Feykir - 24.09.1997, Side 5
32/1997 FEYKIR 5
Á framabraut í Fjölbrautinni
Ingvar Leósson 17 ára Siglfirðingur, virkur í félagsmálunum í
Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Á hveiju hausti fer hópur
ungs fólks frá Siglufirði til
náms í framhaldsskólum víðs-
vegar um landið. Á Sauðár-
króki, í Fjölbrautaskóla Norð-
urlands vestra, verða 463 nem-
endur í vetur, þar af 62 frá
Siglufirði, 14 nýnemar. Þeirra á
meðal er Ingvar Leósson 17
ára. Hann er á öðm ári á málm-
iðnarbraut.
Siglfirðingar virkir í
félagsmálum
Það hefur lengi verið mál
manna að hvarvetna sem Sigl-
firðingar komi, hvort sem það er
í skóla, í fyrirtæki, í félög eða
annars staðar, líði ekki á löngu
uns þeir verði þar fremstir í
flokki og láti mikið að sér
kveða. Ingvar er enn eitt dæm-
ið þessu til sönnunar.
Strax frá því á fyrstu önn
hefur hann tekið þátt í félags-
málum skólans og er einn af
þremur Siglfirðingum í sjö
manna stjóm nemendafélagsins.
Hinir em Bjöm Sighvatsson rit-
ari stjómarinnar og Óli Öm
Gunnlaugsson gjaldkeri. Einnig
hefur Ingvar verið formaður í
vídeóklúbbnum sem hefur m.a.
gert kynningarmynd um skól-
ann á dönsku og ffönsku sem er
ætluð fyrir skiptinema, nokkrar
stuttmyndir, auk þess sem sýnd-
ar em bíómyndir vikulega. En
Ingvar lætur sér þetta ekki
nægja. Hann er lika útvarps-
stjóri.
Útvarp Rás Fás
Útvarpsstöðin RásFás sendir
út allan sólarhringinn og heyrist
til hennar um Krókinn og ná-
grenni. Efnið sem er mjög fjöl-
breytt, er að mestu unnið af
nemendum. Beinar útsendingar
em ffá bæjarstjómarfundum og
lýsingar frá íþróttaviðburðum
eins og körfubolta em á dag-
skránni svo eitthvað sé nefnt.
Starf útvarpsstjóra felst m.a. í
því að útvega öll leyfi og tilskil-
in gögn frá menntamálaráðu-
neyti og skólastjóra og hann
skipuleggur og stjómar dag-
skránni og er ábyrgður fyrir öllu
sem sent er út. Útvarpsstjóri sit-
ur líka í nemendaráði og vinnur
með skemmtanastjóra að undir-
búningi og skipulagningu
skemmtanalífsins innan skól-
ans. En hvemig komast menn í
svona feitt embætti? Er þetta
ekki pólitískur bitlingur eða
annar klíkuskapur?
Var sleiktur upp
„Nei langt því frá”, sagði
Ingvar.
„Fyrir þessu þurfti ég að
berjast með kjafti og klóm og
beita hinum ýmsu klækjum”.
Eftir harðvítuga kosningabaráttu
sem stóð í viku með fundum,
ræðum og öllu tilheyrandi, hlaut
hann næstum rússneska kosn-
ingu og fékk 92% atkvæða. Að-
spurður kvaðst Ingvar samt ekki
telja að ræður hans hefðu ráðið
úrslitum. ,,Ég útbýtti hátt á ann-
að hundrað sleikipinnum með
nafninu mínu á og það hreif’,
sagði Ingvar að lokum.
söb/Hellan.
Leikjatafla Tindastóls í
DHL - deildinni
Föstud. 3. okt. Tindastóll - Skallagrímur....kl. 20
Sunnud. 5. okt. Akranes -Tindastóll..........kl. 20
Föstud. 17. okt. Tindastóll - Njarðvík.......kl. 20
Sunnud. 19. okt. ÍR - Tindastóll.............kl. 16
Föstud. 31. okt. Tindastóll - Keflavík.......kl. 20
Fimmtud. 6. nóv. KR - Tindastóll.............kl. 20
Sunnud. 9. nóv. Tindastóll - ísaljörður.......kl. 20
Föstud. 21. nóv. Tindastóll - Haukar..........kl. 20
Sunnud. 7. des. Valur - Tindastóll............kl. 20
Föstud. 12. des. Tindastóll - Grindavík......kl. 20
Fimmtud. 18. des. Þór - Tindastóll...........kl. 20
Fimmtud. 8. jan. Skallagrímur-Tindastóll.....kl. 20
Föstud. 16. jan. Tindastóll - Akranes........kl. 20
Fimmtud. 22. jan. UMFN - Tindastóll...........kl. 20
Föstud. 30. jan. Tindastóll - ÍR..............kl. 20
Sunnud. 1. febr. Keflavík - Tindastóll........kl. 20
Föstud. 6. febr. Tindastóll - KR..............kl. 20
Sunnud. 8. febr. Ísaíjörður - Tindastóll......kl. 20
Fimmtud.19. febr. Haukar - Tindastóll.........kl. 20
Föstud. 6. mars Tindastóll - Valur............kl. 20
Sunnud. 8. mars Grindavík -Tindastóll.........kl. 20
Fimmtud. 12. mars Tindastóll - Þór............kl. 20
Lengjubikarinn
Föstud. 10. okt. Tindastóll - Skallagrímur....kl. 20
Sunnud. 12. okt. Skallagrímur - Tindastóll....kl. 20
Auglýsing í Feyki
ber árangur
heimílTs
DRNHINN
Þér standa allar dyr
lar í
ankanum!
BUNAÐARBANKI
ÍSLANDS
- traustur banki
Viðskiptavinum Búnaðarbankans stendur til
boða margþætl fjármálaþjðnusla og
ýmiskonar fræðsla sem lýtur að fjármálum
heimilanna. Nú bætist beintenging
Heimilisbankans við þá þjónustuþætti sem
fyrir eru í Búnaðarbankanum.
Fleiri aðgerðir og fallegra umhverfi
með Heimilisbankanum og Hómer.
Þeir sem vilja nýta sér Heimilisbanka
Búnaðarbankans geta sinnt öllum almennum
bankaviðskiplum hvemær sólarhringsins sem
er frá sinni eigin tölvu.
Viðskiptavinir Heimilisbankans fá að auki
fjármálahugbúnaðinn Hómer. Hómer er ein-
faldur og þægilegur Windows hugbúnaður
sérstaklega ætlaður fyrir heimilisbókhaldið.
Búnaðarbankinn er eini bankinn sem býður
slíkan fjármálahugbúnað en hann er
nauðsynlegur við að fullnýta þá möguleika
sem bjóðast með beintengingunni.
Það borgar sig að vera tengdur við traustan
banka því þar er hugsað fyrir öllu.