Feykir


Feykir - 22.11.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 22.11.2000, Blaðsíða 1
EYKIM 22. nóvember 2000, 40. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Málefni Vindhælishrepps fá nýjan flöt Horft til sameiningar Blönduós og EngihKðar , Já þetta hefur dregist alltof lengi vegna anna í ráðuneytinu en nú ætl- um við að taka þessi mál fyrir og það var seinast verið að ræða þetta á fundi núna í vikunni. Við stefnum að því að lyktir verði undir áramótin", sagði Páll Pétursson félagsmálaráð- herra aðspurður um málefni Vind- hælishrepps, en hreppurinn hefur verið undir tölu í nokkur ár og Páli verið legið á hálsi fyrir það að vera ekki búinn að drífa í því í sínu heimakjördæmi að sameina hrepp- inn öðrum. Páll segir hinsvegar að þetta sé ekkert einsdæmi með Vind- hælishrepp, til að mynda sé Þing- vallahreppur búinn að vera undir tölu um skeið. Páll segir að nú horfi menn til sam- einingarviðræðna Blönduósinga og Enghlíðinga hvort ekki sé vænlegt að sameina Vindhælishrepp þessum tveimur sveitarfélögum. „Við munum skoða þann möguleika þó svo að Eng- hlíðingar hafi frekar viljað sameinast í hina áttina, Skagahreppi, en reyndar er Skaginn líka kominn neðarlega hvað lágmarkstölu varðar", segir Páll. - En sýnist ekki Páli að það muni lfta ágætlega út að fyrrnefnd sveitarfé- lög ásamt Höfðahreppi á Skagaströnd sameinst og þar með verði samfellt svæði komin undir einn hatt? ,Jú vissulega en það hefur nú lítill kraftur verið í sameiningarumræðunni á þessu svæði. Blönduósingar og Skagstrendingar hafa átt könnunarvið- ræður, en annars er töluverð andstaða þama í sumum hreppum gegn samein- ingu en meiri áhugi annars staðar. Kannski breytist þetta þegar boltinn byrjar að rúlla", sagði Páll Pétursson félagsmálaráðherra í samtali við Feyki. Að sögn Skúla Þórðarsonar bæjar- stjóra á Blönduósi miðar vel viðræðum við Enghlíðinga og það mun ráðast á næstunni hvort eða hvenær efnt verði til kosninga um sameininguna. Skúli sagði að eingöngu væri verið að ræða sameiningu þessara tveggja sveitar- félaga, en hann gerði sér þó alveg grein fyrir þeirri stöðu sem Vindhælingar væm í. Konum fjölgar á atvinnuleysisskránni Fleiri konur voru án atvinnu í októ- bermánuði en september í Norðuriandi vestra, fímm konur bættust við á at- vinnuleysisskrána en körlum fækkaði um tvo á skránni. Þessi útkoma þýðir að atvinnuleysi jókst í mánuðinum um 0,1%, en hinsvegar var það 15,6% minna en í sama mánuði í fyrra. Meðalfjöldi atvinnulausra á Norð- urlandi vestra í mánuðinum var 44 eða um 0,9% af áætluðum mannafla en var 0,8% í september. Atvinnuleysi karla mælist nú 0,5% en var 0,6% í septem- ber, en hjá konunum er það 1,5% en var 1,2% í september. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Þau tóku vel á því í ástardúettnum Óskar Pétursson og Kristín R. Sigurðar- dóttir með Skagfirsku söngsveitínni í Skagafirði um helgina. Málefni tollstöðva á fullu hjá Fiskistofu Sauðárkrókur einn þriggja nýrra tollhafna Hjá Fiskistofu er nú unnið að því að afla leyfa fyrir þremur tollhöfnum til viðbótar á Norðurlandi: á Húsavík, Sauðárkróki og Siglufirði, en eina toll- höfnin nyrðra er nú á Akureyri. Grétar Hannesson deildarstjóri hjá Fiskistofu er nú staddur í Brussel við annan mann og samkvæmt upplýsingum frá Fiski- stofu er unnið að málinu á fullu, en hinsvegar má búast við að það muni taka nokkurn tíma að koma málinu í gegnum kerfið ef það tekst þá. Málefni landamærastöðva hafa ver- ið talsvert í umræðunni að undanfömu, einkum vegna Skagstrendings á Skag- strönd og togarans Örvars. Vonast er til að fulltrúar frá Evrópusambandinu komi hingað til lands í janúarmánuði og líti á aðstæður og spurningin er hvort að þeir séu tilbúnir að fallast á að aðstæður á viðkomandi stöðum geti orðið það góðar að tollskoðun verði leyfð, en viðkomandi hafnir em við að- ildina að EES bornar saman við mun stærri hafnir í Evrópu. Ljóst er að fáist leyfi fyrir þessum nýju tollhöfnum koma þær vegabætur sem nú em hafnar yfír Þverárfjall mjög til góða, þar sem að það yrði þá skömminni skárra fyrir Skagstrending að flytja hráefnið frá Sauðárkróki 52 km leið eða frá Akureyri um 175 km, en hinsvegar eru Skagstrendingar ekki hressir með dræmar undirtektir við ósk- um um tollhöfn hjá sér, og er það ofur- skiljanlegt. Æ& bílaverkstæöi simi: 453 5141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 # Bílaviðgerðir Hjólbarðaviðgerðir Réttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.