Feykir - 08.03.2000, Qupperneq 4
4 FEYKIR 10/2000
„Safnið er að mörgu leyti
áhugavert og ekkert síðra
af munum en mörg önnur“
Á Reykjum í Hrútafirði hefur frá árinu 1967 verið starfrækt Byggðasafn Húnvetninga
og Strandamanna. Þeir eru margir sem aka í gegnum Hrútafjörðinn og safnið er stein-
snar frá þjóðveginum, en samt sem áður hefur gestafjöldi í byggðasafnið aldrei verið
mikill og hefur minnkað núna síðustu árin. Forráðamenn safnsins hafa rakið þessa fækk-
un gesta, m.a. til ónógrar kynningar á því, og skiltið við þjóðveginn er svo sem ekki sér-
lega áberandi þegar umferð er hröð, eins og hún er gjaman um Hrútafjörðinn. Þá hefur
skólastaðurinn á Reykjum, þar sem byggðasafnið er til húsa, fengið minni athygli og
færri vitjað hans eftir að héraðskólinn var lagður niður á níunda áratugnum.
Úr Byggðasafninu á Reykjum.
Ungur maður af heimaslóð
í Húnaþingi vestra, Pétur Jóns-
son frá Súluvöllum á Vatnsnesi
sem er að ljúka BA-prófi í
sagnfræði við Háskólann, var á
síðasta ári fenginn til að gera
úttekt á byggðasafninu og gera
tillögur í framhaldinu. Eitt af
því sem Pétur lagði til með úr-
bætur og framtíðarsýn varð-
andi byggðasafnið, var að ráð-
inn yrði fastur starfsmaður að
safninu í heila stöðu, en alla tíð
hefur verið um tímabundið
hlutastarf að ræða við safnið.
Farið var að þessari tillögu og
Pétri boðið starfið, sem hann
þáði og hóf hann störf við
byggðasafnið í byrjun þessa
mánaðar.
Aðspurður sagði Pétur í
samtali við blaðamann Feykis
að sér litist ágætlega á starfið.
„Safnið er að mörgu leyti á-
hugavert og ekkert síðra að
munum en mörg önnur, en það
hefur ekki verið gert nógu mik-
ið fyrir það, ekki verið endur-
nýjaðar sýningarnar sem eru
uppi, merkingarnar orðnar
gamlar og lélegar, og svona
ýmsir þættir sem þarf að laga.
Skagafjörður
Menningar- íþrótta- og
æskulýðsnefnd
auglýsir eftir styrkumsóknum vegna menningarmála,
æskulýðsmála og íþróttamála fyrir árið 2000.
Umsóknarfrestur er til 24. mars 2000.
Umsóknareyðublöð og reglugerð er hægt að nálgast á
skrifstofu sveitarfélagsins. Síminn er 455 3000.
Utanáskrift:
Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd
Ómar Bragi Stefánsson, Faxatorgi 1, 550 Sauðárkróki
Pétur Jónsson er nýtekinn við starfi safnvarðar á Reykjiun.
Aðsókn hefur minnkað nokk-
uð og ég hygg að bæði þessi
mál og kynningarmál hafi spil-
að þar inn í.”
- Einhvem tíma kom ég að
skoða safnið og þá vakti at-
hygli niína hákarlaskipið Ó-
feigur?
„Já ég get tekið undir það
að mér finnst hákarlaskipið
merkilegasti gripurinn. Það er
eiginlega tákn fyrir þessa
byggð héma við Flóann, sem
hefur byggst mikið á útræðinu,
að sækja sjóinn og flutningar
fóm lengi mikið fram á sjó.
Hefðbundinn búskapur hefur
ekki alltaf dugað til framfærslu
og lífsbaráttan því byggst mik-
ið á sjávarútvegi og nýtingu
hlunninda, t.d. rekaviðnum.
Svo em fleiri mjög
skemmtilegir munir héma. Til
dæmis baðstofa frá Syðsta-
hvammi á Vatnsnesi og bær frá
Tungunesi í Svínavatnshreppi
sem reistur var inni í safninu.
Þá er hér einnig stofa frá
Svínavatni. Svo er þónokkuð
mikið að mjög skemmilegum
útskornum munum og síðan
venjulegir brúkshlutir eins og á
öðrum byggðasöfnum í land-
inu.”
Hvernig eru húsnæðismál
safnsins?
„Það er nú sæmilega rúm-
gott héma, en viðhaldi hús-
næðis var ekki sinnt nægjan-
lega framan af. Það hefur verið
talsvert undanfarin ár og ekki
séð fyrir endann á því ennþá.
Þá em geymslumálin ekki í
nógu góðu standi.”
En hver er framtíðarsýn-
in?
„Hún beinist kannski aðal-
lega að því að koma innri mál-
um safnsins í betra horf, sér-
staklega skráningarmálum og
geymslumálum, og þegar þau
em komin í betra lag getum við
snúið okkur að öðmm verkefn-
um. Við stefnum að því að
safnið nýtist betur fyrir eigend-
uma út í héruðunum, jafnvel
með uppsetningu sérsýninga,
þar sem að þetta er nokkuð
víðfemt svæði sem safnið nær
yfir, norður allar Strandir og
norður á Skagann. Ætlunin er
að leggja áherslu á hlunnindi
og hlunnindanýtingu á svæð-
inu í sýningarhaldi á næstunni.
Það em einkum fjórir
gmnnþættir sem ég legg á-
herslu á varðandi safnið eins
og fram kemur í skýrslu sem
ég gerði í úttektinni á því.
1. Safnið stuðli að varð-
veislu hvers kyns menning-
arminja á svæðinu. Þar innan
er fornleifaskráning sem er
brýnt að fari fram á öllu svæð-
inu, fomleifarannsóknir sem
hafa verið óvemlegar, og varð-
veisla húsa og annarra menn-
ingarminja.
2. Safnið standi fyrir kynn-
ingu á merkri menningu og
sögu svæðisins og þeim mögu-
leikum sem hér bjóðast m.a. í
ferðaþjónustu.
3. Safnið vinni að aukinni
vitund íbúa á svæðinu á eigin
sögu og menningu sem for-
sendu áffamhaldandi uppbygg-
ingu byggðar á svæðinu.
4. Uppbyggihg menningar-
tengdrar ferðaþjónustu.”
Pétur segir erfitt að segja til
um fjölda gripa í umsjá safns-
ins en þeir skipti þúsundum.
Þama komi skráningarmálin
til. Byggðasafn Húnvetninga
og Strandamanna er í eigu
sveitaifélaganna á svæðinu og
er rekið að stærstum hluta af
framlögum frá héraðsnefndum
Strandasýslu og Austur -
Húnavatnssýslu og sveitarsjóði.
Húnaþings vestra.