Feykir


Feykir - 10.06.1998, Blaðsíða 2

Feykir - 10.06.1998, Blaðsíða 2
2FEYKIR 22/1998 Samstarf framhaldsskól- anna á Norðurlandi Sl. föstudag var undirritaður í húsnæði Menntaskólans á Akur- eyri að viðstöddum fulltrúa menntamálaráðuneytisins, sam- starfssamningur framhaldsskól- Stuðull Tölvubúnaður Borgarmýri 1, sími 453 6676 Viðgerðarþjónusta á sjónvörpum, myndbandstækjum, tölvum, prenturum ogöðrum rafeindatækjum. Verð kr. 16.900 Úrval af nýjum leikjum Nokia 3110 Frábær GSM sími Þyngd: 187 gr. Rafhlaða: 95 klst. bið, 2,45 klst. tal. Kr. 19.900 anna fimm á Norðurlandi: Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Framhalds- skólans á Húsavík, Framhalds- skólans á Laugum, Menntaskól- ans á Akureyri og Verkmennta- skólans á Akureyri. Markmið samningins er m.a. að bjóða nemendum á Norður- landi eins tjölbreytt nám á fram- haldsskólastigi og kostur er svo unnt sé að tryggja þeim sem bestan undirbúning undir frekara nám og störf. Einnig að draga úr þeim vanda sem stafað getur af fámenni eða vanbúnaði í ein- stökum skólum og nýta aðstöðu og kennslukrafta á Norðurlandi í sem flestra þágu. Ekki náðist í skólameistara né aðstoðarskólameistara FNV til að leita álits þeirra á þessufyrirhugaða samstarfi, en ljóst er að það hlýtur að hafa talsverða þýðingu og tilkoma samningsins skapa aukna möguleika á að efla skólastarfið. Samstarfsnefnd um samning- inn skipa allir skólameistaramir fimm. Verkefnisstjóri verðurráð- inn til starfa, en kostnaður af sam- starfinu er áætlaður 3,9 milljónir króna á ári á þriggja ára samn- ingstíma, en þá verður samn- ingurinn endurskoðaður í ljósi fenginnar reynslu. Kostnaðurinn skiptist jafnt á milli ráðuneytis og skólanna fimm. Útskrifaðist með 208 einingar Við útskrift hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á dögunum var einn nemenda brautskráður með sérlega margar námseiningar, líklega með því mesta sem gerist á landinu að sögn Jóns F. Hjartar- sonar skólameistara. Þetta var Skagfirðingurinn Gunnar Búason, en hann útskrifaðist með 208 ein- ingar en til stúdentsprófs þarf 140 einingar. Gunnar hlaut viðurkenn- ingu fyrir ágætan alhliða námsár- angur á stúdentsprófi eðlisfræði- og hagfræðibrautar, einnig við- skiptabrautar og grunndeildar raf- iðna. I síðasta blaði misritaðist föðumafn Gunnars Búasonar, var sagður Bóasson. Sömuleiðis Ágústs Jóhanns sem fékk viður- kenningu fyrir ágætan alhliða námsárangur í sérgreinum iðn- brautar vélsmíði. Ágúst er Þor- bjömsson en ekki Þorbergsson. Feykir biðst velvirðingar á að hafa rangfeðrað þessa ágætu náms- menn. Svipmyndir £rá sjómannadeginiim á Sauðárkróki Fjölmenni var samankomið í íþróttahúsinu á Blönduósi nýlega þegar Sinfoníuhljómsveit Islands kom í heimsókn og kórar staðarins sungu með sveitinni. Mynd/Sigurður Kr. Kemur út á miðvikudögutrt. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægissttg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Síinar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hveit tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítl & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.