Feykir - 15.12.1999, Blaðsíða 5
43/1999 FEYKIR 5
Hinumegin við heiminn í annarri útgáfu
Skrifuð af heilindum og
hlýhug til lands og þjóðar
Guðmundur L. Friðfinsson frá Egilsá.
Út er komin frá bókaútgáf-
unni Skjaldborgu, önnur útgáfa
skáldsögu Guðmundar L. Frið-
finnssonar, „Hinumegin við
heiminn, sem út kom fyrst
1958 og var fimmta í röð bóka
Guðmundar. Það er Indriði G.
Þorsteinsson sem ritar formála
að þessari útgáfu bókarinnar og
þar segir í seinni hluta formál-
ans:
Hinummegin við heiminn
er saga Barkar Arasonar. Hún
er líka saga af vini hans í
Morgunstjömunni, sem hann
ávarpar þannig strax við upp-
haf annars kafla bókarinnar:
„Vinur minn góður á Morgun-
stjömunni. Þú ert mér nálægur,
en þó fjarri. Eg sé þig ekki og
veit ekkert hvemig þú ert -
hvort þú ert veruleikinn eða
draumur minn - von mín eða ó-
fullnægð þrá.” Þannig hefjast
þessi samskipti, þar sem tími
mannsins Barkar Arasonar og
fólksins í dalnum kemur í ljós
og daglegt amstur þess. Þessi
tíð er liðin, en er þó hluti af
kynslóðum þessarar aldar. Nú
er allt annar tími kominn, þótt
aðeins rúmir fimm tugir ára séu
liðnir síðan upplifun skáldsög-
unnar var í fullu gildi. Svo hratt
hefur skriðið í þjóðfélaginu
verið þann tíma síðan
Hinumegin við heiminn var
skrifuð, eftir þúsund ára kyrr-
stöðu, að sagan er líkust gömlu
landabréfi landkönnuðar sem
var í tygjum við Morgunstjöm-
una í leit að nýjum víðáttum.
Samt yfirgaf Guðmundur
aldrei þennan dal sinn, heldur
stjáklaði þar við bústrit sitt,
staddur í miðju andartaki lífs-
ins, spjallandi um fátæklega en
nærkomna hluti, einyrkinn í
nánu sambandi við ýmist sum-
ar og sól eða þungbúinn og
dimman vetur, þegar frosið var
fyrir skilningarvit árinnar.
Hann veit að kyrrstaða er ekki
til, en lætur ekki tmflast af því.
Hann notar ekki veginn
hinumegin í dalnum til að elta
fólkið í burt.
Söguhetjan Börkur Arason
telur sig í góðum félagsskap.
Máríuerlan situr í fjóskampin-
um og dyntar sér. Hún á við
kæra gestakomu og sóleyjan er
að opna augðað. Maðurinn,
sem situr kyrr, hoifir á þessa
sóley, „og hugur hans fyllist
fögnuði yfir því að fá að lifa og
taka þátt í vexti lífsins.” Sum-
arið er að vakna. Börkur Ara-
son ætlar enn einu sinni að leita
á náðir þess.
íslendingar hafa farið víða
vegu í bókmenntum á Jjessari
öld. Þeir hafa eignast höfunda,
sem þeir líta á sem hálfguði.
Þeir hafa skírt skáldskap þeirra
erlendum fræðiheitum, sem
auka eiga við þýðingu hans, ef
ekki í alheimi, þá á meðal tvö
hundruð þúsund manna. Með
þessum hætti hafa þeir komið
sér upp einskonar alþjóðlegu
mati á heimavinnunni. Þeir
gamna sér við að verðlauna og
tína þá til flest þau erlend heiti
yfir bókmenntir sem þeir
kunna. A bak við þessa gylltu
forhlið bærast svo bókmenntir
þjóðarinnar, gómsárar af innlif-
aðri reynslu, en án erlendra
skýringaheita eða lofrolla um
stfl. Þær hafa fengið að
þroskast eins og lágvaxið gras-
ið og em sífellt að gleðja okkur
á sinn hlóðláta og ósungna hátt.
Hinumegin við heiminn er ekki
bók fyrir ólympíuleika bók-
menntanna. En hún er skrifuð
af heilindum og hlýhug til
lands og þjóðar.
Gleðilegjól ogfarsœU komandi ár
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að Uða
/^BÚNAÐARBANKI
\a) ÍSLANDS HF
Útibúið á Sauðárkróki
Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð
TRAUSTUR BANKI