Feykir


Feykir - 10.06.1998, Blaðsíða 1

Feykir - 10.06.1998, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Góð þátttaka var í hátíðahöldunuin á sjómannadaginn, en hann var að venju haldinn hátíð- legur í öllum sjávarplássum kjördæmisins. Myndin er frá hátíðahöldunum á Sauðárkróki. Rekstur KVH í jafhvægi í fymi Fiskiðjan Skagfirðingiir hf Afkoman batnað stórlega á þessu ári Rekstraruppgjör Fiskiðjunn- ar Skagfnðings hf. fyrstu átta mánuði rekstrarársins, það er frá september sl. til apríl á þessu ári, liggur nú fyrir. Rekstrar- hagnaður tímabilsins er rúm 61 milljón króna, en þar af er sölu- hagnaður 5,6 milljónir. Að sögn Jóns E. Friðriks- sonar íiramkvæmdastjóra FISK hefur mesti umsnúningurinn orðið í landvinnslunni, útgerð- arþátturinn er í svipuðu horfi og áður. Jón segir að aukin áhersla hafi verið lögð á frystinguna að undanfömu og einhver aukning orðið á tjölda starfsfólks, en tæplega 50 manns starfar í vinnslunni í dag. Aðspurður sagði Jón að engin áform væru uppi í dag að ijölga frystiskip- um hjá félaginu, en sá mögu- leiki var skoðaður á tímabili. „Bilið milli landvinnslu og sjófrystingar hefur verið að minnka og meðan ég sé land- vinnsluna og ísfiskeríið skila því sem það er að gera ídag, sé ég ekki þörf breytinga", segir Jón Friðriksson. Fjárfestingar FTSK á tímabil- inu nema rúmlega 200 milljón- um, mestmegnis vegna kaupa á veiðiheimildum. Veiðar og vinnsla í maí gengu mjög vel og vom tekjur skipanna í þeini mánuði rúmlega 200 milljónir, þar af 150 milljónir vegna veiða á úthafskarfa. Sveitarstjóm Skagafjarðar Hátíðarfimdur í Gilsstofii á morgun Hagnaður varð af rekstri Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga á síðasta ári upp á 40,827 milljónir eftir skatta. Hagnaðurinn er tilkom- inn vegna söluhagnaðar eigna upp á 60,370 milljónir, slátur og frystihúss til Norðvesturbanda- lagsins. Ef ekki er tekið er tillit til söluhagnaðar var rekstarút- konta í kringum núllið í fyrra, að sögn Gunnars V. Sigurðsson- ar kaupfélagsstjóra. Að sögn kaupfélagsstjóra var útkoman í fyrra heldur lak- ari en árið á undan og veldur þar einkum versnandi afkoma verlunarinnar, en á síðasta ári skilaði hún einungis 10,5 ntillj- ónum upp í sameiginlegan kostnað í stað 20 milljóna árið áður. Gunnar V. Sigurðsson seg- ir skýringuna á þessu einkum vera þá miklu samkeppni sem ríki í versluninni. Kappkostað sé að halda vömverðinu sem lægstu á sama tíma og tilkostn- aðurinn aukist. Þá var verri út- koma á fjármagnslið rekstrar- reiknings en áður, en þar hefur kaupfélagið venjulegast verið með vaxtatekjur. Nú vom vaxtagjöldin 2,1 milljón króna hærri. Kaupfélag Vestur-Húnvetn- inga á Hvammstanga keypti á síðasta ári þau 20% sent Kaup- félag Hrútfirðinga áttí í mjólkur- samlaginu á Hvammstanga og er það nú algjörlega í eigu KVH. Starfsmenn KVH vora um síðustu áramót 46 í 38 stöðugildum og er þar mjólkur- samlagið meðtalið. Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjómar í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði verð- ur haldinn í Gilsstofu við Glaumbæ á morgun, fimmtu- daginn 11. júní, og hefst kl. 14,00. Á dagskrá em kosningar í helstu störf sveitarstjómar- innar og ennig verður nafti hins nýja sveitarfélags ákveðið á fundinum, en það mun vera löngu ákveðið, nafnið Skaga- ljörður. Ákveðið var að hafa fyrsta fund nýrrar sveitarstjómar með nokkmm hátíðarblæ og halda hann í Gilsstofu þar sem íyrsti fundur sýslunefndar Skagfirð- inga var haldinn árið 1874. Hús þetta hefur farið víða, eins og fram kom í grein í síðasta blaði Feykis, og var meðal annars lengi notað sem stjóm- sýsluhús Skagfirðinga, en á síðasta ári lét héraðsnefnd Skagfirðinga endurbyggja það í Byggðasafninu í Glaumbæ. Vegna þessa þótti nýrri sveit- arstjóm við hæfi að hefja störf sín í þessu sögufræga húsi. Mokveiði í Blöndu Mokveiði hefur verið í Blöndu ffáþví veiði hófst í ánni 5. júní sl. Um hádegisbil á mánudag vom komnir 65 laxar úr ánni. Þetta er besta byrjun veiðitímabils í Blöndu í manna minnurn. Veiðin byij- aði reyndar einnig mjög vel í fyrra en samt ekki eins vel og nú. Áin er mjög tær um þessar mundir, enda em leysingar efra með minnsta móti eftir snjóléttan vetur. Aðra sögu er að segja af veiði í Laxá á Ásum. I gær hafði ekki neinn fiskur komið upp úr ánni ffá því byijað var 1. júní, en Jóhanna Kristjánsdóttir veiðivörður segist engar áhyggjur hafa af þessu. „Veiði hefur oft verið mjög dræm til að byija með og t.d. komu ekki nema þrír fiskar úr ánni fyrstu dagana í fyrra. Það er oft sem byijar ekkert að veiðast fyrr en 10.-12. og þannig verður það sjálfsagt núna”, sagði Jóhanna. CX5 —KTeN£Íf! chjDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 O • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA o • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA 0) • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA jm bílaverkstæði Simi: 453 5141 Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 ^Bílaviðgerðir & Hjólbarðaviðgerðir & fíéttingar Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.