Feykir


Feykir - 12.05.1999, Síða 6

Feykir - 12.05.1999, Síða 6
6 FEYKIR 17/1999 Hagyrðingaþáttur 273 Heilir og sælir lesendur góðir. Ekki hefur útlitið verið bjart hjá bændum á þessu vori, að minnsta kosti ekki hér norðanlands. Það er Sigurður Guðmundsson á Fossum í Svartárdal sem yrkir svo á sumardaginn fyrsta. Bœndur marga brestur ró búirutfóður sjóður. Drottinn lát nú leysa snjó og lifria jarðargróður. Kannski hefur það verið á svipuðu vori, efár að bregða fór til betri tíðar, sem Kári Jónsson frá Valdadal orti svo. Sœlu blandinn sunnan þeyr svellum granda hlýtur. Vetrarandi visnardeyr vor um landið þítur. Jón Gissurarson orti svo til undirrit- aðs nokkru fyrir sumarmálin. Vorið bjarta léttir lund lagast margt hjá halnum. A sér hjartað unaðsstund inni í Svartárdalnum. Það fór fyrir brjóstið á ýmsum þeg- ar Svavar Gestsson var gerður að sendi- herra. Vegna þeirrar umræðu yrkir Rún- ar Kristjánsson svo. Þeir hjá Nato vita ei verra vandamál á sínum fundum en hann Svavar sendiherra sem þar prjónar öllum stundum. Rætt var um þekkta vísu í áheym Rúnars. Af því tilefni fæddist þessi. Hjálmar smellinn þuldi þráð þó afvellu rakan. En ekki fellur út í bráð eldhúsmellustakan. Einhverju sinni er Rúnar var á fað um Blönduós sá hann að flaggað var þar í hálfa stöng. Var það tilefni eftirfarandi vísu. Leitt er þessa sjón að sjá sálar hryggist álfa. Nú er einhverfallinn frá flaggað er í hálfa. Rúnar ritaði grein í Feyki um Sam- fylkinguna undir fyrirsögninni, „aumt er að sjá í einni lest’’, og vitnaði þar til alkunnar vísuhendingar. Akvað hann svo að fúllgera dæmið og útkoman vaið á þessa leið. Aumt er að sjá í einni lest uppmálaðan Trjóuhest, dellumál og dauðapest dramb í kringum gálgafrest. Á feið ffá Varmahlíð út í Sæmundar- hlíð yrkir Rúnar. Við skulum aka að Dœli og Dúk og drífa okkur héðan. En aðrir keyra að Hœli og Hnjúk í Húnaþingi á meðan. Fyrir skömmu hafði samband við mig maður í Borgarfirði. Fór hann með vísu sem hann sagði mig hafa birt fyrir einu eða tveimur ámm, án þess að hafa hana alveg rétta. Segir hann vísuna vera eftir séra Ögmund Sigurðsson á Tjöm og telur hana vera rétta þannig. Það er nú það sem að mér er ég óspart skildingfarga. En herrann vissi hentast mér að hafa þá ekki marga. Þá spyr ég lesendur hvort þeir kann- ist við eftirfarandi vísu. Má ég þiýsta þér að banni þiggðu kossinn yndið mitt. Má ég vefja um þig armi eigum við að gera hitt. Einhveiju sinni að vorlagi kom mað- ur að nafni Eyjólfur fram í útvarpi. Var hann svartsýnn á stöðu bændastéttar og taldi slæmar blikur á lofti hjá henni. Að- albjöm Benediktsson ráðunautur mun hafa ort eftirfarandi limm af þessu til- efhi. Þó búskapur ekki blessist og brauðið í ofhinum klessist, kemur þó vor kraftur og þor og hver veit nema Eyjólfur hressist. Þá kemur hér næst fallegt kvæði sem líklega var ort vorið 1952 og heitir Vor- boðinn. Höfundur er Gissur Jónsson ífá Valadal. Hallast upp að vorsins vanga vonum skrýddur hugur minn, sé ég blóm í anda anga ást ég hjá þeim grösumfinn. Vetrartíðin stirða stranga stöðvað hefur kulda sinn. Nú er mörgum létt að Ijóða lífgarhugann vorboðinn, velkominn vil ég þig bjóða vinarlegi fitglinn minn. Lóu og svana söngirm góða sjálfsagt metur heimurinn. Drottinn þú sem lýsir leiðir leitar til þín hugur minn, allri grimmd og glötun eyðir guðdómlegur kraftur þinn. Eins þú mína götu greiðir góður himnafaðirinn. Að lokum þessi fallega kveðja til undirritaðs frá Rúnari Kristjánssyni. Megi voriðvefja þig vinaifaðmi glöðtun, er þaðfer að sýna sig senn á Eiríksstöðum. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Einar Sigtrvggsson Atvinnumál í Skagafirði Seinni hluti greinar sem birtist í Feyki fyrir skömmu en ekki hefur reynst unnt að birta fyrr sökuni pláss- leysis fyrir kosningar. Ég vann mörg ár hjá K.S. og líkaði vel, ég sat líka marga kaupfélagsaðalfúndi fyr- ir Sauðárkróksdeild, þá vom líka úrvals- menn sem stjómuðu K.S. og byggðu upp þau mannvirki sem K.S. á í dag. Þá var ferskur andi yfir félaginu og allir Skagfiið- ingar lögðu sig fram við að byggja á svæð- inu blómlegt atvinnulíf. Foringjar verka- lýðsfélaga í Skagafirði horfa á og aðhafast ekkert, en fá þess í stað loddara úr Reykja- víkfilaðspáíffamtíðinaogbíðasvo á- tekta. Einfaldara var að halda bara miðils- fund og fá framliðna úl að koma að málun- um. Sameining sveitarfélaga í Skagafirði er oiðin að vemleika, hún var skynsamleg, miðað við þær þjóðfélagsbreytingar sem oiðiðhafa í dag á Islandi. Sveitarfélag okk- ar er mjög skuldsett. Það er talið hyggilegt aðsveitarfélagið selji hlut sinn í Fiskiðjunni Skagfiiðingi eða Steinullarfélaginu. Seinni kostinn tel ég fysilegri, þó að einhver töf yrði á sölunni vegna fyrri samninga. Ég tel í sambandi við eignaraðild hluthafa í út- geiðarfélaginu sé rétt að bærinn ætti sinn hlut áfram, en K.S. og aðrir hluthafar í fé- laginu yrðu jafnsterkir. Ef K.S. ætti sinn hluta óskertan, þá mætti selja á frjálsum markaði eða á annan hátt, það stóran hlut að þeir einstaklingar og félög sem em í félag- inu og væntanlegir hluthafar yrðu jafn- sterkir K.S. Ég er harður á því að félagö losi sig við Grundarfjarðareignimar sem allra fyrst. Til greina kæmi að hafa eitthvert samstarf við nágrannaútgerð eða auglýsa eftir samstarfsaðilum í greininni sem ætti báta og mikinn kvóta og væm til með að setjast hér að eða á Hofsósi. Við þurfúm að vinna markvisst að því að efla felagið og um leið atvinnulífið. Það er mikið rætt um það í þjóðfélaginu að í fiskvinnslunni séu láglaunastörf. Nútíma vélvæðing í vinnsl- unni er höfuð atriðið eias og í öðmm at- vinnugreinum og að varan sé seld milliliða- laust, ef að svo er þá væri hægt að greiða viðunandi laun í vinnslunni. Auðvitaðráða markaðsmálin veiðlaginu á vömnni. Það er mín trú að þar sem fiskveiðar er stærsti at- vinnuvegur þjóðarinnar í dag og veiða það áfram, að stærsti vaxtarbroddurinn verði í þessari grein í atvinnumálum. Á síðasta að- alfundi í félaginu var séra Gísli Gunnars- son kosinn í stjómina sem fulltrúi sveitar- stjómar. Hann er forseti sveitarfélagsins Skagaf. Stefán Guðmundsson alþingism. og sveitarfulltrúi, þá er hann líka í stjóm- inni og formaður atvinnumálanefndar Skagafjarðar. Stefán var nokkur ár fram- kvæmdastjóri Skagfirðings hf. og rak fé- lagið með miklum dugnaði og hagsýni, fé- lagið dafnaði vel undir hans stjóm. Ég treysti þessum mönnum vel til allragóðra verka. Félagið þarf að stokka upp ffá gmnni með hagsmuni hluthafa og allra Skagfirðinga í fyrirrúmi, vinnslunni voð- ur að haga þannig að fleiri komist að, og skólafólkið njóti góðs af vinnslunni á sumr- in, það er styrkur félagsins að þjálfa nýliða í vinnslunni. Allir tilburðir til að halda félaginu lok- uðu og stjóma því af fámennri klíku em fyrirfram dauðadæmdir undir þeim jámaga að sumir félagsmenn sem eiga allt að 6 milljóna kr. hlut í félaginu em gíslar og ná ekki sínu fé út, þrátt fyrir háan aldur. Svona vinnubrögð þekkjast ekki í siðuðu þjóðfélagi enda stríðir það á móti hlutafé- lagslögum, þá vom kaupin á Grundarljarð- areignunum framkvæmd á þann hátt að þau vom ólögleg í alla staði og hefði verið hægt að hnekkja þeim með málsókn. Það er athyglisvertaðmeirihlutinn í stjóm KS sit- ur báðumegin við borðið í allri samnings- gerðinni í sambandi við sameiningu félag- anna. Kaupfélag Skagfiiðinga á stóran þátt í atvinnuleysi í Skagafirði ffá árinu 1996. Með réttum aðgerðum væri hægt að gera Fiskiðjuna Skagfirðing hf. með stærstu út- gerðarfélögum á Norðurlandi en til þess þurfúm við að flytja inn á svæðið hugsjóna- menn sem hafa gott vit á fjármálum og kunna á kerfið. Góðærið hefúr farið ffam hjá Skagafirði það er ekki því að kenna að hér sé ekki góð aðstaða fyrir atvinnurekstur bæði fil sjós og lands, sama gildir um allt Norðurland vestra. Þaðem forystumennim- ir sem hafa klikkað. Menntamálaráðherra sagði í síðustu stjómmálaumræðum að atvinnumálin væm ekki lengur í umræðunni. Alþingismenn úr strjálbýlinu hafa samþykkt að breyta kjör- dæmunum, hvað lá á því? Er hyggilegtað efla Reykjavíkurvaldið sem þeir kljást dag- lega við í sambandi við landsbyggðina, þetta fyrmefnda vald á 55 milljarða í er- lendum fasteignum og hlutabréfum, þetta fjármagn hefði nægt tíl þess að byggja upp blómlegt atvinnulíf á öllu Norðurlandi. Sumir segja að Verslunarráð íslands raði yfir landinu, verslunarkeðjurmeðerlendum að- ilum reyna á allan hátt að gleypa allar verslanir og arðbær fyrirtæki út á landi eða setja þau á hausinn með aðstoð bankanna, er þetta þjóðfélagsgeið sem við viljum? Og það nýjasta, Ríkisstjóm íslands tekur þátt í stríðsrekstri, með Bandaríkjunum og Nato gegn stjómfijálsri þjóð og setur þar allt í rúst og leiðir hörmungar yfir Júkóslavíu í stað þess að semja um málin, þó það tæki lengri tíma. Herlaus þjóð áttí að neita að taka þátt í slfkum glæpaaðgerðum. Varahlutir - felgur Erum með úrval notaðra varahluta í flestar gerðir bíla. Eigum mikið úrval af stálfelgum undir japanska og evrópska bíla. Flytjum einnig inn altenatora, startara, aðalljós og fleira. Útvegum varahluti erlendis ffá. Bílapartasalan Austurhlíð 601 Akureyri Sími 462 6512, fax 461 2040 Opið kl. 9-18,30 og 10-15 laugardaga

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.