Feykir


Feykir - 10.12.1997, Page 6

Feykir - 10.12.1997, Page 6
6 FEYKIR 43/1997 Skagfirsk skemmtiljóð Þeir eru fáir staðir landsins þar sem gróska í vísnagerð hefur verið meiri á undanfömum árum en í Skagafirði. Það var því ekki að ófyrirsynju sem Jón Hjaltason bókaútgefandi á Akureyri hafði samband við Bjama Stefán Konráðsson frá Frostastöðum og bað hann að safna í bók skemmtilegum vísum eftir skagfirska hagyrð- inga. Sjálfur er Bjami og ætt- menn hans miklir hagyrðingar og því um auðugan garð að gresja, en í bókinni Skagfirsk skemmtiljóð er sýnishom að kveðskap 35 skagfirskra hag- yrðinga. „Tilgangurinn með því að gefa þessa bók út er þríþættur. I fyrsta lagi sá að viðhalda fomri hefð sem er vísna- og ljóðagerð og hefur góðu heilli náð að lífa góðu lífi í Skaga- firði um tíðina. I öðm lagi er tilgangurinn sá að safna saman á einn stað kveðskap Skagfirð- inga og halda honum til haga svo að hann glatist síður. Síðast en ekki síst er bókinni ætlað að skemmta lesendum með smellnum vísum og ljóðum og hver veit nema áhugi á yrking- um örfist í kjölfarið”, segir m.a. í inngangi bókarinnar. Svo gripið sé niður í bók- ina, má fyrst nefna vísu eftir Kristbjörgu S. Bjamadóttur í Litlu-Brekku í Hofshreppi. Og þá verður fyrir valinu vísa sem hún gerði í tilefni gjaldkera- starfs hjá orlofssjóði skag- firskra húsmæðra. Með veskiðflakka út og inn, ei má tapast gróðinn. Egfer að verða, Jesús minn, Júdas lík með sjóðinn. Og Axel Þorsteinsson mað- ur Kristbjargar orti á ferð um Eyjafjörð. Hér er sjaldan veður vont víða komið undir slátt. Skyldi það vera skagfirskt mont er skýlirfyrir vestanátt. Bjami Stefán yrkir um Gunnar Sæmundsson í Hrúta- tungu á Búnaðarþingi, þar sem menn létu dæluna ganga. Upp ípontu er ekki spar á orðin stóru og þungu. Lœtur móðan mása þar og mcelir á hrútatungu. Og Gísli Rúnar bróðir Bjama skýtur á sitt fólk á ætt- armóti. Kynjagripi œttin hefur alið og ekki gott við þvílíku að gera. En frændur sína fœr víst eng- inn valið þó fjarskyldari sumir mœttu vera. Hjálmar Jónsson alþingis- maður var beðinn að lýsa ástandi manna daginn eftir Laufskálarétt. Eftir skyssur, arg og nauð, ekki viss að tjá sig. Búinn að missa Brún og Rauð, búinn að pissa á sig. Jóni Eiríkssyni Drangeyjar- jarli verður að orði efdr að hafa hlustað á ræðumann. Akaft sinnt’ann orðastriti, allt hans bull úr hófi keyrði. Ekki sagð’ann orð að viti eftir því sem best ég heyrði. A vísnakvöldi var Pálmi Runólfsson frá Hjarðarhaga spurður hvort hann teldi eitt- hvað hæft í þeim orðrómi að skagfirskur bændur mætu góð- hest sinn jafnvel meira en konu sína. Þetta er ekki þöifað kanna, í þraut og gleði er konan best. Þvílík spuming, elsku Anna, enginn jafnar þér við hest. Sigmundur Jónsson bóndi á Vestari - Hóli er einbúi á vetuma. Hann var með mann í vinnu og þurfti að sinna skepnum á sama tíma og hann þurfti að sjóða hádegismatinn. Til útiverka er ég kvaddur. I eldhúsinu bíða störf. Nú er ég í nauðum staddur, nú er ég í kvenmannsþörf. Um landabrugg á Skaga orti Sigurður Hansen. Fregn í eyrum fann sér stað fjörinu til baga. Svona drykkir sagt er að sjáist ekki á Skaga. Bæjarhúsin á bókinni Skagfirsk skemmtiljóð Á innsíðu í hinni skemmti- legu bók, Skagfirskum skemmtiljóðum, stendur eftirfar- andi skrifað: „Forsíðumyndin er af hinu svipmikla fjalli Skagfirð- inga Glóðafeyki, en við rætur þess er bærinn Flugumýri. Ljós- myndina tók Stefán Pedersen, myndasmiður á Sauðárkróki”. Nú er það svo að á umræddri ljósmynd gefur að líta bæjarhús. Undirritaður þóttist þó vita að þar væri ekki um Flugumýri að ræða en ekki þekkti hann bæinn. Líkt og Pétur postuli forðum greip hann til óyndisúrræðis, þóttist vera fyndinn og samdi moð- velgjulegan skýringarstexta sem ekki átti að taka af skarið um nafn bæjarins á myndinni. Fyrir þetta á ég allt slæmt skilið. Heiðursmaðurinn Bjami Stefán Konráðsson sem safnaði vísum í bókina og hinn ágæti ljósmyndari Stefán Pedersen hafa þó hvorugir nefnt þessa aulafyndni við mig en auðvitað hljóta lesendur að tengja hana við þá. Einnig má gera ráð fyrir því að Þröstur Tómasson og fleiri, sem hafa taugar til Þor- móðsholts (en það er bærinn á myndinni) vilja gjaman að hér séu tekin af öll tvímæli. Þetta vil ég gera hér með. Eg sá um þenn- an skýringartexta einn og óstudd- ur. Aulafyndnin er mín. Hvorki Bjami né Stefán fengu hana aug- um litið fyrr en bókin kom út. Eg vil biðja þá og aðra sem hlut eiga að máli afsökunar. Ég lofa bót og betmn í þeirri fullvissu að eyfirskur aulaháttur megnar ekki að slæva skagfirska snilld. Vil ég svo slá botninn í þetta hjá mér með þessari vísu úr Skagfirskum skemmtiljóðum, eftir Bjama Stefán, en niðurstaða hans skal verða mér leiðarljós í framtíðinni. Bœndur grœða býsnin á berjamó og vatnakrafti, meira þó á mýrarflá en mest á að haida kjafti. Með þökk fýrir birtinguna F.h. Bókaútgáfunnar Hóla Jón H jaltason. Efri röð frá vinstri: Hjörtur og Sigþór Gunnarssynir og Edda Borg og Halla Mjöll Stefándsdætur. Sitjandi Pála Rún og Stefanía Osk Pálsdætur. Fimm tvíburar í for- skólabekk á Króknum Á árinu 1991 fæddust femir tvíburar á Sauðárkróki. Þeir fylgdust að í leikskólanum Fumkoti á Sauðárkróki og gera það einnig í Bamaskólanum, bytjuðu í haust í forskóladeildinni, en eru að vísu ekki í sömu bekkjardeildum, en þær em þijár í for- skóladeildinni. Auk tvíburanna átta sem hér birtast myndir af em í forskóladeildinni tvíburasystkinin Steinunn og Sveinn Orri Guðmundsböm. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið svo margir tvíburar í sama bekk í Bamaskóla Sauðárkróks og væntan- lega em fá dæmi þiess ef nokkur í bæjum að svipaðri stærð. Elísa Ósk og Pálína Ósk Ómarsdætur. Tindastólsmenn á sigurbraut Tindastólsmenn unnu góðan sigur á Val á Hlíðarenda á sunnudagskvöldið og eru nú komnir á annað sæti deildarinnar, með 14 stig eins og Haukar. Tindastóll getur skotist upp í efsta sætið við hlið Grindvíkinga með því að leggja Suðurnesjaliðið að velli þegar það kemur í heimsókn á Krókinn nk. föstu- dagskvöld. Tindastóll hefur aldrei átt jafn- góðu gengi að fagna og í vetur, enda er þetta besta lið sem Sauðárkrókur hefur nokkru sinni teflt fram. Það var frábær hittni og góður vamarleikur Tindastólsmanna sem lagði gmnninn að góðum sigri þeirra. Þeir vom með 12 súga fomstu í hálf- leik, 43:31 og bættu síðan við í seinni háfleikn- um. Lokatölur urðu 85:64. Það var liðsheildin sem var aðall Tindastóls í leiknum, þótt Torrey John færi fremstur í flokki og skoraði 22 stig. Sverrir Þór Sverrisson gerði 12, Joes Maria 11, Láms Dagur Pálsson 10, Am- ar Kárason 8, Ómar Sigmarsson 8, Hinrik Gunn- arsson 5, Skarphéðinn Ingason 4, Óli Barðdal 3 og Isak Einarsson 3. Hjá Val var Warren Peebles stigahæstur með 16 stig og Guðmundur Bjöms- son kom næstur með 15.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.