Feykir


Feykir - 30.06.1999, Page 3

Feykir - 30.06.1999, Page 3
23/1999 FEYKIR 3 Seiðin frá Máka á Lambanesreyki í septembermánuði Framkvæmdir eru nú komn- ar vel af stað við breytingar á seiðaeldisstöðunni á Lambanes- reykjum í Fljótum, en þær miða að því að unnt verði að heíja þar eldi barraseiða í september næstkomandi. Þá er áætlað að heija matfiskeldi við Hrauna- krók um mitt næsta ár, taka þá í notkun fyrsta kerið af sex. Áætl- anir gera síðan ráð íyrir að öll fjárfestingin við Miklavatn vaði komin í notkun á árinu 2002 og þar með allur lífmassi stöðvar- innar. Framleiðslan á því ári er áætluð að minnsta kosti 600 tonn og framleiðsluverðmæti varlega áætluð um 300 milljón- ir króna. Þær eru glæsilegar áætlan- imar hjá forsvarsmönnum barraeldisins Máka á Sauðár- króki, en fyrirtækið keypti sem kunnugt er þrotabúið við Mikla- vatn í Fljótum, sem lengi var kennt við Miklalax, á síðasta ári. Framkvæmdir í seiðaeldis- stöðunni á Lambanesreykjum hófust fyrir rúmum mánuði. Áætlað er að framleiðsla Máka á þessu ári verði 25 tonn og er þar miðaðviðfisk á markað. í Máka er hins vegar búið að byggja upp geisilegan lífmassa, sem er ætl- að að alast upp í sláturstærð í Fljótunum. Strax og seiðaeldi- stöðin við Lambanesreyki er komin í notkun eykst fram- leiðslugeta stöðvarinnar upp í rúmlega 100 tonn, og við fyrsta kerið við Hraunakrók, tvöfaldast sú framleiðslugeta, og þannig eykst framleiðslan síðan við hvert keranna sex sem tekin verða í notkun við Hraunakrók- inn. Góð tök á eldinu Gilles Chandaras franskur eldisffæðingur, sem starfað hef- ur hjá Máka frá febrúar síðast- liðnum, segir eldið í mjög góðu horfi. Vaxtahraði fisksins sé góð- ur og náðst hafi mjög góð tók á öllum þáttum eldisins. Allir byijunarörðugleikar séu að baki og því virðist útlitið mjög gott framundan. Guðmundur Om Ingólfsson framkvæmdastjóri er sannfærður um að hægt sé að byggja stöðina á Lambanes- reykum upp á sömu forsendum og á Sauðárkróki. Hins vegar er aðfara af stað vinna varðandi út- færslu á stóru kerjunum við Hraunakrók. Að því verki vinn- ur starfshópur sem stýrt er af Valdimar Kr. Jónssyni prófess- or í Háskólanum, en sótt hefur verið um styrk varðandi þetta verkefni til Evrópusambands- ins, en Máki hefur einmitt not- ið liðsinnis ESB varðandi rann- sóknir við uppbyggingu barra- eldisins hér á landi. Hvaðyfirbyggingu keijanna sex við Hraunakrók varðar, hef- ur helst komið til álíta að bygga kúluhús yfir þau. Á þann hátt verði hægast um vik að taka þau í notkun hvert af öðru. Á aðalfundi Máka sem hald- inn var sl. fimmtudag var sam- þykkt að auka hlutafé fyrirtæk- isins um 40 milljónir, en það er nú rúmar 80 milljónir. Tap á rekstri Máka á síðasta ári var 24 milljónir. Þar er meðtalin kaup- in á Miklalaxstöðinni upp á 14 milljónir og afskriftir upp á um 8 milljónir króna. Áætlað er að rekstrartap verði litlu minna á þessu ári, en upp úr árinu 2002 áætla Mákamenn að fyrirtækið fari að skila hagnaði, en spár uin verðþróun gera ráð iyrir því að markaður fyrir barra verði jafn og góður næstu árin. Símon með lægsta tilboð í hitaveituna Símon Skarphéðinsson vinnuvélaeigandi á Sauðár- króki var með lægsta tilboðið í framkæmdir á vegum Hita- veitu Skagaíjarðar, sem ný- lega voru boðnar út. Tilboð Símonar var upp á rúmar 26 milljónir eða 77,4% af kostn- aðaráætlun, og var því tekið. Árvirkni frá Blönduósi bauð 82,4%, Steypustöð Skaga- fjarðar 85,8%, en þrjú önnur tilboð, öll frá aðilum utan kjördæmisins, voru talsvert hærri, allt upp í tæplega 170% af kostnaðaráætlun. Boðnar voru út lagnir hita- veitulagna í Varmahlíð og frá Marbæli um Langholt, Stað- arsveit og Víkurtorfuna að Birkihlíð. Á þessu sést að framkvæmdir verða miklar hjá Hitaveitu Skagafjarðar í sumar. T oy ota t skemmtileg bílasýnirig viö Abæ laugardaginn 3. júlí frá kl. 12-17 Sýrmm: Toyota Avencis Toyota Corolla Sedan Toyota Corolla Touring Toyota Hilux (mikið breyttur) Qg bílinn sem sleaið hefur öll sölumet Tovota Yaris Komiö og reynsluakið Toyota T oyota - tákn um gæöi- Söluumboð Sauðárkróki Bókabúð Brynjars Föstudagstilboð Lambagrillsneiðar 359- Guðlax 298- Stórlúða 598- Nýr ferskur lax 398- Bökunarkartöflur 129- Kynning frá kl. 14-18 á súkkulaðisnúðum frá Kexsmiðjunni - Kynningarverð 198 - Grillum fyrir utan verslunina firá 16-18 Komið og smakkið ljúfengan grillmat frá kjötvinnslu KS

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.