Feykir


Feykir - 08.03.2000, Page 7

Feykir - 08.03.2000, Page 7
10/2000 FEYKIR 7 Margt framundan hjá Heimi Karlakórinn Heimir fer nú á næstunni að halda sína hefð- bundnu síðvetrar og vortón- leika. Fyrsta skemmtun kórs- ins verður í Miðgarði laugar- daginn 11. mars og hefst kl. 21. Þar verður kórinn með mjög fjölbreytta söngskrá undir stjóm Stefáns R. Gísla- sonar. Undirleikarar verða Thomas Higgerson, Jón St Gíslason og Guðmundur Ragnarsson. Einsöngvarar með kórnum verða Einar Halldórsson, Sigfús Péturs- son og Kristján Valgarðsson. Önnur atriði í skemmtuninni eru að Thomas Higgerson og Sveinn Sigurbjömsson leika saman nokkur lög á trompet og píanó. Þá verður gamanþáttur um lífið og tilvemna hér á svæðinu um þessar mundir. Einnig kemur fram í fyrsta sinn opinberlega 100 manna kór Heimismanna og eiginkvenna þeirra undir stjóm Stefáns R. Gíslasonar. Konur Heimis- manna sjá um glæsilegar kaffi- veitingar að venju. segir í til- kynningu frá kómum. Tónleikahald Heimis, sem er á döfinni á næstunni, er þannig að föstudaginn 17. mars kl. 21 ætlar kórinn að halda tónleika í Skagastrandarkirkju. Fimmtu- daginn 23.mars heldur Heimir í tónleikaferðalag á Suðvestur- land og Suðurland. Fyrstu tón- leikamir verða í Reykholts- kirkju 23. mars kl. 21, föstudag- inn 24. mars verða tónleikar í í- þróttahúsinu í Laugalandi í Holtum og hefjast þeir kl. 21. Laugardaginn 25. mars verða tónleikar í Langholtskirkju og hefjast þeir kl. 16 og um kvöld- ið verður kórinn með skemmt- un á Hótel íslandi. Laugardag- inn 8. apríl kl. 20,30 heldur kór- inn tónleika í Glerárkirkju á Ak- ureyri og föstudaginn 28. apríl kl. 21 verður Heimiskvöld í Höfðaborg á Hofsósi. Laugardaginn 6. maí verða Sæluvikutónleikar í Miðgarði á- samt fleiri kómm. Föstudaginn 2. júní heldur Heimir í tónleika- ferð um Snæfellsnes. Laugar- daginn 18. ágúst tekur kórinn þátt í væntanlegri stórhátíð skagfirskra tónlistarmanna sem verið er að vinna að og verður hún haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Um sama leyti verða Heimismenn að undirbúa ferðina á Heimssýninguna í Honnover „Expo 2000” þar sem kórinn á að koma ffam 30. ágúst ásamt fleiri listamönnum frá Islandi. ✓ Okeypis smáar TU sölu! Til sölu Starlæt mod kubbar til að spila Play- station leiki Upplýsingar í síma 453 7399. Til sölu Susuky Fox, breyttur á nýlegum 36 tommu dekkjum, 125 ha vél, Willishásigar. Upplýsingar í síma 452 4505 eða 862 9482. Óska eftir fótanuddtæki gefins. Upplýsingar í síma 452 2767. Félagsvist! Félagsvist verður spiluð í Ungir framsóknar- menn mótmæla vatnshækkun Stjórn Félags ungra fram- sóknarmanna í Skagafirði Höfðaborg Hofsósi fimmtu- daginn 16. mars kl. 21, ef veður leyfir. Allir velkomnir. Kaffiveit- ingar. Félag eldri borgara. Húsnæði! Til leigu þriggja herbergja íbúð í Reykjavík. Fullbúin húsgögnum, leigist nótt og nótt. Upplýsingar gefur Þóra í síma 557 2070. Tveggja til þriggja her- bergja íbúð óskast til leigu á Sauðárkróki frá 15. maí, helst í grennd við sjúkrahúsið. Upplýsingar í síma 566 8053. mótmælir 5% hækkun á gjaldskrá hitaveitu Skaga- fjarðar. „Við teljum það ranga leið að hækka gjöld til að bjarga sveitarstjóði", segir stjóm Félags ungra framsókn- armanna í Skagafirði. Hjónin fengu verðlaun hjá Menor Þann 11. febrúar voru kunn- gerð úrslit í einþáttungskeppni Menningarsamtaka Norðlend- inga (Menor) og Leikfélags Ak- ureyrar. Verðlaunaafhendingin fór fram í Samkomuhúsinu á Ak- ureyri að viðstöddum fjórum verðlaunahöfum, dómnefnd, fulltrúum bankastofnana þeirra sem lögðu til verðlaunafé, fjöl- miðlamönnum og fleiri. Veitt voru peningaverðlaun fýrir þrjú bestu handritin að mati dómnefndar, samtals að upphæð kr. 300.000, en auk þess hlutu tvö handrit aukaviðurkenningu. Landbanki Islands, útibú Búnað- arbanka Islands á Norðurlandi og Sparisjóður Norðlendinga lögðu fram verðlaunafé. Urslit urðu þau að fyrstu verðlaun hlaut Valgeir Skagfjörð fyrir einþáttung sem ber heitið „Píanótíminn”. Önnur verðlaun hlaut Hallveig Thorlacíus. Nefn- ist þáttur hennar „Kóngsbamið”. Maður Hallveigar Ragnar Am- alds fékk svo þriðju verðlaunin fyrir þáttinn „Vábrestur í Vestur- heimi”. Aukaviðurkenningu fengu: Kristján Hreinsson fýrir einþátt- unginn „Virkur dagur hjá vænd- iskonu”, og Iðunn og Kristín Steinsdætur fyrir þátt sem þær nefna „Brostu vina”. Allir verð- launahafar fengu skautritað við- urkenningarskjal frá Menor og LA. Alls bárust 18 handrit í keppnina. Verðlaunaþættimir og e.t.v. fleiri verða væntanlega teknir til sýningar hjá LA á næsta leikári og hugsanlega einnig hjá fleiri leikfélögum á Norðurlandi. í dómnefnd áttu sæti: Sigurð- ur Hróarsson tilnefndur af Leik- félagi Akureyrar, sem jafnframt var formaður nefndarinnar, Sig- urður Hallmarsson tilnefndur af Menor og Hannes Öm Blandon úlnefndur af Bandalagi íslenskra leikfélaga. Ýmsir heyrðu gosdrunur Svo virðist sem ýmsir hafi heyrt drunur frá Heklugosinu, þannig að Gísli á Húsabakka hefur ekki verið einn um það eins og hann óttaðist. Þannig höfðu þeir báður samband, Einar á Dúki í Sæmundarhlíð og Markús á Reykjarhóli við Varmahlíð. Jakop sagði að þau hjónin hefðu heyrt greinilegar drunur, konan meira að segja eftir að hún kom að sóló- eldavélinni í eldhúsinu. Markús sagðist varla skilja í öðru en það hefði drunið um þveran Austurdalinn etir hljóðunum að dæma sem bárust að Reykjarhólnum. Glæsilegt á ÍR-móti Jón Amar Magnússon var í miklum ham á Stórmóti ÍR í Laugardalshöliinni sl. sunnu- dagskvöld. Hann byrjaði á því að setja íslandsmet í fyrstu grein- inni 50 metra grindarhlaupi á 6,76 sekúndum og sigraði ömgg- lega. Jón kastaði einnig lengst í kúlunni sem var önnur grein keppninnar, 15,97 metra, og Jón Amar stal svo algjörlega sen- unni á mótinu þegar hann setti glæsilegt Islandsmet í lang- stökki seinustu grein mótsins, sveif 7,82 metra. Jón Amar sigraði með glæsi- brag í þríþrautinni, hlaut 2864 stig, Roman Seberle fráTékklandi varð annar með 2703 stig og Ólafur Guðmundsson HSK, frændi Jón Amars og fyrrum nágranni á Króknum, stóð sig feikilega vel. Hann varð þriðji með 2540 stig. Húnvetningurinn og há- stökkvarinn Einar Karl Hjartarsson mætti bláhærður með áletrunina Sydney á bakleðrinu. Einar Karl varð annar, fór yfir 2,21 að þessu sinni en náði ekki ólympíulág- markinu sem er 2,25 metrar innan- húss. írinn Brendan Reilly sigraði. Þær Vala Flosadóttir og Guðrún Amardóttir stóðu sig einnig ffá- bærlega. Vala, sem var hársbreidd frá því að fara yfir 4,50 og setja nýtt Islands- og Norðurlandamet, varð önnur með 4,38. Danéla Bar- tova sigraði, stökk þá sömu hæð, en í íýrstu tilraun, Vala í annarri. Guðrún Amardóttir sigraði í tveim- ur hlaupagreinum og setti m.a. ís- landsmet í 50 metra hlaupi, hljóp á 6,54 sekúndum. Um stórskemmtilegt mót var að ræða, eins og ÍR-mótin em jafn- an. Stemmningin virtist eiga mjög vel við keppenduma sem lögðu sig mjög vel ífam og uppskám frábær- an árangur. Karlakórínn Heímír HEIMISKVÖLD með Qölbreyttrí dagskrá í Míðgarðí laugard. 11. mars kl. 21:00 Skemmtileg söngskrá *Söngstjóri: Stefán R. Gíslason Undirleikarar: Thomas Higgerson, Jón St. Gíslason og Guðmundur Ragnarsson. *Einsöngvarar með kórnum: Einar Halldórsson, Sigfús Pétursson og Kristján Valgarðsson. *Tónlistaratriði: Tónlistarmennirnir Sveinn Sigurbjönsson: trompet og Tomas Higgerson: pianó leika nokkur lög. *Gamanmálaþáttur sem kemur mörgum á óvart. *100 manna kór Heimisfélaga og eiginkvenna þeirra taka lagið í fyrsta sinn opinberlega undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar. *Konur Heimisfólaga sjá um glæsilegar kafflveitingar. HEIMISFÉIAGAR

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.