Feykir


Feykir - 30.06.1999, Side 8

Feykir - 30.06.1999, Side 8
30. júní 1999,23. tölublað, 19. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Katrín María Andrésdóttir svæðisfulltrúi Rauða krossins L M KJÖRBÓK MLm Eh 7* Vinsœlasti sérkjarareikningur íslendinga 1 L L -meðfc MM Landsbanki <a Mk ftasfeaií'v Útibuið á Sauðárkróki - S: 453 5353 , Unnið í 16 tíma á sólarhring í rækjuvinnslu Skagstrendings Mikil vinna er nú í rækju- vinnslu Skagstrendings á Skagaströnd. Unnið er á þremur vöktum, 16 tíma á sól- arhring. Vaktafyrirkomulag- inu var breytt um síðustu mán- aðamót og er áætlað að halda úti þessum vöktum til ioka á- gústmánaðar. Alls vinna um 60 manns hjá rækjuvinnslunni í dag, í stað mn 45 sem unnu hjá fyrirtækinu í vetur. Það var að- allega skólafólk sem bættist við í rækjuna hjá Skagstrendingi nú í vor. Halldór Gunnar Ólafsson verksmiðjustjóri segirað vinnslan hafi gengið vel og ágætlega horfi með hráefnisöflun. „Við höfúm verið að fá rækju af Flæmska hatt- inum, en þar em tvö skipa Skag- strendings sem sigla nú undir eistneskum fána, Örvar og Helga Björg sem heitir núna Thakuna.” Vinnan í rækjuvinnslunni hefst klukkan eitt eftir miðnætti, fyrsta vaktin vinnur til fimm, þá tekur sú næsta við og vinnur til 11, þá tekur þriðja vaktin yfir og vinnur til fimm síðdegis. Fólk vinnursíð- an við þrif fram til átta á kvöldin, þannig að það er ekki langt hlé í vinnslusalnum áðuren vinnan byij- araftur. Aðspurður hvort möguleiki væri á að þessi mikla vinna mundi haldast lengur en út ágúst sagði Halldór að svo væri ekki, þá yrði aftur farið í tvær sex tíma vaktir. Þess má geta að rækju- vinnsla Skagstrendings er langstærsti vinnustaðurinn á Skagaströnd í dag. Lætur nærri að starfsmannafjöldi þar sé um 10% íbúa þorpsins. tekur við gjafabréfinu úr hendi Stefáns Guðmundssonar for- manns stjómar Kaupfélags Skagfirðinga. AðalfandarfuUtrúar KS gefa laun sín Á aðalfúndi Kaupfélags Skag- firðinga á liðnu vori samþykktu aðalfúndarfulltrúar að gefa kr. 300.000 til Rauða kross íslands, er varið skyldi til hjálparstarfs í ríkjum fyrrum Júgóslavíku, í stað þess að þiggja laun fyrir setu á að- alfundinum. Fulltrúar Kaupfé- lagsins afhentu þessa gjöf form- lega fyrir skömmu. Þetta var fyrsta verk nýkjörins stjómarformanns Kaupfélags Skagfuðinga Stefáns Guðmunds- sonar. Stefán sagði að menn hefðu lengi veitt eftirtekt því fórfúsa samvinnustarfi sem félagar í Rauða krossinum ynntu af hendi, bæði hér í Skagafirði og annars staðar og því væri það vel við hæfi að samvinnumenn hjá Kaupfélagi Skagfiiðinga veittu þennan þakk- lætisvott til Rauða krossins og legðu þar lið hinu ntikla hjálpar- starfi í ríkjum fyrrum Júgóslavíu. Katrín María Andrésdóttir svæðisfulltrúi Rauða krossins þakkaði gjöfina og góðan hug að- alfundarfulltrúa KS, sem og stjómenda félagsins. Katrín sagði Skagfiiðinga sýna starfi Rauða krossins mikinn og ómetanlegan stuðning. Hún vék að starfi sam- takanna og Skagafjaraðardeildar- innar, en hún mun vera næstelsta deild landsins, einungis Akureyr- ardeildin er eldri. Samið við Borgina um skólann Umhverfis- og tækninefnd Skagaijarðar samþykkti á fundi sínum fyrir viku að hafna eina tilboðinu sem kom í byggingu b-álmu og Kubbsins svokaUaða viðÁrskóla. Nefnin leggurtil að leitað verði samninga við tilboðs- gjafa um verkið, en það var Tré- sntiðjan Borg hf sem átti eina tilboðið í skólabygg ingamar. Endurskoðuð kosntaðaráætl- un ffá hönnuðum er upp á 181,2 milljónir. Tilboð Trésmiðjunnar Borgar var 22,2% yfir kostnað- aráætlun og fulltrúar í umhverf- is- og tækninefnd telja mögu- leika á að samningar náist á milli sveitarfélagsins og Borgar um að fyrirtækið taki að sér ffamkvæmdimar. Búist var við fleiri tilboðum í þetta verk, sem er nokkuð stórt í sniðum, og verkið var boðið út á almennum markaði. Ætla má að næg verkefni séu hjá bygging- araðilum í héraðinu og nágrenn- inu, þar sem einungis þetta eina tilboð barst. Jóhann ráðinn skólastófi í Húnaþingi Skólastjóri ráðinn að tónlistarskólanum Á fundi skólanefndar Skaga- fjarðar í gær og á sveitarstjómar- fundi seinna um daginn var gengið ffá ráðningu Sveins Sig- urbjömssonar í stöðu skólastjóra sameinaðs Tónlistarskóla Skagaijarðar og Akrahrepps. Umsækjendur unt starfið vom fimrn talsins, auk Sveins þau Mínerva M. Haraldsdóttir frá Eiðum, Jóhann Þór Baldursson Búðardal, Hilmar Sverrisson Sauðárkróki og Þórólfur Stef- ánsson sem búsettur er í Sví- þjóð. Fram kom á fundi sveitar- stjómar í gær að yfirkennarar við Tónlistarskólann verða Stefán Gíslason við útibúið í VarmahKð og Anna Jónsdóttir á Hofsósi. Jóhann Albertsson skólastjóri Laugarbakkaskóla hefur ver- ið ráðinn skólastjóri sameinaðs grunnskóla í Húnaþingi vestra. Jóhann mun þó ekki formlega taka við starfinu fyrr en 1. ágúst árið 2000. Fram að þeim tíma mun hann sinna verkefnisstjóm vegna samein- ingar skólanna, þannig að Bjarney Valdimarsdóttir skólastjóri grunnskólans á Hvammstanga mun sinna sínu starfi fram að þeim tíma. Jóhann var einn umsækjenda um skólastjórastöðuna þegar hún var auglýst, og væntanlega hefur fjöldi umsækjendaráðist af því að óformlega mun hafa veriðbúiðað ganga frá ráðningu Jóhanns í starfið áðuren það var auglýst, en það mun vera skylda að auglýsa opinber störf. BÚ STA&UK FASTEIGNASALA Á LANDSBYGGÐINNI Jón Sigfús Sigurjónsson HDL. Aðalgötu 14, Sauðárkróki, sími 453 6012

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.