Feykir


Feykir - 24.03.1999, Síða 6

Feykir - 24.03.1999, Síða 6
6 FEYKIR 11/1999 Hagyrðingaþáttur 270 Heilir og sælir lesendur góðir. Gaman er að byija þáttinn á því að fá að heyra frá Sigmundi á Vestara- Hóli þar sem hann er að velta fyrir sér tíðindum frá svokallaðri Samfylkingu. Kelið eykst á vinstrí vœng víða þarf að flagga. Hvíla nú í sömu sœng Sighvatur og Magga. Guðný þar til fótafór freistar ástarþráin. Kvennalistinn magur mjór mun nú vera dáinn. Stcerri hefur fallið frá fæðstir harma byrgja. Það er eins og allir sjá ekki neitt að syrgja. Ekki kann ég deili á því sem kemur hér næst, en hefur það verið að veltast í hausnum á mér nokkuð lengi. Margt má heyra og margt má sjá menn efskynja kynni. Hefég eyru og hlýði á hljóm í veröldinni. Um næstu vísu er einnig lítið að segja, trúlega er hún mjög gömul, en kannski kunn þeim sem eldri em. Síkkar lítið sokkur minn seint verður hann búinn, raula tekur rvkkurínn rífast vinnuhjúin. Agnar Baldvinsson kennari, sem bjó á Sauðárkróki á ámm áður, mun hafa ort þessa fallegu haustvísu. Sumri hallar bœrir blœr blómið vallar dána. Skýja falla tárin tœr tindarfjalla grána. Heyrum næst frá Einari Sigtryggs- syni á Sauðárkróki. Vandi er með vald að fara virðingunni margir tína. Orðagjálfur œtti að spara umhyggju og miskunn sína. Önnur vísa kemur hér frá Einari. Öfgasinnar bölva og brjóta boðorð öll í senn. Efþjóðfélagið þurfa að móta þroskaheftir menn. Næst koma nokkrar gamlar vísur sem öldmð kona í Skagafirði sendi mér svona til uppriljunar. Kindur janna í kofonum. Kýmar baula á básunum. Hestar hneggja í högunum. Hundargelta á bœjunum. Hani, krummi, hundur, svín hestur, mús, tittlingur. Galar, krúnkar, geltir, hrín, gneggjar, tístir, syngur. Magnús raular músin tístir malar kötturinn. Kýrin baular kuldinn nístir kumrar hrúturinn. Geta lesendur sagt mér hver yrkir svo. Veður elginn vítt og breitt víflð mœlsku snjalla. Eg lœt svona eitt og eitt orð í belginnfalla. Þórdís á Hrísum söng um tíma í Kirkjukór Reykholtskirkju og mun einhveiju sinni hafa ort svo undir prédikun hjá séra Geir. Uppi í stólnum œ og sí athöfn sína fremur. Lítið gagn er þó að því þegar enginn kemur. Bjami Guðráðsson í Nesi hefur í mörg ár stjómað kvennakór í Borgar- firði sem kallaður er Freyjukórinn. Einn nágranni hans komst eitt sinn svo að orði: „Ég hef aldrei vitað annan eins mann og hann Bjama í Nesi maður. Hann stjómar 30 kerlingum með ein- um putta og þær hlýða honum allar”. Helgi Bjömsson á Snartarstöðum var mjög hrifinn af þessu öllu saman og orti einhveiju sinni svo. Efég vœri orðinn stór og í mér nokkur kjami, vildi ég stjóma kvennakór af krafti eins og Bjami. Dagbjartur á Refsstöðum sá í anda piparsvein eins og Helga í stöðu Bjama og orti svo af því tilefni. Stjómi Helgi alveg einn öllum þessum konum. Verður eins og tignarteinn tónsprotinn á honum. Sumir segja að Jökull Pétursson hafi ort næstu vísu við legubekk kunningja síns, aðrir telja að Valdimar Hólm Hall- stað hafi ort hana. Efað guð þér gœfi mál svo gœtum rabbað saman yrði kannski einhversál undarleg ífrainan. Konur keppa nú grimmt eftir góð- um sætum á framboðslistum og fella jafnvel karla úr ömggum sætum. Af einu slíku tilefni orti Andrés Magnús- son svo. Konur sœkja Alþing á úttmðnar afviti. Frœgir drengirfalla þá fyrír pilsaþyti. Að lokum ein lagleg eftir Jakop á Varmalæk. Við eigum stöku og stuðlað Ijóð sterk ífonni og línum. Það sem engin önnurþjóð á ífórum sínum. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Feykir kemur næst út 7. apríl Þar sem að næsti miðvikudagur er sá síðasti fyrir páskahátíð og ekki mundi nást að koma blaðinu út um sveitir fyrir páska, kemur blaðið út á miðvikudeginum eftir páska. HVlTTS. svart hönnun prentun Við leitum að fólki Prentsmiður óskast til framtíðarstarfa Um er aö ræöa fultt starf viö hönnun og uppsetningu prentgripa Góö tölvu- og íslenskukunnátta skilyröi Þarf að kunna skil á FreeHand, Photoshop og Quark Starfskraft vantar til almennra starfa s.s. auglýsingagerð, frágang prentverka, uppsetning smærri prentverka o.fl. Góö íslensku- og tölvukunnátta æskileg Um framtíöarstarf er aö ræöa Umsóknum skal skila skriflega ásamt vitnisburði um menntun og fyrri störf fyrir 8. apríl Borgarflöt 1, 550 Sauöárkrókur S: 453 5711 - F: 453 61G2- Netf.: hogs@hvittogsvart.is DHL - deildin í körfubolta Ævintýri Tindastóls úti þetta árið Tindastólsmenn eru úr leik í úrslitakeppni DHL-deildar- innar í körfubolta eftir mjög jafna keppni við ísfirðinga í 8-liða úrslitunum, þar sem afar tvísýnt var um úrslit al- veg fram á síðustu mínútu. Tindastólsmenn töpuðu báðum leikjunum með þriggja stiga mun. Sauðkrækingar komu mjög grimmir til leiks lyrir vestan sl. föstudagskvöld og höfðu ffum- kvæðið fram eftir leik. Mest náðu þeir 22 stiga mun snemma í seinni hálfleik. En eins og hefur viljað loða við Tindastólsmenn í vetur lentu þeir í basli með að veija þessa forustu, það miklu að ísfirðing- um tókst með geyslilegri bar- áttu og góðum leikkafla að jafna leikinn og vinna sætan sigur undir lokin. Leikurinn á Króknum á sunnudagskvöldið var hníljafn allan tímann og munurinn aldrei mikill. Sem fyrr í inn- byrðis leikjum Tindastóls og Isfirðinga í vetur, reyndust taugar vestanmanna sterkari undir lokin og þeir uppskáru sigur og mæla Njarðvík í und- anúrslitum. Tindastólsmenn hefðu hins vegar þurft að mæta Keflvíkingum í undanúrslitum ef þeir hefðu komist áfram. Þrátt íyrir útkomuna er þetta besta frammistaða Tindastóls í úrslitakeppni til þessa. Þótt ýmsir hafi vonast eftir að liðið næði ennþá lengra í vetur, jafn- vel alveg á topinn, er ljóst að Tindastólsliðið er gott og bæj- arbúar geta verið stoltir að lið- inu sínu. Við byggjum aðallega á strákum sem aldir em upp hjá félaginu, gagnstætt því sem mörg íþróttafélög í landinu gera. I vetur hafa sem fyrr komið fram á sjónarsviðið leikmenn sem ætlað er mikið hlutverk á næstu árum. Þessi stefna mun örugglega er fram líða stundir gera Tindastól að stórveldi í körfuboltanum.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.