Feykir


Feykir - 22.11.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 22.11.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 40/2000 Laxnes á Þverárballi Það var ekki mikið um samkomu- hús í Skagafirði þegar þessi saga gerð- ist. Fyrir utan gömlu Bifröst á Sauðár- króki var mér ekki kunnugt nema um þrjú: Þau voru á Læk í Viðvíkursveit, Stóru-Ökrum í Blönduhlíð og við Steinsstaðalaug í Lýtinsstaðahreppi (Laugarhúsið). Mest voru þessi hús notuð til ýmiss konar fundahalda. Þó kom það auðvit- að fyrir að þar voru haldnir dansleikir. Ærið myndu þessi hús þykja þæginda- snauð nú. Þó var þar alþiljað einhver skonsa þar sem hægt var að hita kaffi og fram gátu farið veitingar. Sæti voru engin nema trébekkir sem raðað var meðfram veggjunum. Þar sátu döm- umar milli þess sem þær vom á dans- gólfinu. Og úti í einu horninu var svo harmonikkuleikarinn. Þó að þessi hús væm fyrir hendi þá var býsna algengt að dansleikir, böll, eins og oftast var sagt, væru haldin á sveitaheimilum þar sem húsakynni vom sæmilega rúmgóð. Þá var dansað í einni eða tveimur stofum, veitingar á öðrum stað í húsinu og svo var þeim einhversstaðar séð fyir afdrepi, sem grípa vildu í spil. Böllin byrjuðu þetta klukkan 9-10 að kvöldinu og stóðu til morguns. Þótti hæfílegt að koma heim um það leyti sem fara þyrfti að sinna gegningum. Yfirleitt var það regla á þessum böllum að flutt vom 15-20 mínútna er- indi eða lesið upp, nema hvortveggja væri. Stundum sungið og á einu slíku balli söng Stefán íslandi opinberlega í fyrsta sinn. Það var í samkomuhúsinu á Læk, einhverju því minnsta funda- og samkomuhúsi, sem eg hef séð. Minnti mig alltaf á 50 punda sykur- kassa, en það voru trékassar, sem nrolasykur var fluttur inn í á sinni tíð og tóku 50 pund af sykri. Pabbi spilaði undir sönginn hjá Stefáni, á einhvem orgelgarm. Þeir óku á sleða fram ey- lendið, því þetta var að vetrarlagi, í sunnan asahláku. Vatnsagi var mikill á Eylendinu og votviðrasamt á sleðanum svo þeir voru allir hundblautir þegar þeir komu í Læk. En þeir létu það ekk- ert á sig fá. Kvenfélagskonumar drifu í þá heitt kaffi, kannski líka brennivínslögg og síðan hóf Stefán sönginn. Skyldi hon- um aldrei hafa dottið í hug litla húsið á Læk þegar hann var síðar að syngja í ópemhöllum heimsbyggðarinnar? Nú víkur sögunni til þess, að eitt sinn sem oftar var haldið ball á Þvará í Blönduhlíð. Þar vom rúmgóð húsa- kynni á gamla vísu. Dansað var í tveimur stofum í frambænum og vom þær sín hvom megin við innganginn í bæinn. Sat harmonikkuleikarinn á ganginum og gat þannig spilað fyrir dansinum í báðum stofum. Pabbi var fenginn til þess að lesa upp á ballinu. Kaus hann að lesa kafla úr nýút- Halldór Kiljan Laxnes. kominni skáldsögu Halldórs Laxness, „Þú vínviður hreini”. Þessi upplestur féll í misjafnan jarðveg hjá samkomu- gestum. Menn skiptust mjög í tvo hópa í afstöðunni til Laxness og skrifa hans. Sumir máttu ekki heyra hann nefndan, töldu hann hreinan skemmdarverka- mann, sem bæri út óhróður og svívirð- ingar um landa sína. Beittu þeir sér ein- dregið gegn því að bækur Laxness væru keyptar af lestrarfélögum. Eg dreg hinvegar í efa að þetta góða fólk hefi lesið nokkurn staf í þessum bók- um. Og afstaða þess breyttist ekkert þótt Laxness fengi Nóbelsverðlaunin. Að því leyti var það heiðarlegra en Morgunblaðið. Þetta fólk var eðlilega ekkert hrifið af upplestri úr „Vínviðn- um” og fannst að pabbi hefði nú getað valið eitthvað uppbyggilegra. En Laxnes átti líka sína aðdáendur og einnig þama á Þverárballinu. Og af- staðan til verka hans fór engan veginn effir stjómmálaskoðunun viðkomandi. Raunar skiptist sveitafólk á þessum árum nær undantekningarlaust í tvo flokka. Annað hvort voru menn fram- sóknar- eða sjálfstæðismenn. Pólitískir skoðanabræður Laxness fundust þar naumast. En Laxnes klauf gjörsamlega þessa grónu flokka, þó að óneitanlega væru fylgismenn hans, að maður ekki segi aðdáendur, fleiri meðal fxamsókn- ar- en sjálfstæðismanna. Eg man sér- staklega eftir einum sjálfstæðismanni sem blátt áfram tilbað Laxness. Hann var á ballinu og réð sér ekki fyrir fögn- uði yfir þessum upplestri. Hann kom skömmu síðar, sem oftar, yfir í Eyhild- arholt. Þeir pabbi sátu lengi saman inni í Norðurstofu og Laxness og bækur hans voru eina málið á dagskránni. Þessi maður var Jónas Jónasson, þá bóndi á Syðri - Hofdölum í Viðvíkur- sveit, stálgreindur karl og skáldmælt- ur í besta lagi. Hann fluttist síðar til Sauðárkróks og gerðist þá jafn harðsoðinn sósíalisti og hann hafði áður verið sjálfstæðismaður. Eg hef stundum heyrt því haldið fram, að bændur hafi almennt haft hom í síðu Laxness. Það er rnikill misskiln- ingur. Hann átti sér marga aðdáendur í þeirri stétt, bæði fyrr og síðar. Það var langt frá því að upplesturinn á Þverá félli einvörðungu í grýtta jörð. Magnús H. Gíslason. Skagfirska söngsveitin Góðir fulltrúar sunnan heiða Skagfuska söngsveitin gerði góða ferð í Skagfjörð um síðustu helgi og söng á þremur konsertum, í Bók- námshúsinu á Sauðárkróki á föstudagskvöld, á sjúkra- húsinu á laugardag og í Miðgarði á laugardagskvöld. Söngskemmanimar voru vel sóttar, á annað hundrað manns bæði í Bóknámshúsinu og í Miðgarði og fékk kórinn geysilegar góðar undirtektir gesta, en einnig Skagfirska söngsveitin fagnar nú 30 ára afmæli og tilcinkar skagfirsku tónskáldunum söngskrána. Söngsveitin brá á leik undir lokin í sérstöku sveiflulagi er tileinkað var Skagafirði. þáði kórinn kaffiboð bæði kvöldin, sveitarstjórnar Skagafjarðar og kóranna, Heimis og Rökkurkórsins. Það fer ekki á milli mála að Skagfirska Söngsveit- in er stolt héraðsins sunnan heiða, geysilega góður kór með margar góðar raddir. Með kómum syngja frábær- ir einsöngvarar: Oskar Pétursson, Guðnrundur Sig- urðsson og Kristín R. Sigurðardóttir, og lét Kristín sig ekki muna um að syngja fiðlutónana í lok lagsins „Vegferðar” sem er eitt nokkurra laga eft ir stjómand- ann Björgvin Þ. Valdimarssonar, en auk þess að vera mjög góður stjómandi er Björgvin frábært tónskáld og nýtur þar einnig liðsinnis eins kórfélagans, Bjarna Stefáns Konráðssonar, sem semur texta við lög Björg- vins. Þá má ekki gleyma undirleikaranum Sigurði Marteinssyni sem fer fimum fingmm um nótnaborð- ið. Lög skagfirsku tónskáldanna var aðalefnið á þess- ari afmælissögskrá kórsins, en hann fagnar nú 30 ámm. Meðal annars var nú fmmflutt lag sem nýlega fannst eftir Pétur Sigurðsson tónskáld frá Geirmund- arstöðum, „Blyndi drengurinn” heitir lagið en það er við texta Friðriks Hansen. Lögum Jóns Bjömssonar og Eyþórs Stefánssonar var einnig gerð góð skil á söng- skránni, einnig hins tónskáldsins frá Geirmundarstöð- um, Geirmundar Valtýssonar og þá er í prófgramminu lagið „Laufskálarétt” eftir Kristján Stefánsson frá Gil- haga. Þeim mun reyndar fara fækkandi Skagfirðingunum sem syngja með söngsveitinni, en metnaðaifullt starf kórsins laðar að góða söngmenn og er það hið besta mál. Sama er hvaðan gott kemur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.