Feykir - 03.10.2001, Blaðsíða 1
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU 1
SAUÐÁRKRÓKI
Mettúr hjá Röstinni
á úthafsrækjunni
Mikið fjölmcnni var í Laufskálarétt. Meira um rcttarhelgina í Skagafirði í blaðinu í dag.
sumarhús og kirkju
Mjög góð rækjuveiði hefiir
verið að undanfömu og veiði á
úthafsrækju glæðst verulega.
Þannig kom Röstin skip Dögun-
ar til hafnar í síðustu viku með
metafla 40 tonn eftir tæpa viku.
Rækjan var stór og góð úr Hér-
aðsflóa. Vegna bilaðra veiðar-
færa var landað á Seyðisfirði nú
eftir síðustu helgi, 30 tonnum,
en vonast er til að skipið komi
aftur til Sauðárkróks í byrjun
næstu viku með góðan afla.
Ágúst Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Dögunar segir að
nú loksins eftir þtjú döpur ár sé
veiðin á úthafsrækjunni að
glæðast. „Þetta var búið að vera
svo tregt að við vomm kornnir á
fremsta hlunn með að hætta
þessari útgerð”, segir Ágúst.
Nú nýverið var rannsóknar-
skipið Dröfnin að skoða miðin
fyrir Norðurlandi og Vestfjörð-
í göngum í Austurdal nýlega
fúndu gagnamenn tvo vetur-
gamla hrúta sem greinilega
höfðu gengið á fjalli allan síð-
asta vetur. Hrútarnir, sem fúnd-
ust í svokölluðum Tinnárdal að
austanverðu í dalnum rétt fram
við Ábæ, vom vel á sig komnir
og höfðu ekki gengið úr ull. Þeir
vom feitir og pattaralegir og
frentur tregrækir af þeim sök-
um.
Stefán Hrólfsson bóndi á
Keldulandi sagði að það hefði
verið brösótt að reka þá niður
dalinn í áttina að Ábæ, en þaðan
um og endaði þar á Húnaflóa og
Skagfirði. Ágúst í Dögun segist
ekki vera búinn að fá niðurstöð-
umar frá Hafró, en rækjan hafi
verið mun meiri núna en í fyrra,
en veiðar voru sem kunnugt er
ekki heimilaðar á síðasta ári.
„Ég held að menn reikni
ekki með því að veiðar verði
leyfðar núna. Það hefúr verið
svo mikil ýsuveiði á firðinum,
og gengd bæði af stærri og
minni fiski. En ég held að ntenn
séu nokkuð bjartsýnir á að veið-
arnar geti hafist að nýju á næsta
hausti”, segir Ágúst.
Hjá Dögun starfa nú eins og
um nokkurt skeið 14 manns í
vinnslunni og fimm á sjónum.
Þá er ein „skrifstofúblók” eins
og Ágúst kallaði sig sjálfan,
þannig að ekki er yfirbygging-
unni fyrir að fara hjá Dögun.
keyrði hann þeim á bíl. „Þetta
eru stærðar boltar, annar þeirra
vóg í lífvigt 91 kóló og hinn
93”, sagði Stefán. Hmtamir
reyndust í eigu Eiríks Skarphéð-
inssonar bónda í Djúpadal og
munu ekki hafa komið fram í
göngum á síðasta hausti, en eins
og menn muna var síðasti vetur
snjóléttur og hreint ekki illviðra-
sarnur, þannig að það þarf
kannski engan að undra að stór-
ir og sterkir hrútar hafi lifað
hann af, enda íslenska sauð-
kindin talin fi-emur hörð af sér.
Innbrot í
Lögreglan á Sauðárkróki
hefúr í síðustu viku rannsakað
sex innbrot í Fljótum. Um er að
ræða fimm sumarbústaði og
Knappstaðakirkju í Stíflu. Til-
kynningar um innbrotin bárust
lögreglunni á tímabilinu frá
sunnudegi til miðvikudags. Að
sögn lögreglunnar á Sauðákróki
hefúr málið nú verið að fullu
upplýst og naut lögreglan við
það aðstoðar og samvinnu
kollega sinna á Siglufírði, Olafs-
firði og Dalvík.
Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnnar vom ekki unnar
vemlegar skemmdir á þeim hús-
um sem farið hefúr verið inn í
heldur virðist markmiðið hafa
verið að finna einhver verðmæti.
Vom ýmiss áhöld og verkfæri
tekin, einnig gaskútar og sjón-
varp. Úr Knappstaðakirkju
hvarf aðeins samskotabaukur-
inn, en ekki er líklegt að þar í
hafí verið teljandi upphæð í pen-
ingum en í þessu tilviki má þó
segja að hafí sannast máltækið
„að lítið dregur vesælan.” Bú-
staðimir sem brotist var inní era
tveir í Stíflunni og þrír skammt
Þrjátíu og ein athugasemd
barst til Skipulagsstofnunar rík-
isins vegna umhverfismats-
skýrslu um Villinganesvirkjun,
en frestur til að skila inn at-
hugasemdum rann út um miðja
síðustu viku. Að sögn Sigurðar
Ásbjörnssonar hjá Skipulags-
stofúun mun væntanlega liggja
fyrir í lok þessa mánaðar af-
greiðsla stofnunarinnar, hvort
hún fellst á virkjun Jökulsár
vestari við Villinganes, með
eða án skilyrða.
norðan við bæinn Hraun. Þýfið
kom að mestu til skila, nema
búið var að selja gaskútana. Ö.Þ.
Sigurður sagði að eftir væri
að fara yfir athugasemdirnar,
sem sendar hefðu verið frarn-
kvæmdaaðilanum, Rarik fyrir
hönd Héraðsvatna, sem hefði
viku til að skila rökstuðningi
vegna athugasemdanna. Sam-
kvæmt þeim reglum sem gilda
varðandi gang mála hefúr
Skipulagstofnun fjórar vikur,
frá því að skilafrestur athuga-
semda rannt út, til að meta þær
og taka afstöðu til málsins í
heild.
Tveir útigangshrútar
flnnast í Austurdal
Skipulagssofnun ríkisins
Afgreiðir Villinganes-
virkjun í mánuðinum
—ICTeH^ÍM chjDI—
Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019
• ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA
• FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA
• BÍLA- OG SKIPARAFMAGN
• VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA
jm
bílaverkstæði
simi : 453 5141
Sæmundargata Ib 550 SauSárkrókur Fax:453 6140
^Bílaviðgerðir Ci- Hjólbarðaviðgerðir
Réttingar ^Sprautun