Feykir


Feykir - 24.03.1999, Page 8

Feykir - 24.03.1999, Page 8
24. mars 1999,11. tölublað, 19. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill ■ 1 KJORBQK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki íslands i. J forystu tH framtfðar Lltibúlð é Sauððrkróki - S: 453 5363 ; Þótt margir séu búnir að fá nóg af snjónum í vetur og farnir að bíða eftir vorinu, var ekld annað að sjá en krökkarnir í Grunnskólanum á Sauðárkróki kynnu vel að meta það að leika sér í Málefni fatlaðra til sveitíirtekga 1. apríl Ákæruvaldið gegn þremur vfírmönnum FISK Refsing felld niður snjónum í blíðviðrinu í gær. Ástin sigrar í Sælunni Æfíngar eru hafnar á Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks. Það er nýlegt ís- lenskt leikrit sem Sæluviku- gestum verður boðið upp á í þetta skipti. „Ástin sigrar” heitir það og er, að sögn for- manns leikfélagsins Páls Frið- rikssonar, bráðfyndinn gam- anleikur. Leikstjóri er Sterfán Sturla Sigurjónsson. Leikendur eru níu talsins og með stærsta hluverkið fer Guðbrandur Guðbrandsson. Leikendur eru að þessu sinni flestir reyndir, að sögn Páls formanns, einungis einn leik- aranna er að stíga sín fyrstu spor á sviði. „Það má segja að þetta sé nokkurs konar elt- ingaleikur við ástina og ýmsir óvæntir hlutir sem upp á koma eins og gengur”, segir Páll Friðriksson. I gær var undirritaður í fé- lagsmálaráðuneytinu samning- ur um yfirfærslu málaflokks fatlaðra í Norðurlandi vestra til sveitarfélaganna frá ríkinu. Byggðasamlag um málefni fatlaðra hefur verið stofnað og tekur það við verkefnum Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra sem lögð verður niður. Við þessa breytingu fær félags- þjónusta sveitarfélaganna auk- in verkefni. Samningurinn tek- ur gildi 1. apríl næstkomandi. Byggðasamlagið tekur við allri þeirri starfsemi sem áður tilheyrðu Svæðisskrifstofunni, sambýlin þar með talin. For- svarsmenn sveitarfélaganna og ráðuneytis segjast þess fullviss- ir að við breytinguna verði þjónustan síst minni en áður og sveitarfélögin séu vel í stakk búin til að taka við þessari þjónustu, en að þessu máli hef- ur verið unnið í nokkum tíma og kallað var saman sérstakt aukaþing SSNV á liðnu hausti til að vinna að frágangi máls- ins. Ung heimasæta á bæ í ná- grenni Blönduóss varð fyrir óskemmtilegri lífreynslu á dögunum. Hún var í rólegheit- um að horfa á sjónvarpið og sá útundan sér eitthvað, sem hún gaf ekki gaum í fyrstu, þar til allt í einu að eitthvað loðið spratt undan sófanum sem hún sat á. Stúlkan varð skelfingu lostin enda sá hún ekki betur en þetta væri sprelllifandi minkur. Hún stökk fram úr herberginu og skellti hurðinni á eftir sér. Haft var samband við Einar Sl. fimmtudag var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Norðurlands vestra í máli ákæruvaldsins gegn þremur fyrrverandi yfirmönnum Fiskiðjunnar Skagfirðings, vegna meints brots þeirra á fölsun upprunavottorða freð- fisks sem seldur var til Bret- lands á tímabilinu 6. októ- ber 1994 til 23. mars 1995. Fiskurinn var seldur sem ís- lenkar afurðir en var keyptur af rússneskum togurum. Nið- urstaða dómsins var sú að fyrrum framkvæmdastjóri og markaðsstjóri voru fundnir sekir, en fjármála- stjóri fyrirtækisins var sýkn- aður. Um var að ræða rúmlega 240 tonn af frystum afurðum og vom sendingamar alls níu tals- ins. Þremenningamir vom ákærðir fyrir að sammælast um þennan gjömig og bijóta þar með tollalög og almenn hegn- ingarlög. Niðurstaða dómsins var sú að sannað þótti að fram- kvæmdastjórinn og markaðs- Guðlaugsson minka- og tófu- bana á Blönduósi, sem kom við sögu í Feyki í vetur þar sem hann lá fyrir tófu fram á Auð- kúluheiði. Einar bjó sig út með byssu sem hann taldi henta til að vinna á dýrinu. Kauði var enn inni í herberginu þegar Einar kom og hímdi inn við vegg undir sófanum. Einar beindi að honum byssunni og náði að skjóta dýrið án þess þó að valda tjóni á húsmunum. Þykir óskiljanlegt með öllu hvemig dýrið komst inn í hús- stjórinn hefðu staðið að ákvörð- unni. Verði þeir því að teljast aðalmenn í brotinu, en hins veg- ar teldist ekki sannað að fjár- málastjórinn hefði verið virkur þátttakandi í ákvörðuninni. Við ákvörðun dóms var horft til þess að ákærðu högnuðust ekki per- sónulega af brotinu og viðurlög vegna þess hafa verið greidd að fullu. Af þeirra hálfu var ekkert gert til að dylja brotið og að þeir vom samvinnuþýðir við rann- sókn þess. Með hliðsjón af refsilækkunarástæðum þessum og sérstaklega með tilliti til dráttar á málinu þykir rétt að refsing þeirra verði látin niður falla þrátt fyrir að brot þeirra hafi varðað mikla hagsmuni. Framkvæmdastjóranum og markaðstjóramum er gert að greiða málsvarðarlaun, 350.000 krónur hvor og einnig þriðjung málsóknarlauna sem er sama upphæð, að auki annan sakar- kostnað að 2/3. Málsvamarlaun ljármálastjórans greiðist að rík- issjóði, samkvæmt dómi Hér- aðsdóms, sem Halldór Halldórs- son héraðsdómari kvað upp. ið og einnig að það skuli hafa valið að koma sér inn í hýbýli manna. Uppákoma á bæ í nágrcnni Blönduóss Óboðinn og óvæntur gestur /y\ u Cl SfAð u n FASTEIG NASALA Á LANDSBYGGÐINNI Jón Sigfús Sigurjónsson HDL. Aðalgötu 14, Sauðárkróki, sími 453 6012

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.