Feykir


Feykir - 08.03.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 08.03.2000, Blaðsíða 3
10/2000 FEYKIR 3 Ræðuklúbbur Sauðárkróks Fjallar sem fyrr um ýmiss framfaramál Sauðkrækingar stofnuðu ræðuklúbb í lok síðustu aldar og var markmið félagsins að stuðla að ýmsum framfaramálum fyrir byggðarlagið. A afmælisári Sauðárkróks var kiúbburinn end- urvakinn og hefur starfað með miklum blóma. Likt og fyrr hef- ur Ræðuklúbburinn látið ýmiss framfaramál til sín taka og staðið fyrir ýmsum viðburðum. Starf Sauðárkrókskirkju á liðnu sumri við gífurlega hrifningu gesta sem fylltu kirkjuna. Þetta og margt fleira bar á góma á aðalfundi Ræðuklúbbs Sauðárkróks sem haldinn var á Kaffi Krók sl. sunnudag. Þar urðu breytingar á stjómamefnd félagsins. Þau Jón Ormar Orms- son og Herdís Sæmundardóttir á- kváðu að láta af störfum vegna Pétur Einarsson flytur framsögu. Árni Ragnarsson ritar fundargerð Ræðuklúbbsins. Núverandi og fráfarandi stjórnarnefndarmenn í Ræðuklúhb Sauðárkróks, en Unnar Ingvarsson vantar á myndina. Frá vinstri: Herdís Sæmundardóttir, Jón Ormar Orms- son, Hulda Egilsdóttir og Árni Ragnarsson. anna. Ámi Ragnarsson ætlar að halda áfram og til liðs við hann ætla að ganga þau Hulda Egils- dóttir íslenskukennari við FNV og Unnarlngvarsson skjalavörður. Á fundinum vom ekki gerðar margar samþykktir. Reyndar ein- ungis ein og er hún á þann veg að Ræðuklúbbur Sauðárkróks óski eftir frjálsum framlögum frá félögum, sem í dag em eitthvað á áttunda tuginn. Þetta er gert til að styrkja starf klúbbsins, þó ekki væri á nema móralskan hátt, en þess má geta að hingað til hefur yfirleitt ekki verið selt inn á þá viðburði sem félagið hefur staðið fyrir. Millilandaflug um Sauðárkrók Framsöguerindi þessa fundar hélt Pétur Einarsson fyrrverandi flugmálastjóri sem nú er búsettur á Sauðárkróki. Fjallaði það um millilandaflug um Sauðárkrók. Pétur telur að Alexandersflug- völlur bjóði upp á mjög mikla möguleika, nánast óendanlega, sérstaklega þegar búið er að byggja stórt hótel í héraðinu eins og væntanlega verður gert með tíð og tíma. Pétur nefndi ýmsa möguleika með millilandaflug, enda biði Al- exandersflugvöllur upp á meiri möguleika en margir af stærri á- ætlunarvöllum landsins gerðu. Hann nefndi t.d. Grænlandsflug, Norðurpólsflug og vöruflug til markaðsvæða í Evrópu og fjar- lægra heimshluta. Þá væri hugs- anlega hægt að starfrækja innan- landsflug frá Sauðárkróki eins og öðrum stöðum hér. Hugmyndir Péturs virðast þó beinast af mest- um áhuga að vörufluginu og þar telur hann að Sauðárkrókur eigi mikla möguleika, með upptöku- svæði norður og vestur um og jafnvel víðar. Pétur nefndi t.d. að markaðurinn í Vestur - Evrópu væri stöðugt að leita eftir fersk- um matvælum og það tæki t.d. Norðmenn þrjá sólarhringa að aka vömnni á markað, en héðan væri hægt að fljúga með hana á þremur tímum. Pétur viðraði hugmyndur um félagsstofnun hvað þetta varðar, en það væri spumingin um þessa hluti eins og aðra, hver ætti að framkvæma? Þarna yrði fmm- kvöðullinn að koma að og spum- ingin hvort ein eða fleiri mann- gerðir hans yrðu að eiga hlut að máli: skýjaglópurinn, fjár- glæframaðurinn, snillingurinn eða stómmálamaðurinn. Pálmi Jónsson var staddur á fundinum og hann setti þetta á blað í tilefni framsögu Péturs. Pétur má hér prúðan sjá pent á málin ýta. Loftsins vegi landinn á lfka betur nýta. klúbbsins er metnaðarfullt og hefúr vakið athygli á Sauðárkróki og Skagafirði og þeim möguleik- um sem héraðið býður upp á. Á síðasta ári var t.d. efnt til tveggja stórra ráðstefna, í lok mars var það spástefna um Alþjóðaþróun - Byggðaþróun og á liðnu hausti var haldin ráðstefna þar sem fjallað var um jarðvarmann í Skagafirði og möguleika á nýt- ingu hans. Fomstusveit Ræðuklúbbs Sauðárkróks hefur lagt rækt við söguna og rætur Gamla Króks- ins. Þar koma Danimir á Krókn- um, sem mótuðu bæinn á fyrstu áratugum byggðarinnar, mjög sterkt í myndina. Góð samvinna hefur verið við danska sendiráð- ið og því engin tilviljun að hing- að hafa með milligöngu forkólfa ræðuklúbbsins komið danskir listamenn. Margir minnast komu dönsku hljómsveitarinnar Bazars á Sæluviku afmælisársins, danskrar konunglegrar blásara- sveitar sem kom hingað skömmu síðar, danska rithöfundarins Jó- hannesar Mollehave sem kom hingað sumarið 1998 og fjallaði um danskan húmor og síðan Litla óperukórsins sem söng í Samvinnubókin og KS-bókin Tveir góðir kostir til að ávaxta spariféð þitt nafnvextir 9,3%, Innlánsdeild

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.