Feykir


Feykir - 03.09.1997, Page 3

Feykir - 03.09.1997, Page 3
29/1997 FEYKER 3 Margmenni var viðstatt afhöfnina. Herdís tekur sæti Stefáns í bæjarstjórn Stefán Logi Haraldsson ann- ar tveggja fulltrúa Framsóknar- flokksins í bæjarstjóm Sauðár- króks hefur dregið sig í hlé frá störfum í bæjarstjóm, þar sem hann er á fömm ásamt fjöl- skyldu sinni til Svíþjóðar og mun dveljast þar um stundar- sakir. Frænka Stefáns, Herdís Sæmundardóttir, mun taka sæti hans íbæjarstjóm. Stefán sagði af sér störfum á bæjarstjómarfundi í síðustu viku. Hann er að flytjast til Skövde í Svíþjóð og mun starfa þar næsta árið hjá Rockwool, dótturfyrirtæki Partek, sem aft- ur er eignaraðili að Steinullar- verksmiðjunni, en þar hefur Stefán verið skrifstofustjóri um árabil. Stefán er með þessu að nýta sér áunninn rétt til ársorlofs hjá Steinullarverksmiðjunni og mun væntanlega snúa á heima- slóð á ný næsta haust. Minnisvarði um Hermann afhjúpaður að S-Brekkum Athugasemd vegna fréttar um skólamál í Feykí Sl. laugardag var afhjúpað- ur minnisvarði um Her- mann Jónasson fyrrverandi forsætisráðherra og for- manns Framsóknarflokks- ins á fæðingarstað hans á Syðri-Brekkum í Blöndu- hlíð. Það voru börn Her- manns, Steingrímur og Pálína, sem afhjúpuðu minnisvarðann, stuðlabergs- stöpul með lágmynd af Her- manni eftir Sigurjón Ólafs- son myndhöggvara. Komið hefur verið upp myndarlegum trjáreit að Syðri- Brekkum þar sem minnisvarð- inn stendur. Það em ffamsókn- arfélögin í Skagafirði og Fram- sóknarflokkurinn sem standa að framkvæmdinni. Við at- höfnina á laugardag fluttu ávörp: Stefán Guðmundsson alþingismaður, Halldór Ás- grimsson formaður Framsókn- arflokksins, Þráinn Valdimars- son fyrrverandi framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins og samstarfsmaður Hermanns og Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóri. Hluti Karlakórsins Heimis söng undir stjóm Stefáns Gísla- sonar. Hermann Jónasson fæddist að Syðri-Brekkum 26. desem- ber 1896. Steingrímur sonur hans minntist æsku og upp- vaxtarára Hermanns að Syðri- Brekkum, en sjálfur var Stein- Steingrímur Hermannsson afhjúpaði varðann ásamt Pálínu systur sinni og flutti síðan ávarp. grímur þar í sveit í sex sumur. Steingrímur minntist m.a. þess hvemig faðir hans vann fyrir fyrstu skólavist sinni með slætti í mýmnum og síðan hafi hann þurft að bera grasið upp á túnið til þerris. Og þegar hann fór til náms í Menntaskólann á Akur- eyri, þá var farið ríðandi upp á Öxnadalsheiði og þaðan gekk Hermann til Akureyrar. Stein- grímur kvað hollt að minnast þessa og bera það saman við aðstæður til menntunar nú á dögum. Talsverður mannfjöldi var viðstaddur athöfnina á Syðri- Brekkum, en um kvöldið héldu framsóknarmenn árlegt héraðs- mót sitt í Miðgarði og var þar fjölmennt að vanda. Tilefni þessa skeytis er nið- urlag greinar um skólamál í Feyki þann 23. júlí 1997, þar segir: “Fram hafði komið í máli tillöguflytjenda, Önnu Kristínar Gunnarsdóttur, Stefáns Loga Haraldssonar og Bjama Ragn- ars Brynjólfssonar að sýnt væri að skólanefndin væri ófær um að komast að niðurstöðu um ffamtíðarskipulagningu skóla- mála.” Ég óska eftir að leiðréttingu verði kornið á framfæri. Ég hef alls ekki haldið þessu fram! Til- gangur tillöguflutningsins var ekki að lýsa vantrausti á störf skólanefhdar, heldur að reyna að flýta ákvörðunum um fram- tíðarskipulagningu skólamála á Sauðárkróki. Tillagan var í samræmi við tillögur foreldra- ráða beggja skólanna og megin- tillögu Ingvars Sigurgeirssonar og Ólafs H. Jóhannssonar hjá Rannsóknarstofnun Kennara- háskóla fslands í skýrslu þeirra “Mat á starfi grunnskólanna á Sauðárkróki og tillögur um framtíðarskipan”. Einungis tvö atriði sem Ingvar og Ólafur nefna til stuðnings tillögu sinni skulu nefnd hér, en þau em: „Auðveldara verður að nýta skólahúsnæði með heildarhags- muninemenda íhuga. Þaðvar mat margra viðmælenda okkar að óæskileg togstreita hefði ver- ið milli skólanna. Sé það raun- in ætti sameining skólanna að geta eytt henni að mestu.” Með von um að leiðrétting- unni verði komið á framfæri, Bjarni R. Brynjólfsson.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.