Feykir - 23.02.2000, Blaðsíða 3
8/2000 FEYKIR 3
Metnaður frönskunemenda í FNV
Ætla að halda á vit
listagyðjunnar til
Frakklands
Nemendur í frönsku í Fjöl-
brautaskóla Norðurlands
vestra vinna í vetur að metn-
aðarfuliu verkefni. Þeir að-
hyllast leiklistargyðjuna nú
um stundir og eru að setja á
svið franska þjóðsögu er nefn-
ist Le Fin Valet, eða Góði
þjónninn á Islensku. Þessi
sýning verður liður í evrópsk-
um nemendasamskiptum.
Góði þjónninn, sem svipar
víst nokkuð til sögunnar af
Signýju, Asu og Helgu sem
margir kannast við, er frá
Auvergne héraði og þar eru
ncmcndur að setja upp
Miklabæjar-Sólveigu, kunna
skagfirska þjóðsögu. Bæði
leikritin verða sett upp þegar
nemendur hittast í apríl í vor.
Fram að þeim tíma eru nem-
endur beggja landa í virkurn
samskiptum. Leiksýningar
verða væntanlega á Sauðár-
króki, I Reykjavík,
Montlucon og París.
FNV og framhaldsskóli í
Auvergne-héraði í Frakklandi
tengdust sl. haust innan
Sókratesar, menntunaráætlunar
Styttist í
fótbolta-
vertíðina
Knattspymumenn em famir að
reima skóna og brátt hefst deildar-
bikarkeppnin sem að þessu sinni
fer að miklu leyti fram á yfir-
byggðum gervigrasvelli sem tek-
inn var formlega í notkun í
Reykjanesbæ um síðustu helgi.
Tindastóll leikur þar gegn Njarð-
vík 11. mars í sínum fyrsta leik í
mótinu, en einnig em KS, KR.
Fram og FH í riðli með Tindastóli.
Nokkrar breytingar hafa orðið
á leikmannahópi Tindastóls. Þeir
Sverrir Þór Sverrisson, Unnar Sig-
urðsson, Viktor Viktorsson og
Auðunn Blöndal em horfnir á
braut, en góðar líkur er á því að
Gísli Sveinsson markvörður verði
um kyrrt. I staðinn hafa komið
nokkrir leikmenn, þar á meðal
tveir frá Hvöt á Blönduósi, Svein-
bjöm Asgrímsson og HörðurGuð-
bjömsson, Agnar Sveinsson ffá KS
á Siglufirði, Marteinn Guðjónsson
frá Reyni í Sandgerði og Sævar
Borgarsson frá Víði í Garði. Þjálf-
ari Tindastóls er eins og síðasta
sumar Sigurður Halldórsson frá
Akranesi.
Evrópusambandsins, er h'tur að
nemendasamskiptum tveggja
landa. Fjölbrautaskóli Norður-
lands vestra hefur þegar hlotið
styrk vil verkefnisins sem svar-
ar a.m.k. ferðakostnaði fyrir þá
13 nemendur og tvo kennara
sem að verkefninu standa. Auk
leiksýninganna er gert ráð fyrir
að nemendur sæki kennslu-
stundir í erlenda landinu og
dvelji FNV-nemar hjá nemend-
um í Montlucon. Nemenda-
samskiptin eru þegar komin á í
gegnum pennavinasamband, en
gert er ráð fyrir að sýningamar
á Sauðárkróki verði í Sæluvik-
unni í vor, en skömmu áður
verður Frakklandsdvöl nem-
enda FNV.
Það var létt yfir nemenda-
hópnum þegar blaðamaður
Feykis leit inn í kennslustund.
„Já við ætlum okkur stóra hluti
í kvikmyndiðnaðinum”, sagði
Fannar frá Siglufirði, en einnig
er stefnt að gerð myndbands af
leiksýningunni. „Nei þetta
verður ekkert mál að tjá sig á
frönskunni”, sagði Herdís
Pálmadóttir. „Tungmáli ástar-
innar”, sagði annar Sauðkræk-
ingur, Gestur Sigurjónsson.
Ester Ágústsdóttir kennari
sagði að það verði mjög
skemmtilegt fyrir nemenduna
að kynnast mismunandi menn-
ingu landanna. Þetta franska
hérað er í fjöllunum í Mið-
Frakklandi. Ester sagði ýmis-
legt við sagnahefðina þar þver-
öfuga við okkar. Til dæmis er
hér haldið að okkur að ýmsir
vondir vættir búi í fjöllunum,
svo sem tröll, útilegufólk, grýla
og leppalúði. I franska héraðinu
væri þessu þveröfugt farið. þar
byggi fólkið í fjöllunum en
tröllin og óvættirnar niður á
sléttunum.
Ester sagði ýmislegt á prjón-
unum varðandi Frakklands-
ferðina, m.a. að koma upp
götuleikhúsi við nýlistasafnið í
París. Ester sagði nemenduma,
sem eru á aldinum 18-22 ára og
á þriðja og fjórða ári í skólan-
um, vera mjög áhugasama um
verkefnið. Það sem helst hefur
tafið er fjáröflun vegna ferðar-
innar, en á prjónunum er að
efna til maraþons um miðjan
næsta mánuð. Þar verður prjón-
að úr flísafgöngum sem deild-
inni hefur áskotnast húfur og
vettlingar, sem mæðrastyrks-
nefnd verður fært að gjöf,
þannig að nemendur leggja
einnig gott að mörkum með
fjáröfluninni.
Það var Eric Fissers kennari
við FNV sem annaðist leikgerð
Góða þjónsins. Helstu mark-
mið rneð verkefninu eru þau að
nemendur auki þekkingu sína á
frönsku tungumáli í gegnum
samskipti við franska jafnaldra
sína, að nemendur kynnist
franskri menningu og daglegu
lífi við raunverulegar aðstæður.
Að nemendur fái þá tilfínningu
að franskan sé lifandi tungumál
með tilgang þrátt fyrir að hún
sé lítt áberandi í daglegu lífi ís-
lendinga. Að nemendur öðlist
jákvætt viðhorf til Frakklands,
franskrar tungu og franskrar
menningar.
MARKAÐSREIKNINGUR BUNAÐARBANKANS
Hefurðu kynnt þér kosti markaðsreiknings Búnaðarbankans?
Lágmarksinnistæða er 500 þúsund. Hvert innlegg er bundið í
10 daga. Innistæða ber vexti í samræmi við upphæð innistæðu
á hverjum tíma.
o
Af 0,5 milljónum 9,99%
Af 1,5 milljónum 10,24%
Af 3,0 milljónum 10,49%
Af 20 milljónum 10,74%
MAJIKAÐSREIKNINGUR tryggir þér góða vexti.
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS HF
ÚTIBÚIÐ Á SAUÐÁRKRÓKI
Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð