Feykir - 15.12.1999, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 4.V1999
Það eru að koma jól
Þegar við b'tum í kringum okk-
ur þessa dagana fer það varla
framhjá nokkrum manni að hátíð
fer í hönd. Litfagrar ljósaskreyting-
ar lýsa upp skammdegið og gleðja
augað. Eftirvænting og gleði skín í
andlitum bamanna. Söngur og
ómur fallegra tóna gæla við eyrað.
Ótal samkomur og mannamót eiga
sér stað. Það eru annir á heimilum
með bakstur og annan undirbún-
ing. Hvunndagurinn breytist þessa
dagana, það gerir hann alltaf á
þessum sama tíma á ári hverju.
Það hefur hann gert í nær tvær ald-
ir óháð ljósaskreyttum hýbýlum
manna eða hvers konar önnum.
Það em að koma jól.
Djúpt í sálardjúpi okkar mann-
anna vaknar kraftur sem tekur á
sig form og tjáir sig í hinu ytra, í
undirbúningi og samskiptum okk-
ar. Það er ekki spurt hvers vegna?
Heldur er leitað leiða til þess að
þessi kraftur megi öðlast tjáningu
á sem einlægastan hátt.
Sumir vilja halda því fram að
maðurinn sé drifinn áfram af vana
og hefðum og þegar jólin nálgast
séum við eins og vélmenni teymd
af öflum markaðshyggjunnar sem
nýta sér þenan veikleika mannsins
í gróðaskyni. Við tölum um kaup-
mannsjól, vísajól og jólatimbur-
menn. Það felast eflaust einhver
sannindi í því sem þessar raddir
segja. Það er hverjum manni gagn-
legt og gott að vera gagnrýnin á
sjálfan sig og umhverfí sitt, taka
hlutina til endurmats í þeim til-
gangi að athuga hvað betur mætti
fara. Látum þó slíkar fullyrðingar
umjólin og undirbúning þessarar
hátíðar ekki villa okkur frá því sem
er hið eiginlega, því sem er kveikj-
an og tilgangurinn.
Það er reynsla mín úr eigin lífí
og annarra að innst í djúpi sálar
hvers manns sem skírður er til
kristinnar trúar hefur það krafta-
verk átt sér stað sem vitnað er um
í jólaguðspjalli Jóhannesar.
„Og orðið varð hold, hann bjó
með oss, fullur náðar og sannleika,
og vér sáum dýrð hans, dýrð sem
sonurinn eini á frá föðumum...Af
gnægð hans höfum vér allir þegið,
náð á náð ofan.”
Þess vegna höldum við jól.
Vegna hans sem er það ljós sem
lýsir í heimi vomm.
Jólin er gleði- og þakkarhátíð.
Við gleðjumst og þökkum það
kraftaverk, það ævintýri sem við
lifum á hverjum degi að Jesús
Kristur lifír mitt á meðal okkar.
Orðinu er sáð í hjarta okkar, boð-
skapur jólanna lifír og er virkur
þar. Þetta er sú náðargjöf sem við
viljum deila með hvert öðru um
jólin, sama hve geta okkar til þessa
er eða hve ólikar aðstæður okkar
eru. Allir vilja láta eitthvað gott af
sér leiða og kærleiksmáttur jólanna
er ofar öllu.
Hugleiðum bara þá reynslu
okkar af því þegar stríðandi öfl,
sem tókust á lögðu niður vopnin
og héldu frið um jólin. Stundimar
voru kannski ekki margar, en nóg
til þess að vekja von um varanleg-
an frið og að bjarga mannslífum.
Þetta em áhrifarík og eftirminnileg
dæmi um mátt kærleikans. En
styrjaldir em ekki bara háðar í fjar-
lægum löndum, í næsta húsi eða í
öðmm fjölskyldum. Við getum oft
fundið ósætti og stríð þegar við lít-
um í eigin barm. Óvinurinn og
stríðið getur leynst innra með okk-
ur sjálfum, byggt þar upp múra í
kringum hjartað og haldið kærleik-
anum föngnum.
A jólanótt í myrkasta vetrar-
myrkri fæddist barn, sem gefur
okkur von og iyrirheit um hjálp og
frelsun. Undirbúningur okkar og
jólahald er viðleitni okkar til að
bjóða þetta bam, vonina, ljósið í
lífí okkar velkomið; taka á móti
mætti kærleikans sem brítur alla
múra á milli manna og varpar birtu
á gleymda og geymda fjársjóði í
vom hjarta.
Megi vonin, ljós ljósanna ríkja í
þínu hjarta nú og að eilífu. Megi
þessar ljóðlínur höfúndar, sem mér
er ekki kunnur, fylgja þér á veg-
ferð þinni.
Vönin mér í brjósti býr,
besti hjartans auður,
vonin aldrei frá mér flýr,
fyrr en ég er dauður.
Vonin styður veikan þrótt,
vonin kvíða hrindir,
vonin hverja vökunótt
vonarljósin kyndir.
Guð gefi þér gleðilega
jólahátíð.
Séra Ragnheiður Jónsdóttir
Hofsósi.
Veljið jólagjafir
í tíma!
Nú styttist óðum í jólin og aldamótin. Hvernig væri að
versla jólagjafirnar snemma og gefa nytsamar og
þjóðlegar gjafir. Við eigum íslenska fánann og fánaveifur
f öllum stærðum. Níðsterkar vinnubuxur (bændabuxur) og
sloppa. Borðfánasett með skagfirsku grjóti á fætinum.
Jólagjöfin í ár handa mömmu og pabba, ömmu og afa er
skástöng sem fest er á vegg með fána, mjög auðveld í
notkun svo allir geti flaggað. Við eigum líka gullfalleg
rúmfatasett í mörgum litum, úr damaski hojakrepi og
bómull.
Komið og kfkið á úrvalið eða hafið samband. Gæði og
þjónusta er okkar aðalsmerki.
Vöndum valið - veljum íslenskt
Sýnishorn eru hjá Ingibjörgu Halldórs. Freyjugögu I
Sauðárkróki, sími 453 5696.
Sendum í póstkröfu ef óskað er.
Islenska fánasaumastofan
Suðurbraut 9, Hofsósi
Sími 453 7366 eða 893 0220
Lillukórinn með geisladisk
Það má með sanni segja að
tónlistin sé í hávegum höfð í
Húnaþingi vestra. Nú er
Lillukórinn á Hvammstanga bú-
inn að gefa út geisladisk sem ber
nafnið „Eg hylli þig Húnaþing"
eftir samnefndu lagi og ljóði sem
er á diskinum og er eftir Pétur
Aðalsteinsson frá Stóm - Borg.
Lagavalið er fjölbreytt og má þar
nefna íslensk alþýðulög, gömul
revíulög og dægurlög. Kórstjóri
og aðalhvatamaður að stofnun
kórsins er Ingibjörg Pálsdóttir og
hefur hún verið kórstjóri frá upp-
hafi. Hljóðritunin fór fram í Fé-
lagsheimilinu á Hvammstanga
og upptöku stjómaði Sigurður
Rúnar Jónsson en undirleikari
var Guðjón Pálsson
Lillukórinn samanstendur af
um 30 konum sem koma víðs-
vegar að úr Húnaþingi vestra og
æfa einu sinni í viku allan vetur-
inn. Þær hafa sungið við ýmis
tækifæri svo og farið í tónleika-
ferðir bæði suður og norður.
Kórinn hóf starfsemi sína
1992, en það ár var upphitunarár-
ið og ekki lagt í tónleikahald, en
síðan hafa verið árlegar uppá-
komur hjá kómum
Þann l.des síðastliðinn hélt
kórinn „Péturskvöld” þar sem
eingöngu vom sungin lög og ljóð
Péturs Aðalsteinssonar og var
nánast húsfyllir í félagsheimilinu
á Hvammstanga
Guðr. Jóh.