Feykir


Feykir - 24.09.1997, Blaðsíða 8

Feykir - 24.09.1997, Blaðsíða 8
24. september 1997,32. tölublað, 17. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill íþróttahúsið verður mjög glæsilegt eftir stækkunina. íþróttahúsið á Sauðárkróki Verður tekið í notkun um mánaðamótin Þessa dagana er allt á fullu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og iðnaðarmenn keppast við lokafrágang hússins. Páll Kolbeinsson íþóttafulltrúi segir að stefnt sé að því að húsið verði tekið í notkun um aðra helgi með fyrsta leik Tindastóls í úrvalsdeildinni, er Skallagrímsmenn frá Borgarnesi koma í heimsókn íöstudaginn 3. október. Áætlað er að íþróttakennsla skól- anna og almenn tímaútlciga í húsinu muni síðan hefjast mánudaginn 6. október og íþróttahúsið verði vígt form- lega um miðjan mánuðinn. íþróttahúsið er mjög glæsi- legt og verður vel búið tækjum áður en langt um líður. Iþrótta- salurinn er rúmlega handbolta- Umboð fyrir Flísabúðina við . Gullinbrú ' Traustar Flísar y Múrvið- ^ gerðarefni - flotgólf o.fl. völlur að stærð, en það er hins vegar körfúbolti sem mest verð- ur stundaður í húsinu ef að lík- um lætur. Salurinn rúmar þijá löglega körfuboltavelli og jafn- an verður því hægt að þrískipta salnum, þannig að notagildi íþróttahússins eftir stækkun er meira en helmingi meira en áður. Aðstaða íyrir áhorfendur að kappleikjum ntun einnig batna. Bætt verður við öðrum þremur sætabekkjum, en þær verða þó ekki komnar í húsið fyrr en í fyrsta lagi í nóvembermánuði. Áhorfendur verða því margir hveijir að láta sér nægja svalim- ar áfram, enda hafa sumir fasta- gestir sagt að þeir ætli að halda sínu stæði á svölunum þó svo stúkan stækki. Á bæjarstjómarfundi í síð- ustu viku kom það fram að sú stöðvun sem varð á ffam- kvæmdum vegna vörusýningar og afmælishátíðar á liðnu sumri hafi orðið til þess að seinka framkvæmdum svo að ekki tókst að taka íþróttahúsið í notk- un áður en skólaárið byijaði. íþróttakennsla skólanna hefur því að mestu þurft að fara fram utanhúss í september. Var það mjög bagalegt framan af mán- uðinum þegar kalsasamt var í veðri og íþróttaiðkun utanhúss ekki freistandi nema fyrir hörkutól. vamar Þ|B. _ 9 gjaldeyrí® Engin þóknun en við PHÁIBl þér bol eða svifdk Gangnamenn á Auðkúluheiði undir þrumugný orustuþotna Gangnamenn á Auðkúluheiði vissu vart hvaðan á þá stóð veðrið þegar orustuflugvélar birtust rétt yfir þeim í lágflugi sl. fimmtudag. Litlu munaði að illa færi þar eð hestar gagnamanna fældust við há- vaðann, köstuðu mönnum af sér og sumir slitu af sér reið- tygin. Jóhann Guðmundsson í Holti, oddviti og gangnafor- ingi segir að þetta hafi verið fjandans mikið dúndur, væg- ast sagt Atburðurinn gerðist um há- degisbil á fimmtudag og vom menn í leitum vestan Sand- kúlufells á Auðkúluheiði. Jó- hann í Holti segir í samtali við DV sl. laugardag að þama hafi legið við slysi þar sem hestam- ir hafi fælst gjörsamlega, t.d. flugu flugvélamar mjög nærri manni sem var uppi í Búrfjöll- um þar sem þær flugu mjög lágt yfir. Þá hefðu leitarmenn einnig verið með leitarflugvél yfir svæðinu sem ekki hefði verið mjög fjarri, þannig að ekki drægi það úr reiði manna yfir atburðinum. „Það er lágmark að þessir menn athugi áður hvenær menn em á þessu svæði við fjárleitir og önnur skyldustörf. Það ætti ekki að vera erfitt fyr- ir þá að komast að því að göng- ur og réttir em skipulagðar löngu fyrirffam og em nánast á sama tíma á hveiju ári”, segir Jóhann en omstuflugvélar frá vamarliðinu vom þama í lág- flugsæfmgum. Ásgeir Pálsson deildarstjóri hjá Flugmálastjóm segir erfitt að skipuleggja æfingamar án þess að einhveijir verði þeirra varir, en samþykkt æfinga- svæði til lágflugs em að hluta milli Hofsjökuls og Vatnajök- uls. „Hvenær er smalað, hvenær em hestatúrar eða hvenær þarf að ffiða fuglana og varpsvæðin? Það em svo mörg sjónarmið sem þurfa að koma inn í þetta og við höfum reynt að miða svæðið og tímana við það að taka sem flest til greina”, sagði Ásgeir. Fiskiðjan - Skagfírðingur Sauðárkróksbær orðinn áhrifalaus í stjórninni Það bar til tíðinda við stjóm- arkjör í Fiskiðjunni Skagfirð- ingi sl. fimmtudag að Knútur Aadnegaard, sem verið hefur fulltrúi Sauðárkróksbæjar í stjóminni mörg undanfarin ár, var nú tilnefndur í stjómina af meirihlutaeigendum, Fiskiðj- unni Skagfirðingi sem á 55,88% hlutafjár. Knútur er einnig hluthafi í FISK, var einn af eigendum Skjaldar. Þetta þýðir að Sauðárkróks- Útgerðarfélagið sáluga var stofnað, 1967, ekki fulltrúa í stjóm útgerðar og fiskvinnslu í bænum. Knútur tilkynnti for- seta bæjarstjómar það í mars- mánuði sl. að hann hygðist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu fyrir bæinn í stjóm FISK og áréttaði þá afstöðu sína nokkmm dögum fyrir aðal- fundinn. Þessa ákvörðun Knúts má rekja til óánægju hans með framvindu einstakra mála innan bæjarkerfisins á liðnum vetri. bær á nú í fyrsta skipti frá því „Kerlingabani“ í Meleyri Nýlokið er við að koma fyr- ir svokölluðum „kerlingar- bana” í rækjuvinnslu Meleyrar á Hvammstanga. Byijað var að prufúkeyra vinnsluna með nýja búnaðinum á mánudag eftir að vinnsla hafði legið niðri í tvær vikur vegna breytinganna. Meleyri er með síðustu rækjuverksmiðjunum sem tek- ur inn „kerlingarbanann” sem er hreinsunarvél, kastar hratinu af rækjunni og sparast við það þónokkuð mörg störf. Guð- mundur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri segir að reynt verði að koma í veg iyrir fækk- un starfsfólks með því að koma á vaktavinnu og auka afköst verksmiðjunnar. Aðspurður sagði hann að ekki væri búið að bæta við bátum í viðskipti vegna þessa, en farið yrði að huga að því. Gæðaframköllun BOKABUÐ GÆÐAFRAMKÖLLUN BRYNcJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.