Feykir


Feykir - 03.09.1997, Síða 2

Feykir - 03.09.1997, Síða 2
2FEYKIR 29/1997 Var löngu ákveðið hjá skólasystkinum Fyrsta kirkjulega giftingin í Drangey á Skagafirði fór fram í blíðskaparveðri í eynni föstudag- Stuðull Tölvubúnaður Borgarmýri 1, sími 453 6676 Play5tation Verð kr. 16.900 Úrval af nýjum leikjum klúbburinn Munið eftir PSX klúbbnum. Opinn fyrir alla. Nokia 1611 Frábær GSM sími 110 tíma rafhlaða Tilboð kr. 27.900 inn 25. júlí sl. Þá gaf séra Eðvarð Ingólfsson á Skinnastað saman gömlu skólasystur sína frá Reyk- holti og ME á Egilsstöðum Sig- urlaugu Kristínu Konráðsdóttur og Sigurjón Margeir Alexanders- son frá Sauðárkróki. Viðstaddir athöfnina voru nánustu ættingjar brúðhjónanna. Bræður Sigurlaugar: Gísli Rúnar, Þorleifur, Kolbeinn og Bjami Stefán sungu ásamt Álftagerðis- bræðrum og Stefán R. Gíslason sá um undirleik. Sigurlaug segir að athöfnin hefði verið yndisleg og ekki á betra kosið. Sagan að baki þessu öllu saman sé þannig að þetta hafi fyrst borist í tal þegar nem- endur ME hittust á eins árs stúd- entsafmæli. Þá var Eðvarð búinn að innritast í guðfræðideildina og bauðst til þess að gifta Sigur- laugu þegar þar að kæmi. „Hann stakk upp á að gera það upp á Snæfellsjökli, enda sjálfur frá Hellissandi. Ég sagði að það væri nær að athöfnin færi fram úti í Drangey, enda hún í minni heimabyggð. Við héldum þessari hugmynd síðan á lofti, minntust þessa alltaf þegar við hittumst en það vildi nú dragast að Eðvarð útskrifaðist. Hann var svo mikið í því að skrifa bækur á tímabili og tók þetta rólega. Þegar hann síð- Sigurjón og Sigur- laug ásamt Eðvarð Ingólfssyni sem gaf þau saman og böm- um sínum Rúnari Má og Helgu Láru. an fékk veitingu íyrir Skinnastað á síðasta ári var ákveðið að drífa í þessu og stundin ákveðin”, sagði Sigurlaug Konráðsdóttir. Að lokinni afhöfninni í Drangey var siglt að Reykjadisk og gest- um boðið upp á kaffi og kleinur við Grettislaug og síðan grillað heima í Eskihlíðinni um kvöldið. Skipulagsstjóri felst á tillögu að deili- skipulagi en setur ákveðin skilyrði Skipulag ríkisins hefur fallist á tillögu að deiliskipulagi af Hveravallasvæðinu og fyr- irhugaðar framkvæmdir þar að uppfylltum nokkmm skilyrðum. Jaíriframt er lokið at- hugun Skipulags ríkisins á frekari mati um- hverfisáhrifa fyrirhugaðra framkvæmda á Hveravöllum, sem Nýja teiknistofan hf vann. Það er mat skipulagsstjóra ríkisins að samkvæmt skýrslunni hafi í öllum megin atriðum verið gerð fullnægjandi grein fyrir öllum liðum úrskurðarorða skipulagsstjóra ríkisins frá 7. mars 1996. í matsskýrslunni og tillögu að deiliskipulagi er gert ráð fyrir breytingu frá staðfestu aðalskipulagi þannig að fyrirhug- uð þjónustumiðsstöð, um 600 fermetrar að stærð, færist nær hverasvæðinu og verði um 160 metra ffá eldri skála Ferðafélags Is- lands og lega aðkomuvegar breytist. Lóð þjónustuhússins verði 1,6 ha að stærð. Á grundvelli skýrslu framkvæmdaaðila um frekara mat á umhverfisáhrifum, umsagna, athugasemda og svara framkvæmdaaðila við þeim er það mat skipulagsstjóra ríkisins að fyrirhuguð framkvæmd á Hveravöllum hafi ekki í för með sér umtalsverð neikvæð áhrif á umhverfi, náttúmauðlindir eða sam- félag að uppfylltum settum skilyrðum. Fallist er á fyrirhugaðar ffamkvæmdir á Hveravöllum samkvæmt fyrirliggjandi til- lögu að deiliskipulagi með efdrfarandi skil- yrðum: Endanleg hönnun þjónustumið- stöðvar og annarra mannvirkja verði í sam- ráði við Náttúruvemd ríkisins. Fram- kvæmdir við aðkomuveg og bflastæði verði í samráði við Náttúmvemd ríkisins, einkum hvað varðar efnistöku og frágang á núverandi vegi og bflastæði. Bensín- og ol- íusala verði heimil að vetrarlagi og verði Á Hveravöllum. Bláhver nær og Ösknrhólshver fjær. Mynd/PJ. fyrst og fremst um neyðarsölu að ræða. Gengið verði frá eldsneytistönkum þannig að þeir verði ekki sjáanlegir og við hönn- un nauðsynlegra mannvirkja á yfirborði verði þess gætt að þau falli vel að umhverfi og gefi ekki tilefrii til að ætla að um elds- neytissölu sé að ræða. Lagning hita- og vatnsveitu verði í samráði við Náttúmvemd ríkisins og Veðurstofu Islands. Þjónusta í miðstöðinni verði í samræmi við þá stefnu sem mörkuð verður í svæðisskipulagi mið- hálendisins. Haft verði samráð við Náttúm- vemd rfldsins um ffamkvæmd uppgræðslu og hún ekki hafin án samþykkis stofhunar- innar. Úrskurð skipulagsstjóra ríkisins má kæra til umhverfisráðherra og er kæmfrest- ur til 3. október. Forráðamenn Ferðafélags íslands hafa boðað að úrskurðurinn verði kærður, en þeir em ósáttir við fyrirhugaðar framkvæmdir, sem þýða það m.a. að nýrri skáli félagsins mun hverfa af svæðinu. Fvrsta kirkjulega brúðkaupið í Drangev Kernur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Sesselja Traustadóttir og Örn Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður ÁgúsLsson og Steíán Ámason. Áskriftarverð 160 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 180 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.