Feykir - 15.12.1999, Blaðsíða 18
18 FEYKIR 43/1999
Pegar ég var á leið um
Langadalinn að sumarlagi
fyrir örfáum árurn, veitti ég
því eftirtekt að hópur ungs
fólks var samankomin á eyr-
unum fyrir neðan Húnaver.
Það var greinilega verið að
leika sér í fótbolta. Um leið
varð mér hugsað til þess að
það væri víða sem sú yndis-
lega íþrótt knattspyman nyti
vinsælda og það rifjuðust
upp minningar frá því ég var
sjálfur á þessum aldri og
krakkamir við Húnaver, og
við lékum okkur á eyrunum
heima í Flókadalnum. Þá
var oft líf í tuskunum og
ýmsislegt skemmtilegt í
kringum þær æfingar.
Seinna hefur þetta lið úr
Flókadalnum verið kallað
okkar á milli „Eyrarliðið”.
Og ég var reyndar búinn að
tína saman í sarpinn ýmis-
legt um „Eyrarliðið” þegar
Jón Hjaltason sagnfræðingur
á Akureyri og forráðamaður
Bókaútgáfunnar Hóla, hafði
samband við mig og bað
mig endilega að birta eitt-
hvað úr bókinni um Rauðu
djöflana frá Manchester, sem
er saga Manchester United
1878-1999.
Trúlega fýsir marga að
eignast þessa bók sem er
listilega skrifuð af þeim
Agnari Frey Helgasyni og
Guðjóni Inga Eiríkssyni.
Ekkert knattspyrnulið í
heiminum á jafnmarga að-
dáendur á Islandi og
Manchester United, og sá
sem þetta skrifar er stoltur af
því að vera í þeim hópi.
Stjarna félagsins skín hvað
skærast um þessar mundir,
eftir þrennuna sætu á liðnu
vori og nýbakaðan heims-
meistaratitil félagsliða, sem
liðið vann í Japan á dögun-
um. Eg vil biðja lesendur að
njóta vel að lesa þessa bók,
en „sagan” af Eyrarliðinu
verður hins vegar að bíða
betri tíma í Feyki.
ÞÁ.
„Hefur yfir sér rómantískan blæ,
dulúð fegurð og skáldskap”
sagði Sir Matt Busby goðsögnin frá Manchester um knattspyrnuna
Meistaralið Manchester United eftir að hafa tryggt deildartitilinn á liðnu vori.
Sir Matt Busby
kvaddur
Old Trafford breyttist í
sannkallaðan helgidóm þegar
Sir Matt Busby lést. Það sama
gerðist á útfarardegi hans,
tuttugasta og sjöunda janúar.
Aðdáendur félagsins, nær og
fjær, fjölmenntu þá einnig fyr-
ir utan leikvanginn og ekki leið
á löngu þar til stéttin fyrir neð-
an „Munchen-klukkuna” -
minnisvarðann um flugslysið í
Munchen árið 1958 - varþakin
blómum, rauðum og hvítum.
En það voru fleiri en stuðn-
ingsmenn Manchester United
sem syrgðu þennan fallna for-
ingja, Lennart Johansson, for-
seti Knattspyrnusambands
Evrópu - UEFA, skrifaði eftir-
farandi minningarorð frá höf-
uðstöðvum sambandsins í
Bern í Sviss:
Syr Matt Busby.
„Sir Matt var maður stolts,
kjarks og hlýjn. Hann gekk
bæði í gegnum sigra og hörm-
ungar í þjónustu sinni hjá
Manchester United. Hann
byggði upp frábært knatt-
spyrnulið á sjötta áratugnum;
knattspyrnulið sem eflaust
hefði afrekað ennþá meira ef
flugslysið í Munchen hefði
ekki bundið enda á líf margra
af leikmönnum þess. Sir Matt
slasaðist sjálfur mjög mikið í
þessu slysi, en það var gott
merki um hinn mikla og sterka
persónuleika hans, hvemig
hann sigraðist á þeim erfiðleik-
um og snéri aftur til leiksins
sem hann elskaði.
Innan tíu ára frá flugslysinu
hafði sir Matt byggt upp annað
frábært knattspyrnulið undir
merki Manchester United;
knattspyrnulið sem náði þeim
merka áfanga að hampa sigur-
launum í Evrópukeppni meist-
araliða. Það var stærsta stund
Sir Matt innan knattspyrnunn-
ar.
Sir Matt tókst alltaf að laða
fram það besta í hverjum leik-
manni. Því sýndu kapplið hans
ætíð frábæra knattspyrnu; yfir
þeim var stíll - glæsibragur.
Þessir eiginleikar Sir Matt öfl-
uðu Manchester United millj-
ónum aðdáenda um allan
heim.
Sir Matt hélt áfram að starfa
hjá Manchester United eftir að
framkvænrdastjóraferli hans
lauk. Einnig starfaði hann um
tíma hjá Knattspymusambandi
Evrópu. Hann var ráðgjafi þess
og sérfræðingur í ýmsum mál-
um og niðurstaða hans var
ávallt endanleg. Slík var virð-
ingin fyrir störfum Sir Matt.
Þeir sem hafa fylgst með
evrópskri knattspyrnu nrunu
aldrei gleyma afrekum Sir
Matt. Við munum öll sakna
hans.”
Líkfylgd Sir Matt Busby
stöðvaði í tvær mínútur fyrir
utan Old Trafford á leiðinni í
kirkjugarðinn. Þar sagði Mart-
in Edwards, stjómarformaður
Manchester United: „Þessi
leikvangur segir allt um störf
Sir Matt Busby í þágu félags-
ins. Þegar Sir Matt Busby ráðst
til Manchester United var leik-
vangurinn í rúst eftir seinni
heimstyrjöldina en þykir nú
með allra glæislegustu knatt-
spyrnumannvirkjum á
Englandi.
Árið 1967 varð Sir Matt
Busby fyrsti heiðursborgari
Manchester úr röðum íþrótta-
manna. Við það tækifæri var
fjölmenni samankomið fyrir
utan ráðhús borgarinnar. Sagði
Sir Matt þá stuttlega frá ævi
sinni; lýsti áhyggjufullum dög-
um sínum hjá Manchester City
og hvemig gæfan snérist hon-
um í vil hjá Manchester
United. Fyrir honum var sigur
þó ekki allt.
„Ég neita því ekki að það er
ánægjulegt að ná góðum ár-
angri, en að sigra leiki með
ótuktarbrögðum er ekki hinn
sanni sigur. Það er skynsamlegt
að stefna að sigri svo fremi
sem verðlaunin séu ekki sett
ofar leiknum sjálfum. Og það
er heldur ekki skömm af ósigri
ef leikið er af bestu getu. Því
ættu leikmenn ávallt að sýna
drengskap og taka öllum úrslit-
um með hógværð en hvorki
biturð né monti.
Fyrir mér er knattspyman
æðst allra íþróttagreina. Hún
hefur yfir sér rómantískan blæ;
dulúð fegurð og skáldskap.
Knattspyrnuleikurinn verður
alltaf stærri en lífið sjálft. Hann
er goðsagnakenndur - eilífur.”
Þetta var lífsspeki Sir Matt
Busby; goðsagnar í lifanda lífi.
Og þessi orð lýsa honum vel -
greina hann frá öðmm leiðtog-
um innan knattspymunnar. Það
var undantekningarlaust eitt-
hvað sérstakt við kappliðin
sem hann mótaði. Þau léku
drengilega, þau kunnu að taka
ósigri ekkert síður en sigri, þau
settu skemmtanagildið ofar
öllu öðru - oft með frábærum
árangri.
Sir Matt Busby var minnst
með einnar mínútur þögn á öll-
um knattspymuvöllum á
Englandi. Stuðningsmenn
Manchester City og Ledds
gátu þó ekki á sér setið og létu
öllum illum látum á meðan.
Fengu þeir víða ákúmr fyrir
vikið.
Manchester United átti þá
að etja kappi við Everton á Old
Trafford og þar blöktu fánar í
hálfa stöng. Fyrir leikinn sagði
Alex Ferguson við leikmenn
sína: „Ég vil að þið spilið eins
og Sir Matt Busby hefði viljað.
Þessi leikur er í minningu
hans.”'
Framkvæmdastjórinn þurfti
ekki að endurtaka orð sín.
Rauðu djöflarnir sýndu allar
sínar bestu hliðar og sigruðu
Everton, þó aðeins 1 -0.