Feykir - 08.03.2000, Síða 5
10/2000 FEYKIR 5
Hallbjörn sendir frá sér
gullnar melódíur á K-9
„Ég er kúreki kátur og hress,
það er kántrý í blóðinu á mér”
segir í texta Rúnars Kristjánsson-
ar við hið þekkta lag Hallbjöms
Hjartarsonar „Kátur kúreki”, en
það er ásamt 19 öðrum áður út-
komnum lögum á nýjum geisla-
diski sem kominn er frá Hallbimi
Hjartarsyni og heitir Kántrý 9,
með undirtititlinum „Golden
memories, Country love songs”,
en yfirskriftin er að sjálfsögðu
„The king of the country in
Iceland”.
Aðspurður segist Hallbjöm
hafa valið úr 112 lögum sínum
og það val hafi ekki verið erfitt.
„Það er ekki erfitt að velja úr úr-
vali. Fólk er svo ánægt með lög-
in mín og segir að þetta sé nota-
leg og góð tónlist og ég verð að
trúa því. Þessi diskur kom út rétt
fyrir jólin, en ég er ekki farinn að
auglýsa hann ennþá og ætla ekki
að leggja áherslu á það fyrr en
vorið fer að nálgast. Hann hefur
alltaf reynst mér best sá tími þeg-
ar lífið er að vakna að vetrardval-
anum, vorið og sumarið”, segir
Hallbjöm.
Það er óhætt að taka undir orð
aðdáenda Hallbjamar að lögin
hans em notaleg, einstaka er
reyndar fyrir smekk pistilritara
dálítið væmið, en það er erfitt að
gera svo að öllum líki. Sum virka
kannski svolítið stirð við fyrstu
áheym, en þegar maður hlustar á
þau næst, þá renna þau strax bet-
ur í gegn og líklega er það rétt
sem Hallbjöm segir, að þau lög
séu lífseigust sem hægt og síg-
andi vinna sér vinsældir.
Lögin á plötunni em: Sannur
vinur, Ég vitja þín, Söngfuglinn,
Tmkkurinn, Ef þú sérð hana,
Þetta var kona, Söngurinn minn,
Ég vil fylgja þér, Kátur kúreki,
Litli drengurinn, Hundurinn
Húgó, I einvemnni, Upp til ijalla,
Kántrýbær, Litla þorpið, Elsku
bam, Hljóða bæn, Agúst nótt,
Ljóshærða gyðjan og Kæri Jesú.
A umslagi með Kántrý 9 seg-
ir m.a.: „Lög Hallbjamar hafa
unnið sér sess í hugum og hjört-
um landsmanna og heyrast nú
leikin oftar á öldum ljósvakans
en nokkm sinni fyrr. Þau hafa
um áraraðir fært landsmönnum
birtu og yl, jafnt á hamingju- sem
sorgarstundum, og vekja upp
sælar minningar hjá fólki á öllum
aldri í hvert sinn sem þau em
leikin, lög eins og t.d. Sannur
vinur, Hann er vinsæll og veit af
því, Hundurinn Húgó og Kántrý-
bær svo eitthvað sé nefnt.
Öllum þeim sem hafa eitt-
hvað um tónlist Hallbjamar að
segja ber saman um að hér sé á
ferðinni fallegar melódíur ásamt
góðum textum og þeir sem
minni kynni hafa haft af lögum
Hallbjamar em sammála um að
hafa farið á mis við fagra tónlist.”
Umhleypingasamt
veður verði áfram
Veðurspámenn í Veður-
klúbbnum á Dalbæ á Dalvík
em ekki bjartsýnir á veðrið í
mars og þá aðallega fram til
20. mars. „Veðrið verður á-
fram óstöðugt og umhleyp-
ingasamt eins og það hefur
verið undanfarið og síst betra,
sífelldar breytingar og óróleiki,
en samt líkur á að hann verði
meira að norðan”, segir í mars-
spánni sem gerð var á hlaupár-
dag og var gestur fundarins,
séra Magnús Gamalíel Gunn-
arsson sóknarprestur. „Vitum
við þá hverjum við getum
kennt um ef spáin gengur illa
eftir”, segja Dalbæingar.
„Einn vildi kenna því um
hvað sjórinn væri heitur, þess
vegna væri þessi órói í veðr-
inu. Sérstaklega em menn
svartsýnir ef veðrið verður
slæmt mánudaginn 6. mars
(bolludag) þegar nýtt tungl
kviknar í ANA og miðviku-
daginn 8. mars (öskudag) og
þá er stórstreymi. Ef það geng-
ur eftir verði viðloðandi norð-
lægar áttir með snjókomu og
lægðimar gangi hver á eftir
annarri. Sumir vilja meina að
hann yrði svona hvemig sem
veðrið verði íyrmefnda daga. í
kringum 20. mars verði breyt-
ingar, en sú breyting standi
stutt yfir og það haldi áfram
óstöðugt veður, en meira um
það síðar.
Það vom flestir sammála
um að Hekla væri ekki hætt og
það væri meira að gerast í
gosmálum og þá á öðmm stað.
Nokkrir höfðu á tilfinningunni
að það ætti eftir að gjósa meira
og þá annars staðar, og enn
verði órói og óstöðugleiki í
jörðinni og fari ekki minnk-
andi, og ekki ólíklegt að það
gæti skolfið eitthvað”, segja
þeir Dalbæingar og láta
sigekki muna um að spái í
hræringar jarðskorpunnar. Og
svona í lokin þá vildu sumir
þar á bæ meina með riddarar-
daginn 9. mars, að verði hann
votviðrasamur þá verði sumar-
ið gott, en hart ef frost er þann
dag. Þá muni veðrið á boðun-
ardegi Maríu þann 25. mars
verða eins nokkuð marga daga
þar á eftir, en skiptar skoðanir
vom um lengd þess veður-
kafla, sumir sögðu 30 dagar,
aðrir nefndu 14 daga.
SGO
AC0 • Skipholti 17 og 21 ■ Reykjavík • Sími 530 1800 • Fax 530 1801 • www.aco.is
Verslunin Hegri • Sæmundargötu 7 ■ Sauðárkróki • Sími 453-5132
APPLE, GATEWAY, UMAX 0G
ALLIR HINIR í SKAGAFIRÐI!
V Apple'
Verslunin Hegri hefur nú gerst sölu- og
þjónustuumboð fyrir AC0 á
Sauðárkróki. Þar með geta
Skagfirðingar gengið að
þessumágætutölvuvörum Gatcwaý
íheimabyggð.ACO, ognú
Hegri, geta boðið mörg
viðurkenndustu vöru- UMAX
merki í heimi í tölvuvörum: Apple og Gateway tölvur,
HP prentara, Belkin kapla, Umax skanna og
margvíslegar rekstrarvörur.
AC0 býður Hegra og Skagfirðinga velkomna til
samstarfs.