Feykir


Feykir - 22.11.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 22.11.2000, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 22. nóvember 2000, 40. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur íslendinga með hœstu ávöxtun í áratug! 1—1 Landsbanki íslands í forystu til framtfðar Útibuið á Sauðárkróki - S: 453 5353 . Rútan utan vegar við Barðsafleggjarann á sunnudagskvöld. Innfelldu myndirnar eru af Nönnu Hallgrímsdóttur og Ama Gíslasyni á Sjúkrahúsi Skagfirðinga. Endaslepp för eldri borgara til Siglufjarðar Mesta mildi að ekki fór verr Öllum ber saman um að bet- ur hafi farið en áhorfðist þegar rúta með 39 manns, eldri borg- umm úr Skagafirði, fór út af veg- inum við Barð í Fljótum. Ljóst er að það sem skipti sköpum var að ökumaður miðaði akstur við aðstæður, en mjög hált var á veginum. Fljótt gekk að koma neyðartilkynningu til sjúkrahúss og almannavarna og í sömu svipan bar að fólksflutningabíl sem unnt var að rýma og koma fólkinu fyrir. Aætlanir almanna- varna og hópslysaáætlun hjá Heilbrigðisstofnuninni á Sauðár- króki tókust mjög vel. Að sögn Óskars Jónssonar yfirlæknis sjúkrahússins er þetta mesta álag sem nokkru sinni hefur orðið á stofnuninni en allt gekk samt vel fyrir sig. Allir farþegar og bíl- stjóri fóru í skoðun og fengu á- fallahjálp. Senda þurfti einn sjúkling suðurog annan á Akur- eyri og sex liggja inni á sjúkra- deild Héraðssjúkrahúss Skag- firðinga vegna beinbrota og höf- uðáverka. Algengustu nteinin hjá hinum slösuðu eru rifbeins- brot, en alls þurftu 28 á aðhlynn- ingu að halda. „Ég sat framarlega í bílnum og sá allt í einu eins og það væri veggur framundan á veginum, en þá voru hrossin komin inn á veginn. Síðan gerðist þetta mjög snöggt, rútan hallaði út af kant- inum og ég sat þeim megin þar sem fallið var minnst, og lenti á rúðunni niður við jörð”, sagði Nanna Hallgrímsdóttir sem hlaut talsvert höfuðhögg en er óbrotin. Hún var á sömu stofú og Sigríð- ur Eiríksdóttur og þeim stöllum kom saman um að þetta hafði verið óskaplegur endir á skemmtilegri ferð, en þær nutu fyrr um daginn eins og aðrir í hópnum frábæma móttöku eldri borgara á Siglufirði. „Við sáum hvar vegkanturinn kom á móti okkur og svo kom ógurlegur slynkur. Ég sat aftast í rútunni og þeim megin sem lengst var fallið og hentist yfir á sætaröðina hinum megin. Það hefur náttúrlega verið brýkin á þeim sem orsakaði beinbrotin. Síðan féll maður niður í dymm- una og innan um fólkið og gat ósköp lítið hreyft sig. Það voru ekki mikil hljóð í fólkinu, en ein- hver sagði „farðu ofan að mér”, en maður gat lítið gert að því eða kornið sér burtu, þarna var ekki einu sinni hægt að stíga niður fæti fyrir fólki”, sagði Garðar Guðjónsson en hann gat sig lít- ið hreyft vegna eymsla í rifbein- unt og öxl, en taldi sig og aðra samt hafa sloppið vel. „Maður gat ekki ímyndað sér annað eftir ástandinu en þama væri fólk stórslasað”, sagði Ami Gíslason, en hann var meðal þeirra er fóru verst út úr þessu, braut nokkur rifbein er stungust inn að lunga. Ami var samt mál- hress eins og Garðar, en þrjú systkini Arna vom í rútunni og þrír makar þeirra. Það var líka einstakt lán að á slysstað hagaði þannig til að slétt var undir þar sem rútan lenti og snjóföl. Fólkið sem blaðamaður Feykis spjallaði við á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á mánudag vildi koma á framfæri kæm þakklæti til björgunarfólks og starfsfólks Heilbrigðsstofnunarinnar á Sauðárkróki, en nú sannaðist svo ekki verður um villst hversu mikið öryggi það er að hafa vel búnar sjúkrastofnanir á lands- byggðinni. Fjórtán sóttu um Byggðastofnun Alls bárust 14 umsóknir um stöðu forstjóra Byggðastofn- unar en umsóknarfrestur rann út 15. nóvember sl. Stjóm Byggðastfifnunar mun fjalla um umsóknirnar á næstu dögum og gera tillög- ur um ráðningu í stöðuna, sem er í höndum iðnaðarráð- herra Valgerðar Sverrisdótt- ur. Eftirtaldir sóttu um starfið: Friðþjófur Max Karlsson við- skiptafræðingur Reykjavík, Jón Magnússon fram- kvæmdastjói Hofsósi, Jón Eg- ill Unndórsson kennari Reykjavík, Jón Þórðarson for- stöðumaður Akureyri, Loftur Altice Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Reykjavík, Margrét María Sigurðardóttir lögmaður Húsavík, Páll Dag- bjartsson skólastjóri Varma- hlíð, Róbert Hlöðversson framkvæmdastjóri Reykjavík, Snorri Bjöm Sigurðsson sveit- arstjóri Sauðárkróki, Stefán Olafsson lögmaður Blöndu- ósi, Theódór A. Bjamason að- stoðarsvæðisstjóri NIB Kaup- mannahöfn, Valbjörg B. Fjól- mundsdóttir framkvæmda- stjóri Akureyri, Valtýr Sigur- bjamarson ráðgjafi Akureyri og Þröstur Friðfinnsson úti- bússtjóri Sauðárkróki. Afmælishátíð hjá Karla- kór Bólstaðahlíðarhrepps Einn elsti karlakór landsins, Karlakór Bólstaðahlíðar- hrepps, fagnar 75 ára af- mæli sínu nk. laugardags- kvöld í félagsheimilinu Húnaveri. Þar verður margt til skemmtunar, veitingar og að Iokum dansað fram eftir nóttu. Kórfélagar eru í vetur um 35 talsins, flestir eru þeir úr Svínavatns- og Bólstaða- hlíðarhreppi og frá Blöndu- ósi. Stjórnandi kórsins eins og undanfarin ár er Sveinn Arnason á Víðimel. Benedikt Blöndal er for- maður Karlakórs Bólstaðahlíð- arhrepps og Feykis náði sam- bandi við hann í gær þar sem hann var á leið til kennslu í Húnavallaskóla. „Það verða ekki nein ósköp sem við syngj- um á laugardagskvöldið, en eitthvað þó. Sigurjón Guð- mundsson ætlar að flytja ágrip úr sögu kórsins og ég veit ekki hvað hann fer nákvæmt út í það, Guðmundur Valtýsson verður með skemmtiþátt og eitthvað fleira verður gert til gamans, ávörp væntanlega ein- hver og það getur orðið eftitt að stoppa menn af þegar þeir byrja á hamingjuóskunum. Síðan eigum við von á einum tveimur hljómsveitum úr Skagafirði, félögum úr harm- onikufélaginu þar”, sagði Benedikt. Eitt af því sem gert verður til að minnast þiessara tímamót, er enduiútgáfa á „Tónum í tón- stundum” fyrstu hljómplötu kórsins sem út kom 1985. Hún verður reyndar ekki gefin út á vinil að þessu sinni, enda plötuspilarar að hverfa, heldur verður efni plötunnar ritað á geisladisk. Von er á þessari út- gáfu allra næstu daga. (<5>) TOYOTA VV - tákn um gæði ...bflar, tiyggmgar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, támarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYWJABS SUÐURGÖTU 1 SÍMI 4B3 6960 TRYCCINCA- MIÐSTÖÐIN HF. - þegar mest á reynir! Kodak Pictures

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.