Feykir


Feykir - 25.04.2001, Side 8

Feykir - 25.04.2001, Side 8
Sterkur auglýsingamiðill 25. apríl 2001,15. tölublað, 20. árgangur. Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra Frá aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga. Kaupfélag Skagfirðinga Verðmætamyndun 2 milljarðar á 3 árum Á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á sumardaginn fyrsta, kom fram að rekstur félagsins stendur með miklum blóma um þessar mundir. Fjár- munamyndun í KS á síðustu þremur árum er um 2 millj- arðar króna samkvæmt sam- stæðurreikningi, og vegur þar þyngst góð afkoma Fiskiðj- unnar Skagfirðings. Hagnað- ur af reglulegri starfsemi KS á síðasta ári var 58,7 milljón- ir. Á aðalfundinum var brugðið upp skyggnum þar sem saman- burður var gerður á ýmsum af- komuliðum KS og annarra stærstu kaupfélaga landsins á síðustu 10-15 árum og kom þar skýrt fram að stjórnendum KS hefur tekist að stýra fyrirtækinu ffá þeim brimboðum sem kaup- félögin í landinu hafa orðið fyr- ir á þessu tímabili, og ljóst að KS á því láni að fagna að vera öflugusta kaupfélag landsins í dag. Ýmsir ljósir punktar eru í rekstri KS og dótturfélaga og í samanburði milli ára er sýnt að jafnvægi er á. Meðal vaxta- sprota í samstæðunni er hug- búnaðarfyrirtækið Element sem á síðasta ári jók veltu sína um 57% og þar eru starfsmenn nú omðir yfir 20 talsins. Þau mark- mið Elementsmanna að skila rekstraijafnvægi á síðasta ári, tókust. Á aðalfúndi KS setti Þórólf- ur Gíslason kaupfélagsstjóri fram harða gagnrýni á hug- myndir um auðlyndagjald, 5% fymingu á veiðiheimildum ár- lega. Þórólfur líkti því við það að bóndanum yrði gert skilt að ijarlægja á hveiju ári eina kú af 20 úr fjósinu, og talið trú um að það mundi ekkert bitna á rekstr- inum. Þórólfur sagði nauðsyn- legt að menn stæðu saman um það að standa á nióti slíkum hug- myndum um eignaupptöku, ef hún mundi ná fram að ganga væri sýnt hvernig atvinnulífinu á landsbyggðinni mundi reiða af. KJÖRBÓK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! T Landsbanki íslands í forystu til framtíðar Útibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 . Margt að gerast á Sæluviku Margt verður til skemmtun- ar á Sæluviku Skagfirðinga sem hefst nk. sunnudag 29. apríl og stendur til sunnudags- ins 6. maí. Menningarsam- komur ýmsar eru á dagskránni og dansleikir. Dagskráin er nokkuð þétt alla dagana og stundum verður fólk að velja á milli dagskrárliða, eins og t.d. á fyrsta kvöldi Sælunnar um frumsýningu Sæluvikuleikrits- ins i Bifröst eða gospellmessu í Sauðárkrókskirkju, en í kirkj- unni verður einnig árlegt kirkjukvöld á mánudagskvöld- ið. Þar verður aðalræðumaður fyrrum sóknarprestur Sauð- krækinga, sr. Þórir Stephen- sen. Tekið tU kostaá Króknum Stórsýning norðlenskra hestamanna fór fram í reið- höllinni Svaðastöðum laug- ardagskvöldið 21. apríl sl. Húsfyllir var og gífúrleg stemmning, enda margt sem gladdi augað: úrvals hross og fágaðar sýningar. Dag- skráin tók rúma tvo tíma, var fjölbreytt og gekk liratt fyrir sig; sambland af dansandi gæðingum, tali og tónum. Um 160 hross og knapar tóku þátt í sýningunni. Segja má nteð sanni að reiðhöllin Svaðastaðir hafi „stimplað sig inn” með þess- ari sýningu og þegar er á- kveðið að stórsýning norð- lenskra hestamanna verið ár- viss viðburður um fyrstu sumarhelgi. Að sögn Heiðu Lám Egg- ertsdóttur framkvæmdastjóra Sæluvikunnar er dagskráin á svipuðum nótum og undanfar- in ár. Sæluvikan verður sett í Safiiahúsinu kl. 14 á sunnudag þar sem kynnt verða úrslit í vísnakeppni og í leiðinni opn- uð myndlistarsýning Jóhönnu Bogadóttur. Síðan rekur hver dagskrárliðurinn annan. 1. maí ber keim að degi verkalýðsins en þá verður hátíðardagskrá í Bifröst á vegum verkalýðsfé- laganna og um kvöldið verða Ivurnar með menningardag- skrá. Á miðvikudag 2. mai er Möguleikhúsið með leiksýn- ingar fyrir börn í sveitarfélag- inu á Lómu og Rökkurkórinn með tónleika í Bifröst. Um kvöldið er Bjargræðiskvartett- inn með tónleika á Kaffi Krók. Á fimmudagsvöld syngur síð- an söngflokkurinn Norðan átta í Bóknámshúsinu og á föstudgskvöldið er komið að hinni landskunnu dægurlaga- keppni Kvenfélags Sauðár- króks í íþróttahúsinu. Á laug- ardag er svo stærðfræðikeppni í Ijölbrautinni og söngskemmt- un kóranna í Miðgarði, auk lokadansleikja í Miðgarði og í Bifröst. Á lokadegi Sæluvik- unnar sunnudaginn 6. maí verður síðan Kristján Val- garðsson baritonsöngvari með tónleika í Bóknámshúsi Fjöl- brautaskólans. Orlofshús byggð í Varmahlíð í sumar? Þann 6. april sl. var haldinn stofiifundur hlutafélags sem ber nafnið Orlofshús við Vannahlíð hf. Tilgangur félagsins er að byggja upp og reka orlofshús í Skagafirði. Álls eru stofnhlut- hafar 24 talsins. Á fundinum var kjörin stjóm fyrir félagið í henni sitja Knútur Áadnegard, Ólafur Jónsson, Sveinn Ámason, Sveinn Sigfusson og Viggó Jónsson sem hefiir verið ráðinn framkvæmdastjóri. I dag eru stærstu einstöku hluthafarnir Friðrik Jónsson ehf, K-Tak ehf. og Kaupfélag Skagfirðinga. Þá standa yfir viðræður við for- svarsmenn stéttarfélaga og íjár- festingarsjóða um að fjárfesta í félaginu. Fram að þessu hefur undir- búningi verkefhisins verið stjómað af Hring-Atvinnuþróun- arfélagi SkagaQarðar hf. eftir frumkvæði frá Helga Gunnars- syni og Viggó Jónssyni. Undir- búningur framkvæmda er í full- um gangi og er stefnt að því að fyrstu húsin verði komin upp í landi Víðimels við Varmahlíð fyrri part sumars. Félagið hefur einnig hug á því að byggja upp orlofshús í skóglendinu við Reykjarhól á næstu árum. Að sögn Lárus D. Pálssonar framkvæmdastjóra Hrings eru menn bjartsýnir fyrir hönd hins nýja félags. Ferðaþjónusta og af- þreying henni tengd hefur verið í mikfum vexti í Skagafirði á síð- ustu misserum og með tilkomu orlofshúsa er m.a. verið að ná til stéttarfélaga og starfsmannafé- laga sem lítið hafa getað beint félagsmönnum sínum i orlofshús í Skagafirði hingað til. Svæðið við Varmahlíð þykir henta vel vegna þeirra aðstæðna og þjón- ustu sem þar er fyrir hendi og í næsta nágrenni. Þá er ljóst að skagfirskir iðnaðarmenn eru fullfærir um að byggja hús sem standast fyllilega samanburð á gæðum og verði. Takist vel til á fyrstu stigum er um að ræða rnikið hagsmunamál fyrir Skagaljörð í framtíðinni, sagði Lárus ennfremur. ...bílar, tryggingar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABtJÐ BRYWJABS SUÐUBGÖTU 1 SÍMI 453 5950 BÍLASALAN / FORNOS BORGARFLÖT 2 • 550 SAUÐÁRKRÓKUR SIMI 453 5200 • FAX 453 6201 • KT. 670600-2540 • VSK nr. 67609 Sími 453 5200

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.