Feykir


Feykir - 02.09.1998, Page 1

Feykir - 02.09.1998, Page 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Mikil óvissa með framtíð Slátursamlags Skagfirðinga Tillaga um úreldingu felld á hluthafafundi í síðustu viku Starfsmenn Rarik á Sauðárkróki planta trjám í Nafirnar, að þessu sinni á annað þúsund pliintur. Gróðursett í Nafimar Óvissa er um framtíð Slátur- samlags Skagfirðinga en hlut- hafafundur í félaginu felldi til- lögu um úreldingu sláturhúss- ins í síðustu viku. A sama fundi sagði stjórn fyrirtækis- ins af sér og ný stjórn var kos- inn í hennar stað. Nýja stjórn- in er að fara yfir stöðu mála, m.a. skoða hugsanlega sam- vinnu við aðra aðila um slátr- un. Smári Borgarsson fram- kvæmdastjóri Slátursamlags Skagfirðinga segir að skammur tími sé til stefnu. Slátrun hefði þurft að vera byijuð og ekki verði farið af stað nema takist að ganga frá öllum endum. Hann á þó síð- ur von á því að bændumir sem hafa slátrað hjá Slátursamlaginu sláui hjá sláturhúsi KS á Sauðár- krók þar sem tilboði félagsins var hafnað á hluthafafundinum. Hins vegar virðist vera talsverð samkeppni um sláturfé. Sölufé- lag Austur-Húnvetninga á Blöndusósi sendi fyrir nokkru fréttabréf inn á svæðið þar sem tilgreind eru þau kjör sem bænd- um em boðin. Þá hefur Sláturfé- lag Suðurlands einnig boðist til að ná í sláturfé Skagfirðinga, gegn sama gjaldi og kostar að flytja það til slátrunar á Sauðár- króki. Tillaga fyrrverandi stjómar, sem felld var á hluthafafundinum í síðustu viku, gekk út á það að hætt yrði slátmn á vegum Slátur- samlagsins og gengið að tilboð- um Búnaðarbankans og Kaupfé- lags Skagfirðinga um úreldingu sláturhússins. í tilboðinu fólst að Búnaðarbankinn tæki eignir og úreldingarétt á móti veðskuldum og kaupfélagið var tilbúið að taka þátt í úreldingunni allt að krónum 11 milljónum, eftir því hve mik- ið af slátmninni skilaði sér til KS. Að mati fyrrverandi stjómar Slát- ursamlagsins hefði þetta þýtt að félagið gæti greitt megnið af gömlum nauðungasamnings- kröfum, en hlutaféð, alls um 20 milljónir, hefði tapast. Bændur sem verið hafa í við- skiptum við Slátursamlagið bmgðust hins vegar ókvæða við og töldu að í gegnum þessa samninga um úreldingu slátur- hússins væri verið að skikka þá til að slátra hjá KS, en þessi slát- urhús hafa verið keppinautar á fjórða áratug. Því hefur hins vegar verið haldið fram, að athugun sem gerð var á hagkvæmni samein- ingar sláturhúsanna í Skagafirði, hafi leitt í ljós að við það mundu sparast umtalsverðir peningar, 10-20 milljónir á ári. í nýkjörinni stjóm Slátursam- lagsins em Eymundur Þórarins- son Saurbæ, Gunnar Sigurðsson Ökmm og Bjöm Ófeigsson Reykjaborg. í góðviðrinu nú fyrir helgina kepptust starfsmenn Rafinagns- veitna ríkisins í Skagafirði við að gróðursetja trjáplöntur í Nafnimar fyrir utan og ofan stöðvarhúsið á Kóknum. Að þessu sinni gróðursettu þeir á annað þúsund plöntur. Að sögn Jóhanns Svavars- sonar hjá Rarik á Sauðárkróki hafa starfsmenn yðulega gróð- ursett tijáplöntur síðustu árin og er það í samræmi við steínu fyr- irtækisins urn að ganga vel um landið og græða það upp. „Við viljum gjaman vera öðmm til fyrirmyndar í þessum efnum og vonandi verður þetta framtak okkar í dag hvati til annarra fyr- irtækja einnig að huga að því að græða í kringum sig”, sagði Jó- hann, en þess má geta að sjálfur hefur hann tekið í fóstur klauf- ina sem er í Nöfunum upp af Rafstöðinni og plantað þar mik- ið á undanfömum ámm. Segist hann vera búinn að þríplanta í hluta af þessu svæði og er það þegar farið að sýna þess merki að þama verði kominn skógur að 10-15 ámm liðnum. Fyrirsjáanleg íjölgun í Akrahreppi Margt bendir til þess að hlutfallslega muni langflest bömin fæðast í Akrahreppi á þessu ári. í öðmm hverfum Skagaijarðar verði fjölgunin ekki jafnmikil miðað við fjölda íbúanna. Til þessa hafa fjögur böm fæðst inn í Akrahreppinn á þessu ári og em taldar talsverðar líkur á því að a.m.k. eitt bam til viðbótar muni fæðast inn í hreppinn á ár- inu. Þá er ótalin ein bamsfæðing til viðbótar, þar sem bamsmóðirin er enn með lögheimili utan hrepps. I samanburði má geta þess að um og innan við 50 böm hafa fæðst á fæð- ingardeildinni á Sauðárkróki síðustu árin. Um síðustu áramót vom íbúar Akrahrepps 222 talsins. , Já það er alveg greinilegt að umtalsverð fjölgun verður í hreppnum á þessu ári. Það hefur líka verið að flytja ungt fólk inn í hreppinn, þannig að ég hef verið að áætla að fjölgunin verði svona um 4% á ár. Já þetta er mjög blómlegt héma hjá okkur“, segir Agn- ar Gunnarsson hreppsnefndarmaður á Miklabæ. Sem kunnugt er samþykkti hreppsnefnd Akrahrepps við upphaf ársins að greiða 100 þúsund krónur til foreldra hvers bams sem fæðist inn í hreppinn. Svo virðist sem þetta hafi „svínvirkað" hjá hreppsnefndinni, en Agnar, sem var annar tveggja flutnings- manna tillögunnar, er hógvær og segist álíta að þetta hafi nú verið komið eitthvað af stað áður, en hins vegar bendi fólksfjölgunin til þess að „fríríkið" hafi sitt aðdráttarafl, eins og reyndar gerist gjaman við slíkt fyrirkomu- lag. Það er þó einn galli við „gjöf Njarðar“ að enn hefur enginn 100 þúsund kall verið greiddur til foreldra nýbura í Akrahreppi, en þær greiðslur em væntanlega á leiðinni að sögn Agnars. ,,Nú er ég ekki gjaldkerinn, en það em til nógir peningar veit ég, þannig að þetta hlýtur að vera á leiðinni". s —KTeH£»M ckjDI— •»* Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 o • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA ö)> O • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA 2 • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA jm bílaverkstæói Simi: 453 5141 Sæmundargota 1 b 550 Sauðárkrókur Fax:4536140 jfcBílaviðgerðir Hjólbarðaviðgerðir :ú: Réttingar ^ Sprautun

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.