Feykir


Feykir - 10.06.1998, Blaðsíða 3

Feykir - 10.06.1998, Blaðsíða 3
22/1998 FEYKIR 3 Stjórn Prestafélags Hólastiftis ásamt heiðursgestum og fyrrverandi og núverandi sóknar- prestum Sauðárkróks við húsið sem prestafélagið var stofnaði í á sínum tíma, en þá bjó þar sr. Árni Björnsson. Húsið er Lindargata 9. Fyrsti fundurinn í Húnaþingi í dag „Skrifstofa Húnaþings góð- an daginn” segir símastúlkan á hreppsskrifstofunni á Hvamms- tanga, en hins vegar var í aug- lýsingu um starf sveitarstjóra talað um sveitarstjóra í Vestur- Húnavatnssýslu. Vestur-Hún- vetningar virðast því ætla að halda að sér höndum í fyrstu með notkun nafns á nýju sveit- arfélagi, Húnaþingi. I dag, miðvikudag, verður fyrsti fundur sveitarstjómar í nýju sameinuðu sveitarfélagi í Vestur-Húnavatnssýslu. Gengið hefur verið ffá verkaskiptingu í stærstu embætti eins og getið var í síðasta Feyki. Sfðasti fundur fráfarandi hreppsnefndar á Hvammstanga var haldinn sl. laugardag. Að sögn Guðmundar Guðmunds- sonar sveitarstjóra var um venjulegan afgreiðslufund að ræða, en jafnframt kveðjufund sveitarstjómaiinnar. Sameining sveitarfélaganna tók gildi í V.- Hún. sem og á fleiri svæðum þennan dag, 6. júní. Prestafélag Hóla- stiftis hins forna 100 ára Sl. mánudag 8. júní voru 100 ár liðin frá stofnun elsta prestafélags á íslandi. Það var stofnað á Sauðárkróki í húsi sr. Árna Björnssonar sóknarprests. Af því tilefni kom stjóm félagsins saman á Sauðárkróki, í safnaðar- hcimili Sauðárkrókskirkju til háh'ðarfundar. Helsta cfni fundarins var að heiðra fyrr- um formenn félagsins og biskupa, þá sr. Pétur Sigur- geirsson, sr. Sigurð Guð- mundsson og sr. Bolla Þ. Gústavsson. Annað helsta efni fundarins var að ákveða annað sem gert verður til hátíðarbrigða á aldar- afmælinu. Ætlunin er að njóta hátíðarinnar allt afmælisárið, að sögn sr. Kristjáns Bjöms- sonar sóknarprests á Hvamms- tanga sem er nýkjörinn for- maður félagsins. Afmælisár endar með útgáfu á Tíðindum Prestafélags hins foma Hólastiftis, sem er tímarit fé- lagsins. Það kom fyrst út árið 1899 og hafa aðeins fáein hefti komið út síðan af þessu elsta tímariti presta á íslandi, sem enn kemur út. Markmið prestanna sem stofnuðu félagið var „að glæða sannan kristnidóm og áhuga í kristnidómsmálum og kirkju- legri starfsemi” eins og segir enn í lögum félagsins frá 1898. Meðal helstu hvatamanna og stofnenda má nefna fyrstu for- menn félagsins, þá sr. Hjörleif Einarsson Undirfelli og sr. Zophanías Halldórsson Viðvík, auk sr. Bjöms Jónssonar Miklabæ. Eftir að embætti vígslubiskupanna var stofnað vom þeir yfirleitt sjálfkjömir formenn, enda var það draum- ur prestanna að Hólastóll yrði endurreistur. Þessir formenn vom sr. Geir Sæmundsson, sr. Hálfdán Gíslason, sr. Friðrik J. Rafnar og sr. Sigurður Stefáns- son, auk þeirra sem nefndir vom áður og síðar kontu. Vorið er komið þegar veiðimennimir taka stangir sínar og fara að renna fyrir fisk í Vesturósnum, segja sumir á Krókn- um. Það er vitaskuld langt síðan að Valli Björns og margir fleiri fóm að sjást niður við Osinn, og Birgir Friðriksson (Malla skó) er jafnan einn af þeim fengsælustu við Osinn. Hér er hann bara með hluta af aflanum sem hann hafði fengið dag einn sem ljósmyndari Feykis átti leið um Osinn. föstudaginn 12. júní 20% afsláttur af herrafatnaði Diego verður á staðnum og veitir faglega ráðgjöf! Tilboð Dömublússur 1.990 kr.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.