Feykir


Feykir - 22.11.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 22.11.2000, Blaðsíða 7
40/2000 FEYKIR 7 Um 15 km að reiðvegum lagðir í Skagafirði í haust í sumar og haust hefur verið unnið að lagningu reiðvegar á Ieiðinni Sauðárkrókur- Vamiahh'ð eins og vegfarend- ur á þessari leið hafa eflaust orðið varir við. Raunar hófst verkið í fvrra, þá var gerður vegur næst Varmahlíð og teknir tveir spottar í Blöndu- hlíðini. I ár hefur verið unnið á leiðinni frá Sauðárkróki og frameftir alls um 15 km að lengd, en kaflinn milli Kjart- ansstaðakots og Hátúns er eft- Léttfeti og Stígandi sem standa að þessum framkvæmdum, verktaki er Bessi Vésteinsson í Hofsstaðaseli. Bessi sagði í samtali við fréttamann að verkið hefði gengið nokkuð vel í haust. Þetta er gert í samvinnu við landeig- endur sem í sumum tilfellum aðstoða við verkið og láta efni af hendi endurgjaldslaust. Bessi segir að þama sé verið að reyna að framkvæma sem mest með sem minnstum kostnaði og þá velti mikið á að stutt sé að sækja efni a.m.k. í burðarlag vegarins. I yfirborðið sé hinsvegar ætlunin að setja unnið efni. Bessi segir að 4-5 manns hafi starfað við þetta í haust og nota þeir 3-4 stórar dráttarvélar með sturtuvögnum, beltagröfu og litla jarðýtu við verkið en vöru- bíl er óvíða hægt að koma við. Eins og áður sagði eru það hestamannafélögin tvö sem standa að reiðvegagerðinni og fá til þess dálítið af því fjár- magni sem úthlutað er á fjárlög- um til þessa málaflokks og njóta einnig fjárstuðnings frá Vega- gerðinni. OÞ. Smáauglýsingar Ýmislegt! Til sölu Polaris vélsleði árg. ‘94, ekinn 4.300 mflur. Verð 250.000. Upplýsingar í síma 452 7472. Kettlingar fást gefins, kassa- vanir. Upplýsingar í síma 453 8217. Oska eftir440 vatnskældri vél í Arúc Cat vélsleða. Upplýsingar í síma 453 5893. Húsnæði! Gott einbýlishús í nágrenni Sauðárkróks til leigu. Upplýs- ingar í síma 453 5558. íbúðir til leigu, tveggja þriggja eða sex herbergja. Upplýsingar í síma 453 6665. Félagsvist! Félagsvist verður spiluð í Höfðaborg Hofsósi fimmtu- daginn 22. nóvember nk. kl. 21. Kaffiveitingar fjölmennum. ír. Það eru Hestamannafélögin Syæðisvinnumiðlunin til F.E.B.H. Auglýsing í Feyki ber árangur S Askrifendur góðir! Munið eftir bankagíróinu fyrir áskrifargjöldunum hagsbóta fyrir báða aðila Svæðisvinnumiðlun Norður- lands vestra tók til starfa í árs- byrjun 1998 og var staðsett á Blönduósi. Fyrsti forstöðumað- ur stofnunarinnar var Gunnar Richardsson en Líney Ámadótt- ir hefur gegnt starfinu ffá 1. júní á þessu ári. Svæðisvinnumiðlun á Blönduósi sér um skráningu at- vinnulausra á Norðurlandi vestra og höfðar stofnunin gagnkvæmt til vinnuveitenda og launþega, þannig að vinnu- veitendur geta leitað til stofnun- arinnar eftir starfsfólki og at- vinnuleitendur eftir störfum. Þá er það hlutverk stofnunar- innar að veita náms- og starfs- ráðgjöf og leiðbeina þeim sem ekki vita fýllilega hvað þeir vilja taka sér fyrir hendur. Stofnunin greiðir líka fyrir þeim sem kjósa að skipta um staif eða að kom- ast í samband við þá sem vilja takast á við sérstök verkefni eða jafnvel starfsþjálfun. Svæðisvinnumiðlunin er í nánu samstarfi við EES vinnu- miðlun en gagnkvæm atvinnu- réttindi eru innan Evrópska efnahagssvæðisins þannig að auðvelt er að starfsfólk færi sig milli viðkomandi Ianda án sér- stakra leyfa. Svæðisvinnumiðlunin getur boðið atvinnuleitendum, sem rétt eiga til atvinnuleysisbóta, upp á þátttöku í ýmiss konar námskeiðum, oft að eigin vali og vert er að vekja athygli á því að stofnsett hefur verið sérstök Menntasmiðja fyrir konur þar sem verkefnin eru margvísleg til styrktar og fræðslu. Þá var hrundið af stað „Viku símenntunar” er fór fram dag- ana 4.-8. september þar sem starfsmenn Svæðisvinnumiðl- unar Norðurlands vestrakynntu þjónustu sína, en í kjölfar jx;ss ftamtaks hefir fjöldi manns jx;g- ar nýtt sér ráðgjöf stofnunarinn- ar, er |3egar hefur borið nokkum árangur til náms eða starfs fyrir viðkomandi aðila. Árið 1996 var atvinnuleysi mest á Norðurlandi vestra næst á eftir höfuðborgarsvæðinu og hvað konur snerti var það mest á landinu eða 7,8%. Nú eru at- vinnulausar konur (tölur í sept., innskot Feykir) aðeins 1,2% móti 1,3% sem er landsmeðaltal og atvinnulausir, bæði karlar og konur, eru 0,8 %, en landsmeð- altal er 0,9% um [ressar mund- ir. Varla leikur á tveim tungum að Svæðisvinnumiðlunin á Blönduósi vinnur markvisst að því að nýta sem gagngerast all- Vöruflutningar Sauðárkrókur - Skagafjöróur Daglegar ferðir Vörumóttaka í Reykjavík hjá Aðalflutningum Héðinsgötu 2 Sími 581 3030 Bjarni Haralclsson sími 453 5124. ar vinnandi hendur á svæðinu til hagsbóta fyrir báða aðila, þ.e. atvinnuveitendur og atvinnuleit- endur, en það er tilgangur stofn- unarinnar. gg- Þú verður ekki straumlaus með Data-rafgeymi í bílnum OLÍS - umboðið Verslun Haraldar Júlíussonar ff Skagafjörður Aðsetursskipti! Til þess að íbúaskrá 1. desember 2000 verði sem réttust, minnum við á nauðsyn þess að tilkynna aðsetursskipti, einnig þau sem íyrirhuguð eru til 1. desember , til skrifstofu Skagafjarðar sem allra fyrst og í síðasta lagi 27. nóvember nk. Sveitarstjóri. NORNIN BABA JAGA D^Jœstu sýningar ^ Föstudaginn 24.11 kl. 18.0 ATH! Breyttur sýningartími ♦ Sunnudaginn 26.11 kl. 14.00 ♦ Sunnudaginn 26.11 kl. 17.00 ♦ Miðvikudaginn 29.11 kl. 18.00 ♦ Laugardaginn 02.12 kl. 15.00 ♦ Sunnudaginn 03.12 kl. 15.00 ♦ Miðapantanir í síma 453 5654 kl. 17-19 virka daga og 12-14 um helgar Miðasala við innganginn. ATH! Ekki er tekið við greiðslukortum. Jleilzjélag Sauðárkróks

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.