Feykir


Feykir - 14.06.2000, Page 6

Feykir - 14.06.2000, Page 6
6 FEYKIR 22/2000 Undir borginni Hver á að hafa eftirlit með eftirlitsmönnunum? Á íslandi er verið að koma upp miklu eftirlitsmannakerfi. Það er stöðugt verið að semja reglugerðir um þetta og hitt og það endar með því að það þarf her manns til að fylgjast með því að þessum reglugerðum sé hlýtt. Frelsi einstaklinga er samhliða þessu sett á þrengri og þrengri bás. Heilir hópar manna og kvenna sem gætu sem best unnið ærleg og nytsamleg störf í þjóðfélaginu eru alla daga að dunda sér við að njósna um ná- ungann. Þetta fólk er í eftirlit- inu, að fylgjast með því að aðr- ir brjóti nú ekki þessa eða hina reglugerðina. Það telur sig á- kaflega þarft fyrir þjóðarhag og lítur stórt á hlutverk sitt. En staðreyndin er sú að stór hluti þessara eftirlitsmanna er al- gjörlega gagnslaus frá þjóð- hagslegu sjónarmiði og það mætti grisja reglugerða-frum- skóginn um helming án þess að nokkur skaði yrði að. Þegar hið margbölvaða kvótakerfi var sett á, voru veitt réttindi til tiltekinna aðila út á veiðireynslu. Það var hin al- menna regla. Samherjafrænd- um var hinsvegar úthlutað á sérstökum forsendum framhjá þessum reglum, en það er önn- ur saga. Allir vita að kerfið með eftirlitsmönnum Fiski- stofu þjónar undir ákveðinn hóp manna sem yfirleitt eru nefndir sægreifar. Þjóðin virð- ist seint ætla að rísa upp gegn þessum ófögnuði. I annan stað má nefna, að frelsi var þcgj- andi og hljóðalaust tekið af öO- um almenningi varðandi það að leggja net í sjó og veiða sil- ung. Laxveiðiklíkan sem er stór- laxasveit þjóðfélagsins fékk lagasetningu um að ekki mætti leggja net í sjó frá föstudegi til þriðjudags, og hinn tíma vik- unnar aðeins samkvæmt leyfi og ýmsum skilyrðum. Enginn gat framar leyft sér um helgar að leggja net og ná sér í silung í soðið. Þegar ég var að alast upp hér á Skagaströnd lögðu fjölmargir heimilisfeður net í víkinni sunnan við Hólanesið og sjálfur byrjaði ég um 10 ára aldur að veiða í net. Á hverju sumri síðan hef ég sett net í sjó nema í eitt skipti. En þegar frelsis-skerðingin varð í þess- um málum, var veiðireynsla mín og annarra einskis metin. Við vorum bara sviptir því sem alltaf hafði verið réttur okkar. Og svo em settir eftirlits- menn til að fylgjast nú vel með því að enginn fremji glæpinn stóra. Þeir belgja sig út og spyrja með þjósti af hverju landtaugin sé ekki merkt og hverslags háttur það sé að fara ekki að reglugerðum! Og þó það sé kannski verið að ausa upp laxi í net inn í Draugagili, ereftirlitsmaðurinn út á Skaga- strönd að hvekkja þá sem em í sakleysi sínu að leggja fyrir sil- ung. Það er göfugt hlutverk eða hitt þó heldur að hundelta almenning með þessum hætti. Og hver borgar þessu eftirlits- liði kaupið? Sérhver sveitarstjóm sem telur sig í alvöm vera að þjóna sínum borgurum, á að mót- mæla og neita svona ffamferði. Menn eiga að fá að njóta réttar síns innan marka sveitarfélags- ins og geta veitt þar silung eins og tíðkast hefur eins lengi og elstu menn muna. Annað er ekki sæmandi fyrir þjóð sem vill eiga og una lífi sínu í frelsi. Til hvers var verið að flýja ófrelsið í Noregi ef allir ráða- menn á íslandi leggja stund á að leika Harald hárfagra hver með sínurn hætti? Og löggjaf- arvaldið er tuska í höndum sæ- greifa og stórlaxa eins og allir sjá af lagasetningum þess og reglugerðum! Á svo að bera virðingu fyrir slíku? Eftirlits- menn em á þönum um allt þjóðfélagið og full þörf er að spyrja: „Hver á að gæta varð- anna”! Hver á að hafa eftirlit með eftirlitsmönnunum? Fer þá ekki að styttast í lög- regluríkið þegar menn þurfa allt að því leyfi frá skrifstofu til að ganga öma sinna? Það er löngu orðið tímabært að huga að þessum málum með skyn- semi, en ekki út frá duttlungum einhverra hagsmunahópa sem toga í spotta á bak við tjöld. Al- menningsréttur er nokkuð sem þaif að rísa til vegs gegn þeiiri eiginhagsmuna-lögfræði sem nánast hefur tröllriðið íslensku þjóðfélagi í allt of langan tíma. Rúnar Kristjánsson. Sigurjón Runólfsson 4- Fáein minningarorð Vait líður svo vika að mér berist ekki fréttir af andláti ein- hvers vinar míns eða góðkunn- ingja. Nú síðast var það Sigur- jón Runólfsson á Dýrfinnustöð- um, sem lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki þann 27. maí sl. og mátti jrá heita þrotinn að heilsu, enda háaldraður orðinn. Sigurjón er fæddur að Dýr- finnustöðum í Akrahreppi 15. ágúst 1915. Foreldrar hans vora Runólfur Jónsson bóndi þar, fæddur 1881 dó 1937, og kona hans María Jóhannesdóttir, fædd 1892 dáin 1986. Þau Run- ólfur og María eignuðust 12 böm og var Sigurjón elstur. Sig- urjón kvæntist 1963 Sigríði Guðrúnu Eiriksdóttur mætri manndómskonu og eignuðust þau tvær dætur, andvana stúlku- barn fædd 1965 og dótturina Önnu Maríu fædda 1966. Upp- eldissonur þeirra Sigurjóns og Sigríðar er Eiríkur Jónsson fæddur 1957, búsettur í Sví- þjóð. Sigurjón naut venjulegrar barnafræðslu þeirra tíma og lauk síðan búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum vor- ið 1940. Lengri var skólaganga Sigurjóns ekki og mun þó hug- ur hans öðmm þræði hafa stað- ið til frekara náms enda skorti ekki námshæfileikana. En hér tóku örlögin í taumana. Sigur- jón var aðeins rúmlega tvítugur þegar faðir hans féll frá. Stóð María þá uppi með börnin sín tólf, nokkur innan fermingar og það yngsta 5 ára. Það vildi til að María var mikil atgertlskona en nú reyndi á Sigurjón. Hann tók við búinu og forsjá hins fjöl- menna heimilis, ásamt Maríu móður sinni. Á Dýrfinnustöðum var þá allt í gömlu horfi eins og á sveitabýlum yfirleitt. Ræktun lítil og byggingar meira og minna úr torfi og grjóti svo sem verið hafði um aldir. En Sigur- jón hófst brátt handa og hann linnti ekki á sprettinum næstu æviárin. Hann margfaldaði tún- ið og naut þess þar að bræður hans, Björn og Pálmi, höfðu orðið sér úti um stórvirkar jarð- vinnsluvélar. Byggingar allar, bæði útihús og íbúðarhús, reisti hann af steini og íbúðarhús teiknaði hann sjálfur og kom þá í ljós, að auk annars sem honum var til lista lagt, að hann var ágætis arkitekt. Eg heyrði talað um Dýrfinnustaði sem fremur ríra bújörð um það leyti sem Sigurjón tók þar við stjómar- taumum. En þegar hann gekk þar frá borði, áratugum síðar var jörðin fyrir atbeina hans og umburðarþrótt orðin að sann- kölluðu góðbýli. Eg kynntist Sigurjóni ekki að ráði fyrr en eg flutti í Akra- hreppinn haustið 1946. Þátókst brátt með okkur vinátta sem hélst upp frá því. Við störfuðum saman í hreppsnefnd Akra- hrepps um 8 ára skeið, ásamt þeim Jóhannesi Steingrímssyni á Silfrastöðum, Sigurði á Úlfs- stöðum og Jóni í Miðhúsum. Hreppnefndarfundirnir vom öðrum þræði hreinustu skemmtisamkomur. Var það ekki síst Sigurjóni að þakka og hans listilegu frásögnum af mönnum og málefnum. Sigurjón lærði að aka bíl þótt aldrei yrði það beinlínis hans „fag”. Eitt sinn sem oftar hafði Jóhannes oddviti boðað hreppsnefndarfund í Miðhúsum hjá Jóni tjallskilastjóra. Sigur- jón fór frameftir á jeppanum og tók mig með. Ofurlítil beygja var á veginum austan við Gmndarstokksbmna. Einhveira hluta vegna varð jeppinn þar ó- sáttur við Sigurjón, tók af hon- um stjórnina með þeim afleið- ingum að hann lenti út af vegin- um og hafnaði á hvolfi. Við gát- urn nú samt komið þessum frekjudalli upp á veginn á ný með aðstoð manns sem þama bar að og héldum ferðinni áfram í Miðhús. Er jeppinn valt hafði Sigur- jón rekið ennið fram í mæla- borðið og varð af töluvert sár. En í Miðhúsum reyndist nægur heftiplástur. Þetta var um þrett- ándu sumarhelgina og Stígandi með sínar árlegu kappreiðar á Vallabökkunum. Þangað á- kváðum við Sigurjón að fara. Er við komum að hliðinu þar sem Markús á Reykjarhóli tók inngangseyrinn af samkomu- gestum og hann sá heftiplástur- inn á enninu á Sigurjóni varð honum að orði: „Hvað er að sjá þetta Sigurjón, hefurðu rekið þig á?”. „Nei það renndi á mig hrútur”, sagði Sigurjón og bætti við „og hrúturinn hornbrotn- aði”. Þótt Sigurjón nyti skammrar skólagöngu var hann samt sem áður fjölfróður, enda víðlesinn. Mátti heita að sama væri hvar niður var borið, hvergi var komið að tómum kofanum hjá Sigurjóni. Hann var ágæta vel ritfær og hagorður í besta lagi. Hann var um margt einhver at- hyglisverðasti rnaður, sem eg hef kynnst um dagana. Nú við leiðaskil vil eg þakka honum fyrir samvemstundirnar. Þær em mikill sjársjóður. Magnús II. Gíslason. Aukakílóin burt! Ný öflug vara! Náðu varanlegum árangri í eitt skiptið fyrir öll. Ég missti 7 kg. á fimm vikum. Síðasta sending seldist upp. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. Hringdu strax. Helma & Halldór sími 557 4402 og 587 1471. grima@centmm.is

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.