á laugardag, þegar veðurblíða var einstök, og um 1000 á sunnudag. Að sögn Bjöms Hannessonar framkvæmda- stjóra sýningarinnar og sumarhátíðarinnar Bjartra nátta, renndu menn blint í sjóinn með ljölda gesta á sýninguna og hún hafí heppnast eins vel og frekast var kostur. „Það var mikið líf héma á svæðinu og gaman að sjá hvað fólk kunni vel að meta það sem fyrir augu bar á sýningunni”, sagði Bjöm. Þetta var fyrsta sýning sinnar tegundar á Hvammstanga en ljóst að eftir undirtektunum að dæma munu ekki mörg ár líða áður en komið verður upp annarri atvinnulífssýningu. Frá sýningarbás Staðarskála á sýningunni. Heilsugæslan var með bás á sýningunni. Spari Ve Hunav/ Sýningabásar fyrirtækjanna þrjátíu sem þátt tóku í sýning- unni rúmuðust ágætlega í félagsheimilinu. Myndir/BH. Jafnvel ódýrari en sam- bærileg innflutt vara“ segir Magnúsína í Skarpi hf „Gæti sinnt öllum íslendingum og skapað fleiri störf í leiðinni, en inn- flutningurinn er mikill og sam- keppnin hörð”, segir Magnúsína Sæmundsdóttir, Maggý, fram- kvæmdastjóri Skarp hf. sem fram- leiðir Jófó eymapinna og bómullar- skífur. Hún og Friðrik Friðriksson eiginmaður hennar keyptu fyrir- tækið árið 1991 frá rekstraraðilum á Sauðárkróki og hafa rekið það á Hvammstanga síðan. Hráefnið í vörumar er innflutt frá Frakklandi, umbúðimar frá Sviss og úrvinnslan er íslensk. Maggý segist framleiða 2,5 eymapinna á hvem ís- lending árlega. Vélamar afkasta mun meira og hún vildi gjaman auka fram- leiðsluna og búa til fleiri störf en sam- keppnin við innflutninginn er hörð og hún hefur ekki lagt í eiginlega mark- aðssókn. „Varan er fyllilega sam- keppnisfær bæði hvað varðar verð og gæði. Hún er jafnvel ívið ódýrari en sambærileg innflutt vara”, segir hún. ST. Viðskiptavinir athugið! Þessa dagana standa yfir breytingar á húsnæði útibús Búnaðarbankans á Sauðárkróki. Eru viðskiptavinir beðnir velvirðingar á hugsanlegu ónæði sem gæti orðið vegna þeirra. /Æ\ BÚNAÐARBANKI \Qj ÍSLANDS Útibúið Sauðárkróki

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.