Feykir


Feykir - 02.09.1998, Page 2

Feykir - 02.09.1998, Page 2
2FEYKIR 29/1998 Séra Hjálmar og Signý kveðja Signý flytur kveðjuorð í kirkjunni. ,JSfú hugsa ég gott til þess að vera sóknarbam Sauðárkróks- kirkju, vera hluti af söfnuðinum og taka þátt í safnaðarlífinu eins og aðrir. Kirkjan, tníarlífið í hveiju samfélagi er mikilvægt og ég mun af hógværð og þökk sinna því eins og hver annar og eftir því sem aðstæður leyfa í því þjónusthlutverki sem ég stefni að að sinna á næstu árum“, sagði séra Hjálmar Jónsson þegar hann kvaddi söfnuð sinn í messu si. sunnu- dag. Hjálmar og Signý komu til Sauðárkróks haustið 1980 og eiga því að baki langt og giftu- drúgt starf með söfnuðinum. Sauðárkrókskikja var þéttskip- uð í kveðjumessunni. „Ekki er hægt að sjá inn í framtíðina, hvemig hún verður, en eitt vil ég segja ykkur. Ég á ekki eftir að eignast dýrmætari stundir en ég hef átt sem prestur. Og ekki betri vini að öðmm ólöstuðum. Þá er ég að hugsa um trúnaðinn. Ég hef eiginlega verið inni á gafli hjá ykkur alla tíð. Þar sem sorgin hefur lostið fólk og fjölskyldur. Þá fínnst það best hvað maður er van- máttugur. En um leið hvað guð er nálægur og kærleiksríkur. Við sjáum hann í augnaráði bam- anna í bamamessunum, full af einlægni og gleði. í félagsskap gamla fólksins bæði hér í kirkjunni og Safnaðarheimilinu og hvarvetna sagði Hjálmar. Hann vék einnig að öðmm vett- vangi, stjónmálunum. Sagði þar skoðanir einatt skiptar, það væri eðli stjómmálanna í lýðræðis- þjóðfélagi. „Þannig á það að vera, tefla þarf fram rökum, leita leiða til framfara á öllum svið- um. En í þeim álitaefnum og vissulega átökum á köflum er mikilvægt að láta ekki skoðana- mun spilla vináttunni. Sönn vin- átta er að sjálfsögðu hafín yfír það að spillast vegna skoðana- munar í veraldlegum málefrmm. Þú átt vini sem þú stjómar ekki“, sagði Hjálmar. Signý Bjamadóttir prestsfrú flutti einnig kveðjuorð í mess- unni, sagðist með nokkmm orð- um vilja þakka fyrir það góða samfélag sem prestsijölskyldan hafi átt á lðinum ámm. „Við komum hingað ung prestshjón fyrir 18 ámm með dálítinn hóp af ungum bömum. Okkur var afskaplega vel tekið. Við höfum aldrei fundið okkur einangmð heldur hluti þessa samfélags. Hér hafa bömin okk- ar alist upp og eiga hér nánast allar sínar rætur og sína bestu vini. Starf prestsins er víðtækt og því er aldrei lokið og ég held að ekki sé hægt að sinna því með ópersónulegum hætti. Prestur- inn þarf að vera „ávallt viðbú- inn“ hvort sem er að nóttu eða degi. Fjölskyldan hlýtur að flétt- ast inn í þetta að einhveiju leyti. Bömin okkar lærðu það fljótt að ekki þýddi að gera áætlanir fram í tímann um ferðalög eða annað því um líkt. Það hefur verið ánægjulegt að taka þát í kirkjustarfinu hér, þar sem svo margir vinna óeig- ingjamt starf. Og mínar bestu minningar em frá góðum stund- um hér í kirkjunni. Og sérstak- lega þakka ég safnaðarkonum fyrir samstarfið“, sagið Signý meðal annars. í kveðjukaffi í Safnar- heimilinu að lokinni messu var þeim Hjálmari og Signýju færðar að gjöf frá söfnuðinum fallegar myndir sem minnir á vem þeirra hér á Sauðárkróki. Einnig var þeim færð blóm frá söfnuði og kirkjukór ásamt góðum óskum og þakklæti fyrir vel unnin störf. Hjálmar kveður kirkjugesti á tröppunum eins og hann var vanur að gera að lokinni messu. Skólaþróun í Skagafirði Stefnt að heilstæðu námi í héraðinu Kennarar í Skagaflrði hlýða á fyrirlestur Jónmundar Guðmarssonar á námskeiðinu. Skólaskrifstofa Skagfirð- inga og skólamenn í Skaga- firði hafa sameiginlega unnið að þróunarverkefn- um sem tengja flesta skóla Skagafjarðar. I fyrra hófst, með styrk úr þróunarsjóði grunnskóla, vinna við skag- flrska skólanetið, þar sem að kennarar unnu saman og með nemendum sínum með upplýsingatækni og tölvusamskiptum. I vetur verður áhersla lögð á heil- stætt nám í flrðinum. Sam- an eru kennarar skólanna að vinna að skólanáms- skrám, hver fyrir sinn skóla, en með það að mark- miði að sameiginlega geti komið héraðsnámsskrá hvað varðar ákveðna þætti skólamálanna. „Þetta er mjög mikilvægt þar sem hér eru nemendur að fara milli skóla á skólagöngu sinni“, segir Þóra Björk Jóns- dóttir á skólaskrifstofunni, en námskeiðið „skólanám í Skagafirði" fyrir kennara og stjórnendur grunnskóla í Skagafirði, hófst með sam- eiginlegum fræðslufundunt og vinnudögum kennara miðvikudaginn 26. og fimmtudaginn 27. ágúst. Námskeiðið sátu flestir kenn- arar og skólastjómendur grunnskólanna í Skagafirði, en markmið þess var að efla forsendur fyrir heilstæðu námi í héraðinu. Fyrirlesarar voru Olafur Proppe prófessor við Kennaraháskóla íslands, Rósa Eggertsdóttir kennslu- ráðgjafi við skólaskrifstofu Eyþings og Jónmundur G.uð- marsson verkefnisstjóri við endurskoðun aðalnámsskrár hjá menntamálaráðuneytinu. Kemur úl á miðvikudögum. Utgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsúni 854 62(17. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Örn Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskdftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svait hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.