Feykir


Feykir - 23.02.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 23.02.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 8/2000 „Maður var búinn að lifa við þá einangrun sem hér var“ segir Sverrir Sveinsson sem sér nú árangur af meira en 10 ára baráttu sinni fyrir jarðgöngum um Héðinsíjörð Siglufjörður var fram á miðja þessa öld ein afskekktasta byggð á landinu, en Siglfirðingar hafa nokkmm sinnum haft ástæðu til að fagna áföngum í samgöngumálum. Tnílega hef- ur stærsti áfanginn verið þegar vegurinn yfir Siglufjarðar- skarð var tekinn í notkun um miðja öldina, en fram að þeim tíma hafði staðurinn búið við algjöra einangrun nema frá sjó. En Skarðið var einungis fært 3-4 mánuði á ári og því var stór áfangi þegar jarðgöngin um Stráka vom vígð undir lok sjö- unda áratugsins og einangrunin að vetrinum þar með rofin. Og síðasta fímmtudag rann síðan upp einn þessara góðu daga á Siglufirði, en þá tilkynnti samgönguráðherra Sturla Böðvarsson að jarðgöngin milli Siglufjarðar og Olafsfjarðar væm í forgangsröð í langtímaáætlun um jarðgangnagerð, á- samt einum göngum fyrir austan og vestan. Jarðgöng um Héðinsfjörð milli Siglufjarðar og Olafsijarð- ar hefur um árabil verið mikið baráttumál Siglfirðinga. Þeir voru því fljótir til á fimmtudaginn þegar tíðindin bámst og boðuðu til fundar þar sem að Kristján Möller alþingismað- ur kynnti jarðgangnaskýrsluna. Fundinn, sem var öllum op- inn, sóttu um 100 manns. Til hans boðuðu Samfylkingarfólk en einnig bauð það sérstaklega til hans þeim Guðmundi Skarphéðissyni og Sverri Sveinssyni, sem báðir tveir hafa unnið mjög að málinu, sérstaklega sá síðamefndi sem hreyfði fyrstur manna við þessu máli og fylgdi því síðan vel eftir allan tímann. Það var því ekki úr vegi að spyrja Sverri Sveinsson hvemig þetta jarðgangnamál hefði íyrst komið til. „Þetta verður ótvíræð breyting fyrir Siglufjörð og Sigl- firðinga“, segir Sverrir. „Það var á þeim tíma sem ég átti sæti í nefnd sem hafði það hlutverk að gera langtímaáætl- un um jarðgangnagerð. Eg held þetta hafi verið árið 1986. Þeg- ar þessi skýrsla kom út þá var hún um ýmiss jarðgöng en var ekki einskorðuð við að stytta vegalengdir á milli þéttbýlis- staða eins og þessi nýja skýrsla. Eg flutti svo þingsáíyktunartil- lögu um göng milli Olafsfjarð- ar og Siglufjarðar í beinu fram- haldi af Olafsfjarðargöngum árið 1990, en það er gaman að rifja það upp núna að við vígslu Múlagagnananna sagði Stein- grímur Sigfússon samgöngu- ráðherra eitthvað á þá leið að menn skyldu ekki útiloka það að fyrr en seinna yrðu göng opnuð á mið-Norðurlandi og hafði þá væntanlega þessa hug- mynd okkar í huga. Ég endurflutti svo tillöguna þegar komhar voru umsagnir frá Fjórðungssambandi Norð- lendinga og bæjarstjómunum á Ólafsfirði og Siglufirði. Síðan hefur þetta mál verið í enda- lausri skoðun og það fór ekki að ganga virkilega vel fyrr en samgönguráðherra Halldór Blöndal skipaði samráðshóp um veg yfir Lágheiði og tengd málefni. Þessi hópur skilaði af sér vinnu núna í haust og þá var mælt með þessum göngum og rökstutt náttúrlega með ýmsum greinargerðum eins og t.d. greinargerð sem út kom í maí sl. frá Þróunarsviði Byggða- stofnunar um félagsleg áhrif jarðgangnagerðar milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar. Síðan er fyrirtækið Rekstur og ráðgjöf búið að vinna skýrslu fyrir Siglufjarðarkaupstað um árang- ur að þessari vegtengingu, sem er ótíræður, og kemur inn á nánast öll svið mannlegra sam- skipta á þessu svæði. Tengja betur staðina Látinn hefur verið í ljós mikill áhugi fyrir því að sam- eina sveitarfélögin í utanverð- um Eyjafirði og það kemur sterkt inn í þetta val, trúi ég. Þegar ég flutti þetta mál fyrst var uppi mikil umræða um uppbyggingu á orkufrekum iðnaði í Eyjafirði og ég taldi svæðinu hér til framdráttar að tenga það í atvinnulegum skiln- ingi. A sama tíma var ég tala fyrir því að við þyrftum að tengja betur saman staðina hér fyrir vestan að setja af stað ein- hverja úrvinnslu orku á Skaga- fjarðarsvæðinu, í framhaldi af virkjun Héraðsvatnanna. Ég sá alveg fyrir mér að þyrfti að hreyfa eitthvert fjármagn, að stórverkefni þyrfti að fara hér í gang til að vega upp á móti þeirri stöðnun sem var á þessu svæði, sem mótvægi gegn þeirri þenslu sem er á suðvest- urhominu. Við héldum þessu mjög á lofti í kosningunum 1995. Það má segja að það hafi orðið mikil vakning fyrir jarð- gangnamálinu inni í Eyjafirði og á Akureyri. Ég hef líka orð- ið var við mikinn áhuga í kjör- dæminu okkar, Skagafirði og Húnavatnssýslum. Menn átt- uðu sig á þvf að það varð að setja í gang eitthvert svona stór- verkefni á landsbyggðinni, sem auðveldi okkur búsetuna.” 5000 manna sveitarfélag - En má ekki reikna með að þessi jarðgangnatenging verði til þess að Siglfirðingar leiti meira til austurs? , Jú, þetta opnar Siglfirðing- um aðgang að jaeirri þjónustu sem á Akureyri er og ég hygg að fólk úr Skagafirði noti í tölu- vert miklu mæli: hátækni- sjúkrahús, háskólinn og verk- menntaskólinn. Það hefur verið talað um að jarðgöngin geti orðið til þess að 5000 manna sveitarfélag verði til, með sam- einingu Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Ég heyri nú samt á hreppsnefndarmönnum inni í Eyjafirðinum að þeir telji þetta mikið langtímaverkefni. Alla vega auðveldar [jetta Sigl- firðingum að stunda nám á Ak- ureyri og fara í milli a. m. k. um helgar og jafnvel kvölds og morgna. Þá verður t.d. stutt í Stýrimannaskólinn á Dalvík, en það verður 30 mínútna keyrsla inn á Dalvík.” Lifað við einangrun - En jjegar [>essi umræða fór af stað. Varst þú bjartsýnn á að Jressi jarðgöng yrðu að vem- leika? „Ég var mjög bjartsýnn á jjetta, vegna jjess að maður var búinn að lifa við þá einangmn sem hér var þangað til opnað var inn í Skagafjörðinn með jarðgöngunum um Stráka. Og þó það hafi gengið mjög seint að fullgera veginn hingað út eftir, þá var þetta svo stórkost- legur liður t.d. í áframhaldandi uppbyggingu hér í ferðamálum, sem Siglufjörður hafði orðið mjög afskiptur af vegna ein- angmnar sinnar og út Skaga- fjörður vegna samgönguleysis. Þessi nýja leið mun opna stór- kostlega möguleika í ferðaþjón- ustu. Ég held við komumst inn á kortið með stöðum eins og Mývatnssveit. Ég er viss um að það er ekki síður eftirsóknarvert að fara út Eyjafjörðinn og í Skagafjörðinn og njóta jressa fallegs landslags, heldur en fara austur í Mývatnssveit.” 500 metra vegskálar - Nú vilduð þið Siglfirðing- ar aldrei ljá máls á svokallaðir Fljótaleið, inn í Nautadal fyrir ofan Hraun og þaðan í Ólafs- fjörð, hvers vegna ekki? „Hagkvæmni jtessara ganga felast í því að koma á sem skemmstri vegtengingu milli staðanna, Ólafsfjarðar og Siglu- Ijarðar. Úr Skútudal á Siglufirði unt Héðinsfjörð f Garðsdai sem er í næsta nágrenni við Ólafs- fjarðarkaupstað. Það er búið að rannsaka jtessa leið mjög vel, en joetta er alls ekki sú leið sem fyrst var bent á, og verður bæði dýrari og lengri, en er talin full- nægjandi með tilliti til snjó- flóðahættu, sem er að sjálf- sögðu til staðar þar sem við þurfum að skera þessi fjöll og hún verður auðvitað alltaf fyrir hendi. Vegurinn að göngunum verður með vegskálum. Heild- arvegalengdin milli kaupstað- anna verður 15 km. Þar af verða 500 metra langir vegskál- ar, fjórir talsins, og fjórir kfló- metrar af nýjum vegum. Vegur- inn inni í Héðinsfirði er einung- is kflómeter að lengd og veg- skálar við sinn hvom gagna- munnann þar, þannig að ekki á að verða nein snjóflóðahætta þar. Vegurinn liggur ekki hærra í Skútudal hér í Siglufirði, en svo að þar er ekki vitað til jjess að fallið hafi snjpflóð. Þannig að þetta á að vera mjög örugg tenging, 10,2kmíjarðgöngum. Hvað kostnað varðar er slegið fram tveim möguleikum, 7% arðsemi með einbreið göng og kostnaður verði um 4,3 millj- arða, en með tvíbreiðum göng- um eykst hann um milljarð. Opnuð innan sex ára Varðandi verktímann, þá er reiknað með að tvö ár þurfi í ransóknir og undirbúning, og þrú og hálft til Ijögur ár frá upp- hafi framkvæmda og til opnun- ar gangnanna. Miðað við þetta er raunhæft að ætla að göngin verði opnuð innan sex ára. Ljóst er að það sem hefur dregið jjetta mál áfram er hinn mikli ávinningur sem af jarð- göngunum verður og hefur ver- ið framsettur á mjög skilmerki- legan hátt af bæjarstjóm Siglu- fjarðar og [ressum Lágheiðar- hópi á sl. árum. Hann er metinn núna að fúllu í mati vegagerð- arinnar í þessum tillögum sém joeir leggja fyrir samgönguráð- herra og hann.hefur gert að sín- um og rfldsstjómin er búin að samþykkja. Það er ótvíræð breyting sem þetta hefur fyrir Siglufjörð og Siglfirðinga, því að það er nátt- úrlega deginum ljósara að eftir að hér fækkar fólki verður erf- iðara að halda því þjónstustigi sem hér hefur verið hgJdið uppi bæði af ríki og sveitarfélagi, þannig að þjónustu sækir fólk annað, til Reykjavíkur, Akur- eyrar eða Sauðárkróks. For- sendan til [>ess að hægt sé að ná árangri í þessum málum, er að bæta samgöngur. Það hefur auðvitað áhrif á ýmsa þjónustu sem hér er. í tengslum við gerð Hvalfjarðargangna var efnt til sex tíma spástefnu, en niður- staðan var engin. Ahrifin eftir tvö ár em þau að íbúðaverð er farið að hækka og allt í góðu lagi. Allar svona framkvæmdir sem skila bættum möguleikum verða fólkinu til góða“, sagði Sverrir Sveinsson að endingu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.