Feykir


Feykir - 10.06.1998, Blaðsíða 6

Feykir - 10.06.1998, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 22/1998 Hagyrðingaþáttur 254 Heilir og sælir lesendur góðir. Gera þarf leiðréttingu á einni af vís- urn Áma J. Haraldssonar úr síðasta þætti. Hún vill bœta okkar hag hana margar lofar. Sólina ég sá í dag svífa fjöllum ofar. í 223. þættinum lýsti ég eftir höf- undi að kviðlingi sem fjallaði um veð- urspá. Hafa mér nú borist þær upplýs- ingar að erindi þetta muni vera eftir Kristján Benediktsson málara á Akur- eyri. Þar sem talsvert vantaði á að rétt væri með farið birtist það hér nú eins og mér er sagt að rétt sé. Veðurspáin er viskurík vindganginn þarfað mæla. Margur er sveittur í Meistaravík á Majorku þokubrœla. Mun nú í megindráttum minnkandi lœgðasœgur. Vtndur er aföllum áttum ýmist hvass eða hœgur. Sjáist hér sólarglœta sé ekki rigningarlurkur og komi ekki vellandi vœta verður ágœtur þurrkur. Þegar sagt var frá í fréttum för páfans til Kúbu orti Rúar Kristjánsson á Skagaströnd svo. Vtð áróðurs síbylgjusúpu menn sitja í forœði djúpu í vostúni og vola og vilja ekki þola að Kastró sé Itöfitð Kúbu. Einhverju sinni er Rúnar sendi vini sínum bréf, lauk hann því með þessari vísu. Meðan andinn finnurfrið fjörs ei strandar lína vil ég blanda blóði við bestu landa mína. í sambandi við kosningar yrkir Rúnar. Þegar höfúðhrókamir hart á spjótum berast koppagötu krókamir kostulegir gerast. Næsta vísa Rúnars þarf ekki skýr- ingar við. Margir töldu að leiðin Ijósa lœgi eftir rauðu teppi. Vtldit heldur Krókinn kjósa en keldumar íAkrahreppi. í orðastað Bjöms Egilssonar frá Sveinsstöðum yrkir Rúnar næstu vísu. Glœsturfaðmur góðra sveita gafmér löngum aukinn þrótt. Nú hotft ég til hinstu leita hugsa og segi: „Góða nótt”. Það mun hafa verið Ólafur Sigfús- son frá Forsæludal sem orðaði hugsun sína einhverju sinni á eftirfarandi hátt. Þögninni sagði ég sigur minn og tap sjaldan áfjöldinn hlutdeild í mínu geði. Hláturinn glaður hressir oft mitt skap en hávaðalaus var öll mín dýpsta gleði. Næst kemur vísa sem mun vera eft- ir Kristínu Guðmundsdóttur. Fýsir eflaustfleiri en mig fara á braut án tafar. Hlakka til að hitta þig hinum megin grafai: Þar sem margir sauðfjárbændur hafa dvalið talsvert í fjárhúsum sínum nú undanfarið er tilvalið að rifja næst upp vísu eftir Georg Jón Jónsson á Kjörseyri. Okkar leið er vörðuð von um að víkja burtfrá sindonum. Mennfrelsast helst ífjárhúsonum friður sé með kindonum. Þá held ég rétt með farið að Sveinn Bjömsson Hvammi í Dölum sé höf- undur næstu vísu. Auðstétt brítur ofanfrá allt að neðsta grunni. Þessi verður endir á einka vœðingunni. Gaman væri að heyra frá lesendum ef þeir gætu upplýst hver yrkir svo. Aldrei á strik sér andinn náði ótuktarlega brást liann mér. Holdið er þó með réttu ráði og reiðubúið til hvers sem er. Það mun hafa verið hinn snjalli Páll Ólafsson sem einhveiju sinni gerði eft- irfarandi játningu. Veldur gesta gangur því að geri ég sjaldan stökur. Kvennafar ogfHlerí ferðalög og vökur. Einhveiju sinni er Dagbjartur á Refsstöðum hafði verið við messu var hann spurður um hvað klerkur hefði helst getið um í ræðu sinni. Eitthvað vafðist fyrir kirkjugestinum að svala forvitni þess sem spurði og tók þann kostinn að gefa þar á eftirfarandi skýr- ingu. Kirkju þuldi klerkur í kenning drottins milda. Reyndar man ég minnst af/m' og má það einu gilda. Þá er komið að lokavísunni sem er eftir Sigtrygg Símonarson. Mun nokk- uð ljóst að þegar hún var gerð hafi hann gert sér fulla grein fyrir þeirri staðreynd að endalokin væm á næsta leyti. Ellin margt til ama ber orðinfrjósa á vörum. Limir stirðna, lífið er líklega áforum. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Héraðsnefnd íiindar í síðasta sinn Héraðsráð og framkvæmdastjóri héraðsnefndar. Efri róð frá vinstri: Valgeir Bjarnason, Árni Bjarnason, Magnús Sigur- jónsson og Bjöm Sigurbjörnsson. Fremri röð: Ek'n Sigurð- ardóttir, Steinunn Hjartardóttir og Herdís Sæmundardóttir. Skólaslit Bamaskóla Sauðárkróks vodð 1998 Héraðsnefnd Skagfirðinga kom saman til síðasta fundar þann 27. maí sl. Fyrr um daginn hafði héraðsráð sömuleiðis fundað í síðasta sinn, því þann 6. júní var hér- aðsnefndin lögð niður. Þar með lauk ákveðnum katla í stjórnskipulagi Skagafjarð- ar, kafla sem stóð í 10 ár og að öllum líkindum leiddi til þeirrar víðtæku sameiningar sveitarfélaga sem nú er orðin staðreynd. Að loknum síðasta fundi komu héraðsnefndarmenn ásamt mökum saman til kvöld- verðar að Hótel Varmahlíð. Þar var samstarfíð í héraðsnefnd- inni í gegnum tíðina að nokkm leyti gert upp og farið yfir minnisstæðustu atriðin úr starf- inu. Það var samdóma skoðun þeirra sem röktu starf nefndar- innar að í upphafi hafi gætt tals- verðrar tortryggni milli fulltrúa þéttbýlisins annars vegar og dreifbýlisins hins vegar, en fljótlega þegar fólk fór að kynn- ast og vinna saman hafi þessi tortryggni horfið og samvinna í nefndinni verið með ágætum. Sveitarstjómarmenn hafi falið nefndinni umsjá margra mála- flokka og því hafi samvinnan orðið víðtækari en víða annars staðar. Sameining sveitarfélaga hafi því verið rökrétt framhald af þeirri miklu og víðtæku sam- vinnu sem verið hefur undan- farin ár. Af síðasta fundi héraðs- nefndar er það hins vegar að segja að þar vom einkum þrjú mál til umfjöllunar. Síðari um- ræða var um ársreikning nefnd- arinnar árið 1997. Sömuleiðis var síðari umræða um nýja fjall- skilareglugerð fýrir Skagafjörð og smávægilegar breytingar gerðar frá fyrri umræðu. Þá var kynntur og samþykktur starfs- lokasamningur við fram- kvæmdastjóra héraðsnefndar- innar, Magnús Sigurjónsson. Ennfremur vom kynntar fund- argerðir nefnda m.a. áætlun um framkvæmdir við safnvegi í héraðinu á þessu ári. Ö.Þ. Þann 29. maí sl. var Bama- skóla Sauðárkróks slitið. Und- irrituð var á skólaslitum ásamt dætrum sínum sem vom að taka á móti prófskírteinum. Bjöm Bjömsson skólastjóri kvaddi nemendur sína og veitti þeim viðurkenningar fyrir hönd skólans. Bjöm var að kveðja eftir 26 ára farsælt starf sem skólastjóri Bamaskólans. Bamaskólinn og Gagnfræða- skólinn hafa verið sameinaðir í eina stofnun og nýr skólastjóri ráðinn í stað þeirra tveggja sem áður vom. Þessa sögu þekkja allir og ekki ástæða til að rekja hana frekar hér. Það sem vakti athygli mína á skólaslitunum var að enginn fulltrúi úr bæjarstjóm, enginn fulltrúia úr skólanefnd, né frá foreldrafélagi Bamaskólans sá ástæðu til að koma og kveðja Bjöm sem nú var að hætta sem skólastjóri og slíta „Bamaskól- anum” í síðasta sinn. Engan sá ég heldur frá fréttablaðinu Feyki. Fannst þeim sem fóm með skólamálin ekki ástæða til að kveðja skólastjórann? Kom kannski aldrei til tals að gera það við skólaslitin? Á hveijum degi má sjá í Morgunblaðinu myndir frá út- skriftum úr skólum landsins. Fulltrúar frá félögum koma og færa nemendum gjafir og jafn- vel skólanefndir em nefndar til sögunnar. Er ekki kominn tími til að fulltrúar þeirra sem með skólamál fara hjá sveitarfélag- inu sýni nemendum, kennur- um og foreldmm í verki að menn vilji hag skólanna sem mestan. Sýni skólastarfmu á- huga til dæmis með þvf að mæta í skólana á vorin og gleðjast með nemendum þegar þeir kveðja skólann sinn og halda út í vorið? Eg vona að ný sveitarstjóm í Skagafirði skoði þessi mál því það er áríðandi að nemendur grunnskólanna finni að nám í gmnnskóla er al- vara og að eftir því er tekið úti í samfélaginu. Bestu sumarkveðjur. Bryndís Þráinsdóttir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.