Feykir


Feykir - 14.06.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 14.06.2000, Blaðsíða 8
14. júní 2000, 22. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill . KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki jslands í forystu til framtíðar Utibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 . Ýr með lægsta tilboð í vatnstankinn Trésmiðjan Ýr á Sauðár- króki var með lægsta tilboðið í byggingu vatnstanks við Hofs- ós, en útboð voru opnuð nýega. Ýr bauð 6.863.900 og er það 91% af kostnaðaráætlun. Sam- þykkt hefur verið að taka þessu tilboði. Tvö önnur tilboð bárust í verkið. Tilboð K-Taks var 98% af kostnaðaráætlun en Friðriks Jónssonarsf. 159%. Nýi vatntankurinn niun leysa þann gamla af hólmi. Árni Heiðar ásamt samgönguráðherra Sturla Böðvarssyni og Kristjáni Möller alþingismanni. Takk fyrir göngin sagði Árni Heiðar við samgönguráðherra Ungur herramaður, Ami Heiðar Bjamason, var staddur í Reykjavík þegar umræðan um jarðgangnaáætlunina var sem há- væmst og fékk þá uppfyiltan þann draum sinn að skoða Al- þingi í fylgd vinar sína og ná- granna Kristjáns L. Möllers al- þingismanns. Hellan blað Sigl- firðinga segir frá þessu. en rnarg- ir Skagfirðingar kannast við Áma Heiðar frá því hann var í sérdeildinni og hann kemuralltaf annað slagið í heimsókn á Krók- inn. Ámi sat á pöllum þingsins meðan atkvæðagreiðsla fór fram, sat hluta þingflokksfundar Sam- fylkingarinnar og síðan var farið í kaffi. Þar hitti hann m.a. Pál Pétursson félagsmálaráðherra og bar honum kveðju frá Sverri Sveinssyni. Þegar samgönguráð- herra Sturla Böðvarsson gekk inn í kaffistofuna var hann kynntur fyrir Áma sem var skjót- ur til svars að vanda og sagði þegar hann tók í hönd Sturlu: „Takk fyrir göngin”. Svo mörg voru þau orð, en að sögn Árna var þessi heimsókn á Alþingi ákaflega skemmtileg. Lögreglan kynnirsig Vilhjálmur Stefánsson lögregluþjónn á Blönduósi lætur öku- inanni í té spjald þar sem þjónusta lögreglunnar og björg- unarsveitarmanna er kynnt. „Við viljum gjaman leggja okkar að mörkum til slysalausrar umferðar og þessi áminning til vegfarenda er viðleitni okkar í þá veru”, segir Kristján Þorbjörns- son yfirlögregluþjónn á Blöndu- ósi en fyrir hvítasunnuhelgina, fyrstu stóm umferðarhelgi sum- arsins, fór lögreglan á Blönduósi að dreifa spjaldi til vegfarenda en á því em á framhlið myndir af á- höfnum lögreglu- og sjúkrabif- reiða í Húnavatnssýslum, og á bakhlið greint frá hlutverki þess- ara aðila gagnvart umferðinni. „.... ef eitthvað bregður útaf svo sem slys eða önnur óhöpp þá kemur þetta fólk þér til aðstoðar. Það er einlæg ósk okkar allra að ferð þin verði ánægjuleg og ó- happalaus og að þú þurfir ekki á aðstoð okkar að halda. Of hraður akstur er ástæða margra óhappa og því hefur lögreglan á Blöndu- ósi lagt mikla áherslu á að spoma við of háum umferðarhraða. Það er því okkar von að þú sjáir þér fært að íylgja umferðarreglum og leggja þannig þitt af mörkum til að stuðla að slysalausri og ör- uggri umferð öllum til hagsbóta. Með ósk um góða og velheppn- aða ferð og ánægjulega heim- komu.” Og þessi orðsending er frá Rauðakrossdeildunum á Skagaströnd, Blönduósi og Hvammstanga og lögreglunni á Blönduósi. „Tvær konur“ sýnt á Þingvöllum Leikritið „Tvær konur við ár- þúsund - saga Guðríðar Þor- bjamardóttur” verður sýnt á Kristnitökuhátíðinni á Þingvöll- um sunnudaginn 2. júlí nk. Þá verður það einnig sýnt á Snæ- fellsnesi síðustu helgi þessa mán- aðar í tilefni afhjúpnunar styttu um Guðríði, en tvær sýningar verða í Bifröst í næstu viku, á miðvikudags- og fimmtudags- kvöld. Að sögn Jóns Ormars Onns- sonar höfundar leiksins og leik- stjóra er einkar ánægulegt og skemmtilegt tækifæri að fá að sýna á Þingvöllum. Þar verður góð aðstaða til sýningar að sögn Jóns, sýnt á palli og gott hljóð- kerfi ætti að tryggja að textinn komist til skila. Leikurinn hefur verið æfður upp að undanfömu, en Vilborg Halldórsdóttir sem lék innri Guðríði í sýningunum í vor, er farin til háskólanáms á Italíu. I hennar stað er komin Pálína Jónsdóttir mikil leikkona og dansari frá Lónkoti í Sléttu- hlíð, þannig að nú er sýningin orðin alskagfirsk, en með hitt hlutverkið fer Bára Jónsdóttir. „Eg held að Skagfirðingar geti orðið stoltir af Guðríði”, seg- ir Jón Oimar, en leikurinn fékk mjög góða dóma jægar hann var sýndur í Bifröst í vor. Vilborg og Bára í hlutverkum sínum. TOYOTA - tákn um gæði ...bílar, tryggjngar, bækur, ritföng, framköllun, rammaj, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYWJARS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 483 5950 Kodak Pictures KODAtTÉXPRESS TRYCCINCA- MIÐSTÖÐIN HF. - þegar mest á reyniii

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.