Feykir


Feykir - 30.06.1999, Blaðsíða 6

Feykir - 30.06.1999, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 23/1999 Hagyrðingaþáttur 276 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Rúnar Kristjánsson sem á fyrstu vís- umaraðþessu sinni. Enn er kalt og kal í túnum kvíði í bœndum yfirþví. Þeirmeð hörku hleypa brúnum horfa mœddir norðrið í. Skyldi hann áfram œtla að vera einmitt svona, hugsa þeir. Ekki er þá um gott að gera grasvöxturinn allur deyr. Næst kemur limra eftir Rúnar sem mun vera gerð skömmu íyrir kosningar, er hann var spurður hvort hann ætlaði að kjósa græna framboðið, og þá hvers vegna. Með Steingrími á stjómmálagötum við störfim afhugsjóna-hvötum sá vegur er vœnn til vinstri og grœnn sem vígður er ógeði á krötum. Eitthvað heyrðist um að nokkurt stapp hefði verið í kringum ráðherrastól- ana eftir kosningar og virðist Rúnar hafa fengið nánari fregnir af því, eftir næstu vísum hans að dæma. Páll á stólnum harðurhékk hœttur setu á lœgri bekk. Halldórfast að honum gekk hellidembu á sig fékk. Ættarfrœga kjaftakvörn kynnti sálin valdagjöm. Hlaut þó sína vonarvörn Valgerðurfrá Lómatjöm. Það mun hafa verið Indriði Þorkels- son á Fjalli sem orti svo. Ærið mörgu er í lýð um œvina búið að Ijúga. En hann reyndist ár og síð óbilandi að trúa. Heilsufar manna er oft ærið misjafnt eins og flestir þekkja og hefur sá er Jökull Pétursson málari orti til eftirfar- andi vísu, trúlega verið eitthvað slappur. Hvort hann tórir, ekki á œtla ég að giska. Utlitið er að minnsta kosti ekki á margafiska. Það mun hafa verið hinn snjalli Þor- valdur Þórarinsson frá Hjaltabakka sem orti svo. Einn ég sit með angraðgá) - erfitt skap að þvinga. Get í jjarska sífelltséð sœlu Húnvetninga. Önnur vísa kemur hér sem mun vera eftir Þorvald. Ættfrœðinga þyrfti að þjálfa svo þjóðin bœri meira skyn á alla þá, sem áttu kálfa og offruðu skinni í handritin. Það mun hafa verið vorið 1970 sem Olli orðaði hugsun sína á þessa leið. Ég vilflýjaflesta hér finna nýja heima. Ofar skýum una mér um ást og hlýju dreyma. Gott er að fá næst þessa leiðréttingu frá Olla. Heift úrsinni hverfa fer úr hug til minna granm, efég fimi að omar mér eldur minninganm. Nýlega fékk ég þær upplýsingarað eftirfarandi vísa, sem ég hef kunnað lengi án þess að vita um höfund henn- ar, muni vera eftir Olla. Langar mig til að biðja lesendur að gefa mér upplýsing- ar þar um, kunni þeir skil þar á. Þótt ég heiminn h’eddi í kvöld kona engin grcetur. Svom er að setja tjöld sín til einnar nœtur. Gissur Jónsson frá Valadal er höf- undur að næstu vísum sem munu hafa veriðgerðar snemma morguns að sumri til er hann dvaldi í Víðimýrarseli. Mun honum sem oftar hafa verið litið út á Stapann, þar sem minnisvarði Stefáns G. Stefánssonar stendur. Það var glampandi sólskin þennan morgun og margt fólk á Stapanum. Efá verðurefni hlé andinn lengi sefur. Styttan mig um Stefán G. stöðugt vakið hefiir. Fallegur erfjörðurinn fjallahringur víður. Fagurskrýddan faðminn sitm ferðamömum bíður. Fyri r þrifhaðjjörðurinn fagurt lofþér syngur. Gakktu vel um garðimi þinn góður Islendingur. Þijár vísur í viðbót koma hér eftir Gissur og munu þær vera úr bréfi sem hann skrifaði móður sinni eftir að hún flutti frá Valadal til Reykiavíkur í kring- um 1940. Oft ég skunda óðs á fund öllum blundi þjaka mína stundum léttir lund liðugtbundin staka. Vart mig stingur veiklynd þrá vonin yngir bjarta, mín óþvinguð tnœrðarskrá milt við syngur bjarta. Búskapinn ég best fœ greint björtust Ijós þar skína. Otilneyddur svík ég seint sannfæringu mína. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Tindastóli fatast flugið á toppnum í fótboltanum Ágætis árangur UMSS- krakka á Goggamótinu Tindastóli hefur heldur verfi að fatast llugið á toppi ann- arrar deildarinnar að undan- fömu. Eftir sigur í fjómm fyrstu leikjunum, komu tvö jafntefli, 1:1 gegn Solfossi á útivelli og 0:0 móti Sindra á Króknum. I síðasta leik, sem fram fór í fyrrakvöld, tapaði síðan Tindastóll fyrir Þór 0:1 á Akureyri. Tindastóll var síst lakari aðilinn í þessum leik, en eins og í leikjunum að undantörnu gekk ekki vel að skora, þó leikmenn fengu gullin tækifæri til þess. Tindastóll er samt enn í efsta sætinu með 14 stig, á betri markatölu en HK sem hefur jafnmörg stig, en það lið tapaði fyrir Tindastóli 1:6 fyrr í vor. Leiknismenn, sem Tindastóll mætir um næstu helgi, er skammt undan með 13 stig og Sindri ermeð 11 stig, þannig að Tindastólsmönnum veitir ekki af því að fara að hala inn stig að nýju til að bæta stöðu sína í toppbaráttunni. Siglfirðingar fengu Leikni í heimsókn um helgina og geiðu jafntefli 1:1. Siglfirðingar hafa einnig verið að dala að undan- fömu, töpuðu t.d. á dögunum fyrir neðsta liði deildarinnar Völsungi. KS-ingar eru samt um miðja deildina með 9 stig. I þriðju deildinni heldur Hvöt áfram sigurgöngu sinni, sigraði Nökkva 3:1 í leik á Ak- ureyri. Neisti heldur öðru sæt- inu, en Neistamenn unnu ör- uggan sigur á Kormáki 5:1. Leikurinn fór fram á Sauðár- króki en ekki hefur enn verfi hægt að leika á Hofsósvellinum í sumar, sem er illa farinn vegna kalskemmda. Þá vann Magni HSÞb 3:0. Sautján krakkar úr Skaga- firði, á aldinum 6-14 ára, fóru ásamt foreldrum og þjálfur- um á stórmót Gogga Gal- vaska sem haldið var 18.-20. júní í Mosfellsbæ. Þetta er fjölskyldumót sem haldið er árlega og stílað upp á að alltaf sé eitth vað að gerast auk í- þróttanna: ratlcikir, diskó- tek, sundlaugarpartí og margt fleira. Aðaláherslan er lögð á leik- gleði og skemmtunina að vera með, enda meiga keppendur undir 10 ára aldri ekki fá vað- laun en allir þátttakendur eru leysúr út með gjöfum. Allir stóðu Skagfirðingamir sig vel. Jóhanna Þ. Magnús- dóttir UMFH bætti gamla „goggametið” sitt um meter í kúluvarpi stelpna og Ámi Geir Sigurbjömsson UMFT jafnaði metíð í langstökki stráka. Aföðr- um árangri krakkanna má nefna að Inga Bima Friðjónsdóttir UMFT sigraði í langstökki og 60 metra hlaupi, varð önnur í 800 metra hlaupi og hástökki og þriðja í 4x100 metra hlaupi á- samt Jóhönnu Þ. Magnúsdóttur UMFH, Dönu Antonsdóttur UMFH og Kristbjörgu Bjama- dóttur Neista. Ámi Geir Sigur- bjömsson UMFT, sem sigraði í langstökki, varð annar í 60 metra hlaupi og kúluvarpi og þriðji í 4x 100 metra hlaupi ásamt Guð- jóni Kárasyni UMFH, Brynjari Kárasyni UMFH og Óttari P. Ingólfssyni UMFH. Ungir Skagfírðingar í landslið í körfubolta og golfíþróttinni Tvær stúlkur úr Tindastóli vom fyrir skömmu valdar í unglingalandslið í körfúbolta og kepptu á Norðurlandamóti í Danmörku. Þetta em þær Bima Eiríksdóttir og Efemía Sigur- bjömsdóttir. Efemía semreynd- ar hefúr áður leikið í unglinga- landsliði, sagði að íslenska liðið hefði verið langlávaxnast og því á brattan að sækja. Allir leikim- ir töpuðust að þessu sinni. Þá má geta þess í leiðinni að golfarinn efnilegi Guðmundur Ingvi Einarsson var valinn í unglingalandsliðið, en Golf- klúbburSauðárkróks hefúr sinnt unglingastarfinu af krafti mörg undanfarin ár. Sjálfstæður dreifíngaraðili Herbalife Hringdu í mig ef þú vilt kynna þér vörumar eða tækifærið Jóhanna Dögg í síma 869 3837. netfang; johanna-dogg@hotmail.com

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.