Feykir


Feykir - 17.09.1997, Page 6

Feykir - 17.09.1997, Page 6
6 FEYKIR 31/1997 Vatnsdæla 125. Oft kom Hallfreður til Skegg-Ávalda og talaði við dóttur hans er Kolfinna hét. Þeirrar konu fékk Grís Sæmingsson en þó lék hið sama orð á með þeim Hallfreði sem segir í sögu hans. Og eitt sinn er hann kom út, því að hann var far- maður, en Grís var á þingi, þá kom Hallfreður þar sem Kolfinna var í seli og lá þar hjá henni. Og er Grís vissi þetta líkaði honum stórilla en Hallfreð- ur fór utan þegar samsumars. 126. Á leiðmóti í Vatnsdal var fjölmenni mik- 127. Hildur móðir Hermundar stóð í dyrum og mælti: „Hitt er nú Þorkell betra ráð að hlaupa eigi svo skjótt og var það í hug eitt sinn þá er við fúndumst að þú mundir eigi drepa son minn fyr- ir augum mér”. Þorkell svarar: „Nú er fleira í komið en þá vissum við von. Gakk nú út úr búð- inni því að þá muntu eigi sjá son þinn höggvinn fyrir augum þér ef þú gerir svo. Hildur skildi hvað hann mælti til hjálpar manninum og þótti bæði skjótt og skörulegt hans úrræði og tók síðan búnaðinn af höfði sér og bjó hann með en setúst á rúm hans að éigi gengu fleiri konur úr en von var. Teikning Pálmi Jónsson ið og tjölduðu menn búðir því að vera skyldi tveggja nátta leið. Þorkell átú búð mesta og fjöl- mennasta. Skegg-Ávaldi átti búð saman og Her- mundur son hans og er Galti Óttarsson var geng- inn erinda sinna mætti hann Hermundi. Minntist hann á sakir þær er Hallfreður hafði gert við þá og hljóp að Galta og drap hann og fór síðan í búð úl föður síns. Og er Þorkell spyr vígið spratt hann upp með sveit sína og vill hefna. 128. Þorkell bað þær skynda og þröngdist að þeim og mælti: „Sjáum hvað oss hæfir, að drepa eigi héraðsmenn vorra sjálfra og þingmenn, og sættast heldur”. Var þá leitað sátta milli þeirra og var svo til þuklað að hvorir tveggja undu vel við og gervar bætur svo miklar að þeir voru vel sæmdir er taka áttu. Leysti Þorkell svo þetta mál sér af hendi með drengskap og allir undu vel við. Öllum mál- um var til hans skotið um héraðið því að hann þótti mestrar náttúru í Vatnsdalskyni annar en Þorsteinn Ingimundarson. Revkjavikurmótið í Varmahlíð Öruggur sigur Tindastóls á KR Körfuboltinn er kominn á fullk Úrvalsdeildarlið Tinda- stóls liefur verið að Ieika í Reykjavíkurmótinu að und- anförnu og nú er einungis hálfur mánuður í það að úr- valsdeildin hefjist. Föstudag- inn 3. október fer fram fyrsti leikurinn í deildinni í full- búnu og glæsilegu íþrótta- húsi á Króknum, þegar Skallagrímsmenn úr Borgar- nesi koma í heimsókn. Nú hefur Síkið gamli heimavöll- ur Tindastóll breyst til muna og sjálfsagt verður eitthvað öðru vísi að fara þar á leiki en áður. Flestir heimaleikir Tindastóls í vetur verða á föstudagskvöldum. Tindastólsmenn gáfú stuðn- ingsmönnum sínum forsmekk- inn af því sem koma skal í vet- ur, með því að fá leikinn við KR í Reykjavíkurmóúnu norður og fór leikurinn fram í íþróttahús- inu í Varmahlíð sl. föstudags- kvöld, en þar hefur Tindasóll æft fyrir tímabilið. Það kostaði 130 þúsund krónur undir KR- ingana norður og þrátt iyrir ágæta aðsókn varð 50 þúsund króna tap á leiknum, en væntan- lega mun það vinnast upp með enn betri aðsókn að heimaleikj- um Tindastóls í stóm og glæsi- legu húsi í vetur. Skemmst er frá því að segja að leikur Tindastóls og KR var stórskemmúlegur og ljóst að Tindastólsmenn verða fima- sterkir í vetur. Nýju mennimir virðast smella mjög vel inn í liðið. Sverrir Þór lék t.d. mjög vel og verður gaman að sjá þennan snögga og sterka leik- mann með þeim Omari og Am- ari í vetur. Spánveijinn er mjög sterkur undir en hafði sig annars lítið í frammi. Torrey er jafn- skemmtilegur og áður og jafn- vel dugnaðurinn meiri en fyrr. Breiddin hjá Tindastóli er mjög mikil og telja verður talsverðar líkur á því að nú verði í íyrsta skipú í vetur spilað á öllum hópnum í leikjunum og greini- lega verður mikil barátta um sæti í hópnum. Tindastóll á nú stóran hóp mjög frambærilegra körfuboltamanna og efniviður- inn er svo sannarlega fyrir hendi. Leikurinn var mjög hraður og skemmúlegur strax frá fyrstu mínútu og baráttan mikil í fyrri hálfleiknum. Páll þjálfari skipti grimmt um menn í Tinda- stólsliðinu og ljóst að KR-ing- amir, sem hafa yfir minni breidd að ráða, mundu varla halda leikinn út á þessu tempói. Það kom líka í ljós snemma í seinni hálfleiknum þegar Tinda- stóll seig ffarn úr og sigraði ör- ugglega, 82:64. Torrey var súgahæstur í liðinu með 22 súg, Sverir Þór skoraði 18, en annars dreifðist skorið vel hjá liðinu. Tindastóll er búinn að leika ljóra leiki í Reykjavíkurmóúnu. Vann Stjömuna og Stúdenta stórt en tapaði með 2 stigum fyrir ÍR. Eftir er leikur við Val sem fram fer seinna í vikunni og eftir helgi er síðan á dagskrá úrslitakeppni fjögurra efstu liða á móúnu, og er næsta víst að Tindastóll verði eitt þeirra. Skagfirskir klerkar upphafsmenn töltsins Á stórmóú á Vindheima- melum fyrir nokkmm ámm minntist séra Hjálmar Jónsson þess f helgistund á sunnudags- morgni, að það væri skemmti- legt úl þess að vita að skagfirskir klerkar væm taldir upphafs- menn töltsins hér á landi. Vitn- aði Hjálmar í grein sem Jón Guðmundsson frá Eiríksstöðum í Svartárdal skrifaði fyrir allmörgum ámm um töltið og sögu þess í íslenskri hesta- mennsku. Þessi orð Hjálmars urðu til þess að ritstjóra Feykis lék forvitni á því að lesa þessa grein og varð sér úti um hana. Birtast hér á eftir kaflar úr þess- ari grein, en hún birtist í heild í Eiðfaxa fyrir mörgum ámm. Töltið hefur verið lang- vinsælasú gangur íslenska hests- ins nú um árabil og þessi hæfileiki hefur verið undirstaða þeirra vinsælda sem hann hefur hlotið erlendis undanfarin ár. I ljósi þessa er það næsta órúlegt hve saga tölts hér á landi nær skammt aftur í tírnann. Engar sögur fara af því að tölt hafi þekkst hér á landi fyrir miðja 19. öld. Um það leyú fóru þrír klerkar úr Skagafirði að leggja rækt við þennan gang. Þeirra nafhkenndastur var Jakop Benediktsson í Glaumbæ, sem nefndi ganginn yndisspor, sr. Ólafur Þorvaldsson í Viðvík nefndi hann hýmspor. Sam- kvæmt málvenju gætu þessi heiti bent til þess að þeir hafi lagt mesta rækt við hægt tölt. Um svipað leyú var ungl- ingspiltur vestur í Kollafjarð- amesi farinn að gera sér grein fyrir töltinu. Það var Jón Ás- geisson, síðar á Þingeymm, sem varð yfirburðarmaður í öllum greinum hestamennsku, svo að þjóðsögur mynduðust um per- sónu hans í lifanda lffi. Hann hafði mikil áhrif á alla sem kynntust reiðmannssnilld hans. Má telja líklegt að hann hafi fullkomnað þessa nýju grein hestamennskunnar. Síðar kynnt- ust þeir Jón og Jakop og er ekki að efa að þeir hafi borið saman bækur sínar og lært hvor af öðrum. Ég hef talsvert velt fyrir mér orsökum þess að menn fundu allt í einu nýja gangtegund í hestum sínum og helst komist að þeirri niðurstöðu, að það hafi verið vegna þess að um þetta leyti fóm hnakkar með nútíma lagi, svokallaðirenskirhnakkar, að flytjast til landsins. Gömlu hnakkamir vom ekki til þess fallnir að reiðmaðurinn kæmist í náið samband við hreyfingar hestsins. Þeir vom þungir og óþjálir og með dýnu eða þófa undir. Sé þessi skýring rétt, hefur þessi þróun orðið um allt land. En sennilega hefur hún orðið hraðari á Norðvesturlandi vegna áhrifa Jóns Ásgeirssonar og Jakops Benediktssonar. Því má bæta við, að íjórir fyrstu mennimir, sem lýstu tölú í rituðu máli, vom af þessu svæði, þeir Gunnar Ólafsson úr Skagafirði, Daníel Daníelsson og Theódór Ambjömsson úr Húnavatnssýslu og Finnur Jónsson úr Hrútafirði, Stranda megin. Heimildir um upphaf töltiðkunar verða að teljast nokkuð traustar, þar sem bækur Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp em, Horfnir góðhestar. Ásgeir var sonur Jóns á Þingeyrum er alinn upp í Skagafirði. Theódór Ambjömsson ritaði einnig nokkuð um Jón Ásgeirsson í Sagnir úr Húnaþingi. í fyrra bindi Horfmna góðhesta segir hann svo frá: „Faðir minn sagði svo frá að þegar hann var að alast upp í Kollafjarðamesi, hafi töltgangur í hestum verið óþekkt fyrirbrigði. Þeir hestar, sem hefðu haft mjúkan gang í hægri ferð, hefðu venjulega verið kallaðir apalgengir, eða að þeir lulluðu eða lyppuðu. Hann kvaðst þá hafa verið búinn að gera sér nokkum veginn fulla grein fyrir í töltinu og hvílíkir töfrar og unaður fylgdu því ásamt íjaðurmögnuðum fóta- burði. Áður en faðir minn kom í Húnavatnssýslu var tölúð þar óþekkt, en mýktargangur í hestum nefndur ýmsum nöfnum. Þá var þó töluvert af

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.