Feykir


Feykir - 24.09.1997, Side 6

Feykir - 24.09.1997, Side 6
6 FEYKIR 32/1997 Hagyrðingaþáttur 237 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Jón Gissurarson í Víðimýrarseli sem yrkir svo við lestur ljóðabókarinnar Andvökur eftir Stephan G. Stephans- son. Fögrum blundi fóma hér, fátt um það ég hirði. Andvökumar eru mér einnig mikils virði. Nokkrum dögum síðar varð til önn- ur vísa hjá Jóni. Ljóðafleyi legg til hlés, Ijúfur frá því segi. Andvökumar oft þó les enn á hverjum degi. Kristján Ámason á Skálá er höfund- ur að næstu vísum sem hann kallar sumarkvöld í Húnaþingi. Hafog landið geislargljá, gáttuð standa tröllin, er í bandi síga sjá sól í Strandafjöllin. Saman loða land og mar, lœtur roði kvöldsólar, sveipa goðin gömlu þar gullnum voðum Þingeyrar. Júlíus í Hítamesi mun hafa ort næstu vísu við jarðarför. Þegar mínirfærast fjœr frœndur, grannar, vinir. Meðan ég erferðafœr fylgi ég eins og hinir. Vetrarlegt hefur verið suma daga nú að undanfömu og vel við hæfi að rifja upp eftirfarandi vísu Þorbergs Þor- steinssonar. Hanga él um helkalt frón, hugann kvelur óttinn. Hjá mérfelurfolnað blóm fyrsta hélunóttin. Þá mun þessi ágæta vísa einnig vera eftir Þorberg. Dýrara en keypti síst ég sel, sumt því litlu nemur. Mig langar oft að lifa vel og lifa þá heldur skemur. Önnur vísa kemur hér í svipuðum dúr og mun höfundur hennar vera Bjöm Konráðsson á Fáskrúðsbakka. Eg heftapað auðnu tíð, aðrir hrapafrœgri. Móti gapir mœðan stríð mínu skapadœgri. Eyjólfur Jóhannsson í Hvammi yrk- ir svo. Bölsýni efbœgt er frá batnar lífsins vegur. Gott er að lifa góðum hjá glaður og skemmtilegur. Önnur vísa kemur hér eftir Eyjólf og mun hún vera ort á efh ámm hans. Skerðast tekur skemmtan fom, skiptir nú um bragi. Eg er kominn upp í hom út úr mannfélagi. Næst kemur vísa eftir Ásgrím Krist- insson frá Ásbrekku. Grípa mein hin grœnu tré, grefst hinn beini viður. Brákuð grein þó blaðrík sé brotnar seinast niður. Á efri ámm yrkir Ásgrímur svo. Er afglöpum æskunnar ekki nokkurfriður, afturgöngur ævinnar enginn kveður niður. Mörgum verður á að byggja upp full glæstar vonarhallir. Það er Ágúst Sigfússon sem yrkir svo. Svo má kalla svört var nótt, sorgin valla dvínar. Við þaðfalla vildufljótt vonarhallir mínar. Og áfram heldur Ágúst. Viskufjóla varð mín smá, vill mig ólán teyma. Menntaskóla síst ég sá sat við bólið heima. Ein hringhenda kemur hér enn eftir þennan snjalla hagyrðing og er hann þar að fjalla um ástartaflið. Tafl það leika tíðum knátt, tímans reika gæði. Gulls hjá eikum ástin þrátt er á veikum þræði. Gott er þá að heyra eina eftir Bjama Jónsson ffá Gröf. Endalaust ég alltaffinn annarra sálir grunnar. Eg er sjálfur manni minn miðja tilverunnar. Þá langar mig að vita hvort lesend- ur geta sagt mér hver yrkir svo. Burt frá heimsins harki og skríl héðan mænir sálin þreytt. Fái hún ekki far með bíl fer hún sjálfsagt ekki neitt. Bið ég lesendur enn að hugsa til þáttarins með efni og leita svo til Ágústar Vigfússonar með lokavísuna. Gæfa er að hafa létta lund, Ijúfur eðlisþáttur. Geta að lokum guðs áfund gengið alveg sáttur. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Skokk- og gönguhópurinn á Sauðárkróki Sumarið kvatt með hlaupi úr Varmahlíð Skokk- og gönguhópurinn að Varmahlíðarhlaupinu loknu. Skokk- og gönguhópurinn á Sauðárkróki endaði sumarið si. laugardag, en þeir áhuga- sömustu ætla þó að koma saman á laugardagsmorgnum í vetur til að skokka og ganga saman. Það er að verða árvisst að skokkarar á Króknum endi sumarið á því að hlaupa frá Varmahlíð til Sauðárkróks, um 25 kílómetra. Að vísu eru það ekki nema þeir „ofvirk- ustu” sem hlaupa alla þessa leið og hinir velja sér hlaupalengd við sitt hæfi. Að þessu sinni hlupu sex úr Varmahlíð, svipaður fjöldi fór frá Glaumbæ, en þaðan em 17 kíló- metrar og aðrir héldu svo frá Reynistað og lögðu að baki 12 kílómetra á Krókinn. Veður og aðstæður vom ákjósanlegar til skokks og göngu og hópurinn mjög vel á sig kominn þegar hann mætú af Sauðárkróksbraut- inni og endaði eins og ævinlega á því að slaka vel á í heitu pottun- um í sundlauginni. Þetta er annað sumarið sem skokk- og gönguhópurinn er starfræktur. Ámi Stefánsson íþróttakennari er aðalleiðbein- andi hópsins en það var Óskar Jónsson læknir sem kom að tali við Ama og reifaði þá hugmynd að mynda skokk- og gönguhóp. Þátttakendum í skokk- og gönguhópnum fer fjölgandi. Ríf- lega 50 manns byijaði í hópnum á liðnu vori en eins og við var að búast heltust nokkrir úr lestinni þegar leið á sumarið. Þeir sem ekkert hafa hreyft sig lengi geng- ur sumum hverjum erfiðlega að sætta sig við að það tekur sinn tíma og kostar þolinmæði að ná sér vel af stað. Mörgum reyndist síðan erfitt að byija aftur eftir sumarffíið. En samt sem áður má fastlega gera ráð fyrir því að enn fleiri bætist í hópinn næsta vor. Þeir em margir í skokk- og göngu- hópnum sem hafa bætt sinn per- sónulega árangur í sumar og em mjög ánægðir. Slíkt smitar alltaf eitthvað út ffá sér til vina og kunningja, enda er það ekki bara hreyfingin og hollustan sem fólk fær út úr því að ganga og skokka saman. Það er líka félagsskapur- inn. Revkiavíkurmótið í körfubolta Tindastóll ogKR leika til úrslita Tindastóll vann auðveldan sigur á Val í síðasta leik sínum í undankeppni Reykjavíkur- mótsins í körfubolta og komst í úrslitakeppnina þrátt fyrir að leikur liðins við KR í Varma- hlíð á dögunum væri dæmdur ógildur og úrsliún ómerk fyr- ir bæði lið. Mótanefnd taldi að hvorki Tindastólsmenn né KR-ingar hefðu haft heimild til að færa leikinn norður. Tindastóll lék í undanúr- slitunum gegn ÍR í fyrrakvöld og sigraði ömgglega 81:61, eftir að hafa mest náð 27 súga forskoti í leiknum. Páll Kol- beinsson þjálfari segir liðið hafa leikið mjög vel. Að öðr- um ólöstuðum hafi þeir Amar Kárason og Hinrik Gunnars- son leikið best. Tindastóll leikur til úrslita í Reykjavíkur- mótinu gegn KR í kvöld.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.