Feykir


Feykir - 10.06.1998, Blaðsíða 7

Feykir - 10.06.1998, Blaðsíða 7
22/1998 FEYKIR 7 Gamall og Á morgun, fimmtudaginn 11. júní, verður opnuð í Safnahúsinu á Sauðárkróki samsýning mynd- listarmannanna Gunnars Sigur- jónssonar og Ólafs Sveinssonar. Gunnar er Skagfirðingur, ffá Skefilsstöðum á Skaga. Hann er orðinn 86 ára gamall og fór ekki að mála fyrir alvöm fyrr en um sjötugt og telst því sannarlega til svokallaðra frístundamálara. Gunnar hefur búið á Akureyri sem og Ólafur Sveinsson, en sá er ungur myndlistamaður. Sýning þeirra Gunnars og Ólafs verður opnuð á morgun kl. 15 og verður opin alla daga kl. 15-19 fram á 17. júní, sem verður seinasti dagur sýningar- innar. ungur í Safnahúsinu Samsýning Ólafs Sveinssonar og Gunnars Sigujónssonar verður opnuð í Safnahúsinu á Sauðárkróki á morgun kl. 15. Tindastólsmenn fá Leiftur heim í Bikamum á þjóðhátíðardaginn „Þetta var það sem við vorum að vonast eftir. Ég held það sé enn betra að fá Leiftur hingað heim en sjálfa íslands- meistarana Vestmannaeyinga. Það er alltaf mikil stemmning í kringum svona „derbílei- ki’”’, segir Ómar Bragi Stef- ánsson formaður knattspymu- deUdar Tindastóls, en hann var viðstiiddur dráttinn í 32- liða úrslit Bikarkeppni KSÍ sl. mánudag. Leikur Tindastóls og Leifturs fer fram á þjóð- hátíðardaginn 17. júní og hefst kl. 20 á Sauðárkróksvelli. Tindastóll sigraði KS á Siglu- firði sl. fimmtudagskvöld og tryggði sér þar með rétt til að leika í 32-liða úrslitunum. Sá leikur byrjaði strax fjörlega og voru heimamenn heldur sterkari í fyrri hálfleiknum. Rétt fyrir miðbik hans fékk Jóhann Möller framherji KS stungubolta inn fyrir flata Tindastólsvömina og sendi boltann örugglega í netið fram hjá Gísla í markinu. Staðan var 1:0 fyrir KS í leikhléi. Mark Duffield vamarmaður og reyndasti maður KS-liðsins fór síðan illa að ráði sínu strax í upphafi seinni hálfleiksins þegar hann var að einleika boltanum í þröngri stöðu inni í teig. Tinda- stólsmenn hirtu af honunt boltann og Jóhnn Steinarsson jafnaði með skoti af stuttu færi. Tindastólsmenn tvíefldust við markið og stundarljórðungi síðan bættu þeir við öðm marki. Var Jóhann Steinarsson þar einnig að verki eftir góðan undirbúning Sverris Þórs Sverrissonar. Það sem eftir lifði leiks vom Tinda- stólsmenn nær því að bæta við marki en KS-ingar að jafna. Tindastólsliðið lék betur nú en það gerði í leikjunum á undan og af þessum Ieik mátti ráða að hlutirnir væm á réttri leið. Það sýndi sig hins vegar ekki í gærkveldi þegar Dalvíkingar komu í heimsókn í 4. umferð 2. deildarkeppninnar. Dalvíkingar- nir vom mun baráttuglaðari og uppskám sanngjaman sigur, 1:0. Góður árangur á lionssundmóti Helgina 6.-7. júní fóm 15 sundkrakkar ásamt þjálfara til Hvammstanga til að keppa í ár- legu sundmóti Lions sem þar er haldið og mörg af bestu liðum landsins taka þátt, t.d. vom með að þessu sinni lið frá Njarðvík, Vestra, Ármanni, Kormáki, Glóa, SH, Stjömunni o.fl. Frábær árangur leit dagsins ljós hjá krökkunum sem syntu í mörg af efstu sætum mótsins og einokuðu suma flokka þegar kom að afhendingu verðlauna. Þetta mót sýndi að lítil lið utan af landi geta skákað þeim bestu og em nokkrir af krökkunum með- al þeirra allra bestu. I því sam- bandi má nefna eitt allra skemmtilegasta afrekið, en það var árangur í flokki meyja (11-12 ára), en þar vom Rannveig Ein- arsdóttir og Kristín Una Sigurð- ardóttir fremstar í flokki í hverri grein og skiptu með sér fyrstu tveimur sætunum í öllum sund- um og vakti árangurinn mikla at- hygli annarra liða. Einnig vakti það mikla athygli að Tindastóll frá Sauðárkróki væri með svo sterkt sundlið, en staðreyndin er sú að mikil vakning hefur orðið og em sífellt fleiri að koma til að æfa. Sundlið UMFT telur nú nærri 50 krakka og em mörg mikil efni á ferðinni. En árangur- inn var lika glæsilegur fyrir þær sakir að allir stórbættu sína tíma og féllu héraðsmetin hvert á fæt- ur öðm í flestum flokkum. Krakkamir náðu einnig mörg hver lámörkum íyrir aldursflokka- meistaramót íslands sem ffam fer í júní. Aldrei hafajafnmargir æft sund með Tindastól og aldrei hafa svo margir komist á AMÍ úr liðinu í einu. Lionsmótið á Hvammstanga var mjög skemmtilegt og sném allir sáttir heim, en öll aðstaða var til fyrirmyndar á staðnum. Sundið hefur vaxið mikið núna upp á síðkastið og hefur ár- angurinn verið að batna á hveiju móti. Sífellt fleiri em að koma sterkir inn í deildina. Það sem fyrst og fremst er að þakka þessa vakningu í sundinu er góð sam- staða innan sundsins, ntilli sund- krakkanna, þjálfara og svo síðast en ekki síst mjög svo áhuga- samra foreldra sem skipa sund- deild Tindastóls og em þeir gmnnurinn af góðum árangri fé- lagsins, því oft er erfitt að reyna að reisa við íþrótt sem hefur ekki úr að spila þeim Ijármunum sem aðrar íþróttir fá, og á þetta við um fleiri greinar en sundið t.d. skíða- deild Tindastóls o.fl. Þetta hefur viðgengist mjög lengi og þessu þrönga viðhorfi þarf að breyta. Árangri er hægt að ná með mikilli samstöðu, eins og við sáum best um helgina og er sund- ið komið til að vera. Því vil ég hvetja sem flesta til að styðja við bakið á okkur og mæta og fylgj- ast með skemmtilegum og spennandi sundmótum sumars- ins sem mörg hver verða haldin í sundlaug Sauðárkróks. Meðal þeirra móta sem framundan em í sumar em héraðsmót og ung- lingamót UMSS í júní, unglinga- Iandsmót UMFÍ í júlí, bikarmót UMFT og æskumótið í septem- ber ásamt fleiri skemmtilegum uppákomum. Komið og hvetjið krakkana og fylgist með skemmtilegri keppni í sumar. Olafur H. Harðarson sundþjálfari UMFT. * Okeypis smáar Til sölu! Til sölu Subaru Justy KT 4 32 árg. ‘89, ekinn 65.000 km. Upplýsingar gefúr Þurý Péturs- dóttir í síma 453 5276. Til sölu eldavél frá Olís. Lítið notuð, sem ný. Upplýs- ingar í síma 451 2974. Til sölu Camp-Let tjald- vagn, árg. ‘89, góður vagn. Á sama stað er til sölu Susuki Fox árg. ‘82 með b-20 volvovél, bæittur jeppi á 35 tommu vetrar- dekkjum, 33 tommu sumardekk fylgja, skoðaður ‘99, í góðu lagi og lítur vel út. Upplýsingar í síma 462 4847. Til sölu WV Polo árg. ‘96, ekinn 15 þús. km með spoler. Metan lakk. Verð 880 þúsund. Upplýsingar gefur Bjami í síma 453 5124.______________ Ferðamenn -gisting! Gisting í Sólgarðaskóla í Fljótum. Upplýsingar í síma467 1060. Húsnæði til leigu! Til leigu lítil 2ja herbergja íbúð niðri í bæ á Sauðárkróki. Upplýsingar gefur Svavar í síma 453 5712. Vinsamlegast munið að greiða áskriítargjöldin! Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið að greiða áskriíitar- gjöldin. Þeir sem hafá glatað greiðsluseðlum og eiga ógreiddar áskrifitir er bent á að hægt er að millifæra inn á reikning nr. 1660 í útibúi Búnaðarbankans á Sauðárkróki. Stórleikur á Sauðárkróksvelli Tindastóll - Leiftur í 32-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ þ j óðhátíðardaginn 17. júní kl. 20. LO Innritun á haustönn Innritun á haustönn lýkur föstudaginn 12. júní. Mjög áríðandi er að áhugasamir leggi inn umsókn eða hafí samband við námsráðgjafa. Bent skal á að á næstu haustönn verður í boði nám á vélstjómarbraut 1. stigs, vélavörður (1 önn = 21 e). Skólameistari.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.