Feykir


Feykir - 08.03.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 08.03.2000, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 8. febrúar 2000,10. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill KJÖRBÓK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun íáratug! L i X, Landsbanki Íslands í forystu til framtíðar UtibúiS á Sauíárkróki - S: 453 5353 Tryggingamiðstöðin og Slysavarnarfélagið Landsbjörg gefa sameiginlega öryggishjálma til skíðasvæða landsins. Hjálmarnir voru afhentir skíðadeild Tindastóls iil noktunar á nýja skíðasvæðinu á myndakvöldi sem deildin stóð fyrir sl. fimmtudagskvöl, fyrir þá er unnu að uppsetningu skíðalyftunnar. Það voru Bragi Þór Haraldsson frá Skagfirðingasveit t.v. og Brynjar Pálsson umboðsmaður Tryggingamiðstöðvarinnar sem afhentu hjálmana. A milli þeirra er Gunnar Björn Rögnvaldsson formaður skíðadeildar og einnig skíðakrakkarnir Elvar Örn Svavarsson og Brynhildur Þöll Steinarsdóttir Valdimar og Guðni hjá verkalýðsfélögunum Stefnir í verkfallsaðgerðir „Það er staðan sem blasir við í dag, að verði farið í verkfalls- aðgerðir. Eg held að fólk sé til- búið í það núna, að mælirinn sé fullur. Fólk er orðið langþreytt á því að taka á sig allar byrgðar þjóðfélagsins til að halda stöð- ugleikanum, en fær síðan ekki að njóta þess þegar vel gengur", segir Valdimar Guðmannsson formaður Verkalýðsfélagsins Samstöðu í Húnavatnssýslu, en Valdimar á sæti í aðgerðarnefnd Verkamannasambands fslands og Landssambands iðnverka- fólks, sem hefur hvatt aðildarfé- lög til að undirbúa verkfallsað- gerðir. í tilkynningu aðgerðarnefhd- arinnar segir að vegna nei- kvæðra viðbragða atvinnurek- enda við sanngjömum kröfum VMSÍ og Li og viðræðuslitum í framhaldi af því, telji aðgerðar- nefnd óhjákvæmilegt að aðild- arfélögin boði til aðgerða til að knýja atvinnurekendur til alvöru viðræðna um framlagðar kröfur. Aðgerðarnefndin leggur til að aðildarfélögin setji í atkvæða- greiðslu tillögu um boðun víð- tæks allsherjar verkfalls sem nái til allra sem starfa eftir aðal- kjarasamningum þeim sem samninganefnd Verkamanna- sambands íslands og Lands- sambands iðnverkafólks hefur samningsumboð fyrir. Tillagan geri ráð fyrir að verkfallið hefjist á miðnætti aðfaranótt fimmtu- dagsins 30. mars nk. og standi ó- tímabundið. Atkvæði verði tal- in í öllum aðildarfélögum sam- bandanna samtímis, þriðjudag- inn 21. mars og boðun send öll- um viðkomandi aðilum fyrir kl. 16 miðvikudaginn 22. mars." Valdimar segir að á næstu dögum verði sendir kjörseðlar í pósti til félagsmanna verkalýðs- félaganna á Norðurlandi og með þeim hætti sé vonast til að víðtæk þátttaka verkafólks náist. Kröfumar sem VMSI og Li ger- ir er um 110 þúsund króna lág- markslaun á mánuði. Guðni Kristjánsson hjá Verkalýðsfélaginu Fram á Sauðárkróki tók í sama streng að fólk væri tilbúið til verkfalls- aðgerða. Guðni sagði samn- inganefnd Fram og Öldunnar komi saman til fundar í Ströndinni á fimmtudagskvöld kl. 20, og þar yrði ákveðið um framhaldið. Hann ætti ekki von á öðru en farið yrði að tilmælum aðgerðanefndarinnar og póst- atkvæðagreiðsla fari fram. Slæmt útlit með grásleppuveiðina „Þetta er mjög óljóst meðan menn vita ekkert hvað fæst fýrir tunnuna og ég held að sé alveg víst að menn er h'tíð spenntir fyrir veiðunum ef verðið lækkar enn frá því í fyrra. Mér sýnist að útlitíð með grásleppuvertíðina haS ekki verið svona slæmt mörg síð- ustu árin", segir Steinn Rögn- valdsson bóndi og grásleppu- veiðimaður á Hrauni á Skaga, en nú styttíst í að veiðar á grá- sleppu megi hefjast Það hefur venjulega verið um 20. mars hér fyrir norðan. Steinn sagði að verksmiðj- umar héma vildu kaupa hrogn en ekki væri búið að fá fast verð fyrir eina einustu tunnu og menn vildu ógjaman byrja veiðar fyrr en það væri komið á hreint. Ann- ars munu birgðir vera miklar á markaðnum eftir gífurlega veiði Kanadamanna á síðustu vertíð. Þeir veiddu 17.700 tunnur á þremur vikum og þrátt fyrir að kvótinn hafi verið miðaður við 50 net á bát. Þá hafa Grænlend- ingar komið inn á markaðinn síðustu árin með um 3000 tunna ársveiði, en þeir segjast ætla að halda sér við það magn þrátt fyr- ir að geta veitt mun meira og hættu m.a. veiði ífyrra íbullandi fiskiríi. Verð á grásleppuhrognum lækkaði mjög í fyrra. Þá fengust 41 þúsund fyrir tunnuna framan af vertíð og fyrir útflutninginn. Eftir 20. apríl féll verðið hins vegar niður í 38 þúsund fyrir tunnuna hér innanlands. Grá- sleppuveiðimenn óttast að verð- ið lækki enn frekar nú í ár og heyrst hafa tölur niður í 22.500 kr. fyrir tunnuna, en Steinn á Hrauni telur að þar miði menn við verð sem hrogn frá Kanada voru keypt á síðasta vor. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra Fundar í heimsókn sinni í kjördæmið Sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen heimsækir sjáv- arútvegsfyrirtæki á Norður- landi vestra í dag miðvikudag- inn 8. mars og á morgun, fimmtudaginn 9. mars. Heim- sóknin er sú sjöunda í röð heimsókna ráðherrans í kjör- dæmin frá því hann tók við embætti á liðnu vori. Arni mun heimsækja Fisk- iðjuna Skagfirðing á Sauðár- króki og fleiri fyrirtæki þar í bæ og halda almennan fund um sjávarútvegsmál í hádeginu á Kaffi Krók. Eftir hádegi heldur ráðherrann til Siglufjarðar og heimsækir Þormóð ramma/Sæ- berg og SR-mjöl. Síðar um daginn mun hann sitja fund með bæjarstjóminni á Siglu- firði. Um kvöldið er boðað til almenns fundar um sjávarút- vegsmál með Siglfirðingum og nærsveitamönnum og hefst hann kl. 20 á Hótel Læk. A fimmtudeginum heim- sækir Ámi Skagstrending o.fl. fyrirtæki á Skagaströnd auk þess sem hann fer í sjávarút- vegsfyrirtæki á Blönduósi.og á Hvammstanga. TOYOTA - tákn um gæði TRYGGINCA- MIÐSTÖÐIN HF. ln'Hiirmestdreynlr! ...bílar, tryggingar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYUJAES SraOBGÖTO 1 SlMI 4B3 59S0 Kodak Pictures ^^ ------------- ll/ftí^ji (CODAtTBíPBESS gæðaframköllun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.